Helgafell - 01.12.1953, Page 63

Helgafell - 01.12.1953, Page 63
BÓKMENNTIR 61 viljandi skopstælingar á kveðskap Ein- ars Benediktssonar. Kvæðið Myndin endar á eftirfarandi erindi: En römm er sú taug, er oss tengir í eitt, þótt tæmt sé vort full að dauðlegu erfi. óg jarðlægum skuggum fær brosið þitt breytt 1 björtustu sóldýrð, þótt harmar að sverfi. Þín ásýnd er höggvin í hjarta míns grunn, sú helgimynd fögur í þögn minni talar, ég ber hana trútt gegnum aldanna unn, þún örþreyttum Væringja daglega svalar. Kvæðið um Hallgrímskirkju ætti að kyrja, þegar hið fáránlega kirkjuferlíki a Skólavörðuhæð verður vígt. Það endar svo: Hér er mín spurn fram hóflega sett herra biskup og klerkastétt: Hver heyrir í gegnum helluþak himnanna söng og vængjablak ? Það er raunalegt að þurfa að segja það, en þessi nýja bók Röðuls sýnir það svart á hvítu, að honum lætur ekki að yrkja ljóð. Suður með sjó — Sólgull í skýjum Kristinn Pétursson Reykholt 1942 — Hólar 1950 Suður með sjó er um margt efnileg þyrjandabók. Það er eitthvað frískt og hressandi við hana, af henni er ,,salt- ^ykt og tjöruangan“, einkum þó af þeirn kvæðum, er lýsa lífinu ,,suður meÓ sjó“. Það er líklega ofhól að segja, að myndir þær, er höfundur dregur upp, minni á myndir Gunn- laugs Schevings, e. t. v. minna þær meira á Veturliða, t. d. í kvæðinu Tón- mynd haustsins, en eitthvað er ekta í þeim. Karlar sjást kjaga með klaka í skeggi í hríðanna hreggi um hausbmyrka daga. Þeir stefna til sjávar stanza og spá þar og stappa í jörðina En hvað er um kotin húsfreyjan lotin að hlóðunum skarar. Talar við Drottin, telur í pottinn og sparar og sparar. Utþrá er kliðmjúkt og fallegt kvæði, en fyrstu fjórar línumar ættu að fell- ast burt. Feluleikur er dágott ástar- kvæði. Mörg kvæðanna eiga að vera gamankvæði, og tekst höfundi misjafn- lega. Kvæðið Sigling er eins konar stæling á skandínavískum sjóaraslag- ara Frá England te Skottland dá segl- ade en brigg, og er liðlega ort. Kvæðið Afturhvarf er og sæmilega gert, en sum ,,gaman“kvæðanna eru nauða- ómerkileg, t. d. kvæðið Veiðiklóin. Smekkleysur eru margar í bókinni og sumar skerandi. Höfundur hefur mik- ið yndi af skoplegum endarímum: hnarreist — var reist; bam á—Tjarná. Slíkt getur farið vel í einstöku gaman- vísu, en það er vandi að nota slikt rím, svo að vel fari, og er á fárra færi. Kvæðið Vinnubrögð virðist ort ein-

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.