Helgafell - 01.12.1953, Side 72

Helgafell - 01.12.1953, Side 72
70 HELGAFELL að sýna íslenzk leikrit öðru fremur, rétt eins og þau gerast, til fyrirmyndar eða viðvörunar eftir atvikum, meðan leikritahöfundar eru að þreifa fyrir sér og læra tökin á forminu. Dýrt spaug, en til þess m. a. hefur Þjóðleikhúsið tekjur af kvikmyndasýningum og öðr- um skemmtunum. Haldi menn í al- vöru, að leikritun lærist af sýningum útlendra leikrita, ættu sömu menn að vera fúsir til að loka Þjóðleikhúsinu, styrkja efnilega rithöfunda til ensku- náms og vísa þeim á bíóin, þar sem út- lenzk leikrit njóta sín í höndum þar- lendra leikstjóra og leikara jafnvel nokkru betur en hjá okkar mönnum. Auk þess eru meistaraverkin orðin býsna snoðklippt, þegar hinir og þess- ir hafa snarað þeirn á íslenzku á skömmum tíma og fyrir ónóga borgun. Böndin berast því að íslenzkum leik- ritahöfundum alla vega, ef hér á að halda uppi íslenzkri leiklist en ekki eftirhermuskap. Þyki þau íslenzk leik- rit, sem hér hafa verið sýnd, engan vegin boðleg slíkri menningarþjóð sem vér erum, þá er augljóst mál, að vér höfum reist oss hurðarás um öxl, byggt Þjóðleikhúsið áratug of snemma. Leikrit Jóns Björnssonar fylgir ekki hefðbundnu formi sjónleika. Það er skáldsaga leyst upp í sundurlausar og sundurleitar myndir. Að formi á það skylt við áróðursleikrit kommúnista eins og Bert Brechts hins þýzka. ,,Frá- sagnar raunsæi“, epic realism, er skil- greining Brechts á stefnu, sem einkum notar þetta form. IVlá hafa það í trú- boðsskyni, til pólitísks áróðurs og ein- faldra sögufalsana og jafnvel til að sjóða upp verk eldri leikritaskálda, t. d. slengja saman tveimur leikritum Haupbmanns, eins og Brecht hefur gert, undir því yfirskyni, að höfundin- um hafi ekki verið gefinn hinn rétti þjóðfélagslegi þroski. Formið er var- hugavert og misráðið að leiða íslenzka leikritun lengra inn á þá braut en þeg- ar hefur verið gert. Leikrit Jóns Björnssonar er í fjölda atriða. Ekkert dugar að vitna í Shake- speare um atriðafjölda. Hjá honum þjóna atriðin efninu og einkum skap- gerðarlýsingum. Hvergi finnst hjá Shakespeare jafn tilgangslaus 5-mín- útna sýning og 2. atriði umrædds leiks Jóns, þar sem óþekktur maður ber á dyr hjá óþekktum sýslumanni og segir, að óþekktur maður hafi verið myrtur. Tjaldið. Eða 16. atriði: Torkennilegur náungi mælir fram spakmæli um kumbl dauðra og ,,dansandi tungl- skin“, önnur bograr góða stund stein- þegandi á senugólfinu, blikar á exi, högg og yfirvaldið stingur á sig afhögg- inni hönd, nokkrar skáldlegar athuga- semdir um glæpamenn og gálga, tjald- ið, engar skýringar. Pyndingar eru framkvæmdar fyrir opnu tjaldi, svo að gleðja myndi sjálfan Brecht (9. atriði), hvað frásagnar raunsæi snertir, en per- sónur leiksins vaxa ekki, hvaða pynd- ingar sem höfundur á þær leggur, og frásögnin þokast ekki úr stað, nema aðvífandi persónur skýri frá því, sem gerzt hefur milli atriða í skáldsögunni. Síðustu 7 atriði leiksins eru gripin at algjöru handahófi út úr sögunni, og satt að segja tekur maður með þökkum hvaða leiklausn sem er, eftir að sýslu- maður hefur gerzt líkræningi í blóra við þjóðsöguna. Það er í raun og veru þrekvirki, sem til vill nægt sem burðarás í slíku leik- riti. Lárus Pálsson fór skynsamlegustu og stytztu leið sem leikstjóri. Hann firrir höfund allri ábyrgð á persónum

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.