Helgafell - 01.12.1953, Side 54

Helgafell - 01.12.1953, Side 54
52 HELGAFELL felst. Bezta sagan er Helfró, sem jafn- framt er sú stytzta í bókinni. Hún er perla. Næsta sagnasafnið', Sæld og syndir, með sjö sögum kom út 1937. Sögumar eru nokkuð jafnbetri en í fyrstu bókinni. Einna bezt er sagan Aflandsvindur. Þriðja sagnasafnið, Svalt og bjart, kom út 1939. Eru þar í átta sögur og þar á meðal sagan For- boðnu eplin, sem mér hefur alltaf þótt skemmtilegasta saga Jakobs. 1946 kom út heildarútgáfa af verk- um Jakobs Thorarensen í tveim bind- um, undir heitinu Svalt og bjart. Það var þarft. verk og þakkavert, en þægi- legra hefði verið fyrir lesendur þess- ara bóka, ef notaður hefði verið þynnri pappír, eða þá að bindin hefðu verið fleiri. Því að þessar bækur eiga ekki að vera aðeins til að fylla upp í bóka- skápinn. Þær eiga að vera le.tnar. En þegar bókin er þykk, en brotið frem- ur lítið, samanborið við þykktina, þá er hvorki þægilegt að halda á henni í hendinni, né að láta hana liggja opna fyrir sér á borði. Yndi unaSsstunda Sigurður Einarsson — Helgafeil 1952 Enga grein bókmennta er eins erf- itt að meta hlutlægt og lýrikk. Hún skírskotar til tilfinninganna, til hjart- ans engu síður en til heilans. Það sem snertir einn djúpt lætur annan ósnort- inn. Mat á lýrikk hlýtur því ætíð að verða mjög persónulegt. í kvæðabók Sigurðar Einarssonar, Yndi unaðsstunda, eru aðeins fá kvæði, sem hræra einhvem hjarta- streng í mér og eru þannig lýrikk að mínu mati. Það eru nokkur látlaus og einföld kvæði: Haust, Það koma dag- ar — að mínum dómi gott kvæði — og örfá önur. Ljóðið Islam og kvæðið uim Súí-sú eiga eflaust að teljast lýrísk en verka á mig eins og útþynnt upp- suða á Davíð og Tómasi, sem misst hefur alla angan, og kvæðið Sex er- indi um konu, sem í sjálfu sér er mjög vel gert kvæði, er bæði um form og efni stæling á Támasi, sbr. þriðja er- indið: í slíku töfraljósi verða boðorðin svo brothætt og hið bannaða og leyfða fær annarlegan svip. Og þar geta menn vanizt á þá undarlegu útgerð, sem aðallega er fólgin í að brjóta öll sín skip. En margt getur verið góður kveð- skapur, þótt ekki sé það lýrikk í eigin- legri merkingu þess hugtaks og óneit- anlega ber margt í kvæðabók Sigurðar Einarssonar vitni góðum gáfum og dugnaði við kvæðasmíð. En ýmslegt er þar líka alveg nauða ómerkilegt. Fóst- urlandskvæðin verka á mig sem orð, orð innantóm: Hafi nokkur heimsins þjóða hug og þrek sitt land að vinna, nægan skilning, táp og trú, helga skyldu barni að bjóða byggða á reynslu þinni og hinna skaltu vita, að það ert þú. Betur að satt væri, en hvaða heilvita manneskja tekur alvarlega svona stað- hæfingu ? Kvæðið Jón Baldvinsson er lofrolla svo yfirdrifin, að sá mæti heiðursmað- ur myndi blygðast sín, ef hann næði að nema. Vera má, að einhverjum þyki kvæðið Heilagt blóm fallegt og gott:

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.