Helgafell - 01.12.1953, Blaðsíða 76

Helgafell - 01.12.1953, Blaðsíða 76
74 HELGAFELL sér upp föstui.-n, samæfðum hópi leik- enda, en verður æ ofan í æ að fela viðvaningum vandasöm hlutverk. Inn- lifun vantar ekki hjá slíku fólki, en raddhæð, áherzlur og hraði fer í graut og sam.töl renna oft út í langdreginn, hálf-hátíðlegan són. Ef dæma má eftir útvarpssendingunni, hefur verið fengur að því, að sjá Sigurjónu Jakobsdóttur leika Oglu. Það er ekki nema örskot til Hafnar- fjarðar frá Reykjavík og ágætir vagnar ganga á milli, svo að heita má, að leik- sýningar í Hafnarfirðu séu eins konar aukageta fyrir okkur Reykvíkinga. Leikfélag Hafnarfjarðar hefur hagað leikritavali sínu með tilliti til þessa undanfarin ár og keypt dýrum dómum aðstoð úr Reykjavík bæði leikstjóra og tjaldamálara. Stundum hefur þetta verið vafasamur ávinningur fyrir félag- ið og svo var nú, er félagið sýndi gam- anleikinn Hvtlíli jjöls^tjlda eft'r Noel Langley. Leikendur eins og Jóhanna Hjaltalín, Kristjana Breiðfjörð og Sig- urður Kristinsson hafa sýnt áður, að þeir geta verið hlutgengir með kunn- áttusamri og vandvirknislegri leik- stjórn, en misstu að þessu sinni tökin á hlutverkunum fyrir flausturslega sviðsetningu og, að því er virtist, ónóga tilsögn. Nína Sveinsdóttir, Reykjavík, bar af í hlutverki yfirsetu- konunnar. Eítirmáli Stundum hefur verið fárast út af því, að leikdómendur leggi stundum ann- an mælikvarða á frammistöðu atvinnu- leikara en áhugamanna. Síðast var langur lestur eftir þjóðleikhússtjóra um þetta efni í einu dagblaði bæjarins. Hann kvartar sáran yfir því, að sami mælikvarði skuli ekki vera lagður á sýningar Þjóðleikhússins og sýningar í ,,Gúttó“. (Þar hefur raunar ekki ver- ið leikið opinberlega mörg undanfarin ár.) Af því að ég þykist vita, að Þjóð- leikhússtjóri taki ummæli dansks leik- démara fram yfir önnur, læt ég nægja að vitna í háskólaerindi, sem dr. phil Frederik Schyberg flutti í Lundi 26. marz 1947. Þar segir, að kröfur áhorf- enda byggist á því, að leikarinn hafi atvinnu af list sinni. (Och som vi, dáför att han ár professionell, kan stálla krav pá.) Annað mál er það, að áhugamenn hafa oft náð listrænum árangri, sem ekki stóð að baki afrekum færustu at- vinnumanna. Hér villir og sýn, ef ut í það er farið, að atvinnumenn vorir voru til skamms tíma áhugamenn einir, því að hinir fáu, sem höfðu atvinnu af list sinni, léku með áhugamönnucn og við þröngan kost þeirra. Þetta er enn uppi á teningnum, hvað snertir Leikfélag Reykjavíkur. Félagið hefur ekki getað búið leikendum sínum þau skilyrði, að þeir helguðu sig list sinni einvörðungu. Aðstaða þeirra er í öllu tilliti svo miklu lakari en leikenda Þjóðleikhússins, að sömu kröfur til beggja eru aðeins gerðar í hugsunar- leysi, að slepptum umræðum um leik- sýningar við enn verri aðstæður og ,,Gúttó“-sýningar, sem aldrei voru haldnar. L. S.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.