Helgafell - 01.12.1953, Side 70

Helgafell - 01.12.1953, Side 70
68 HELGAFELL að flest hin merkari leikrit O’Neills fara í fyrsta flokk, en nm leið og mað- ur beinir atbygli sinni að nýrri banda- rískri leikritun í þessu ljósi, vekur það furðu manns, hve fá leikrit lenda í þriðja flokknum en geysi mörg í fjórða flokknum með alveg sérstakri áherslu á vellíðan og hamingju mannsins í kynferðislegu tilliti. Það er ekki laust við það, að Tenn- essee Williams kveði svo myrkt að máli um einfalda hluti í sjálfuim sér, að menn haldi að einhver ógnar vísdóm- ur leynist á bak við orð hans — og ekki einasta orðin, heldur líka þær tilfaer- ingar, sem hann hefur til þess að setja fram þessa tilraun sína um manninn. 1 raunsæju verki, þar sem hvert orð og atvik er svo að segja klippt og skorið eftir ,,daglegu“ lífi, nálgast það stíl- leysi að hvolfa yfir áhorfendur hátíð- legheitum formyrkvana og hljóðfæra- undirleiks. En Tennesse Williams er minna skáld en leikhúsmaður og hann þekkir sefjunanmátt þessara leik- brellna, sem gera hrekklausum sálum sýndarsýn. 1 þessu efni er að líta á síðasta atriðið. Þar er allt hanmleiks- efnið samanþjappað í þeirri ákvörðun dyggðugrar konu, að glata sakleysi sínu, hvað sem tautar. Hún lætur gilj- ast af aðvífandi sölumani, þó ekki fyrr en hann hefur fengið sinn skammt af eiturlyfi, sem hún notar að staðaldri. ,,Þar merkjast varla deili til, hvar löst- urinn sín upptök á, hvar enda taka dyggðar-skil“, sagði séra Jón á Bægisá í útleggingu sinni á tilraun Popes. Ósjálfrátt hvarflar að manni saman- burður við jdmfrú Ragnheiði á svipuð- uim vegamótum og sjálfráð athöfn hennar, sem Kamban styður skáldlegri rökum í leikriti sínu. Rokkið svið og fjarlæg músik er hér ekkert annað en skaimtur deyfilyfs, sem höfundur rétt- ir háttvirtum áhorfenda til þess að renna ,,harmleiknum“ niður. Allt og sumt, sem Tennessee Willi" ams veltir fyrir sér, felst í vísu sera Jóns á Bægisá: Segið mér, hvort sannara er : að sálin drepi líkamann, eður hitt, að svakk með sitt sálunni stundum fargi hann.

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.