Morgunblaðið - 16.03.2013, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2013
sem þar er unnin varðandi end-
urskipulagningu skólastarfs. Of
margir koma ólæsir úr skóla í Dan-
mörku og þar er samstaða við ríkið
um að lengja kennslutíma og efla
grunnfög á borð við dönsku og
stærðfræði. Fram kom í máli hans
að kennarasambandið væri þó ekki
að fullu sátt við þær hugmyndir.
Yfirfærslan fagleg
og tekist vel
Hann segir markmið með yf-
irfærslu á þjónustu við fatlað fólk
til sveitarfélaga hafa verið faglega
og einnig gerða til þess að fjár-
hagsleg ábyrgð yrði samþætt og á
einni hendi í málaflokknum sem og
að stuðla að samþættingu nærþjón-
ustu við íbúa ásamt því að efla fé-
lagsþjónustu sveitarfélaga.
„Miðað við stöðu málsins í dag
get ég leyft mér að fullyrða að
þessi tilfærsla hefur tekist vel. Það
er mat flestra. Hagsmunasamtök
fatlaðs fólks hafa t.d. lýst ánægju
sinn með yfirfærsluna í heild sinni
þó alltaf megi gera betur,“ sagði
Halldór.
Hann ræddi einnig viðræður við
ríkisvaldið um yfirfærslu á mál-
efnum aldraðra til sveitarfélaga og
sagði þar enn langt í land.
Ögmundur Jónasson, innanrík-
isráðherra ávarpaði þingið og sagði
að í dag væri um þriðjungur op-
inbers rekstrar á vegum sveitarfé-
laga en að með tilfærslu á mál-
efnum aldraðra yrði það um 50%.
Á að styðja skólastarf
en ekki stjórna því
Skólamál fyrirferðarmikil á landsþingi sveitarfélaga í gær
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Landsþing Sveitarstjórnarfulltrúar alls staðar af landinu komu saman til fundar á Grand hóteli til að ræða þau mál
sem eru í deiglunni á sveitarstjórnarsviðinu, samvinnu sveitarfélaga og stefnumótun til framtíðar á þeim vettvangi.
FRÉTTASKÝRING
Ingvar P. Guðbjörnsson
ipg@mbl.is
„Það er eindregin afstaða sam-
bandsins að það henti ekki nútíma
skólastarfi að skipulag vinnu starfs-
manna sé ákveðið í smáatriðum í
miðlægum kjarasamningi eins og
nú er. Kjarasamningurinn á að
styðja skólastarf en ekki stjórna
því. Markmið sambandsins stefna í
þá átt að auka sveigjanleika vinnu-
tímakaflans og færa daglegt skipu-
lag og stjórn skólanna heim á vett-
vang þeirra,“ sagði Halldór
Halldórsson, formaður Sambands
íslenskra sveitarfélaga, við setningu
landsþings sambandsins í gær á
Grand hóteli.
„Sambandið telur að það sé
hvorki raunhæft né æskilegt að
draga frekar úr kennsluskyldu
kennara. Þvert á móti verði að
leggja áherslu á að kennslan er
meginþátturinn í starfi hvers kenn-
ara. Breytinga er þörf og ég vil
lýsa yfir ánægju með að ákveðinn
samhljómur var með því sem for-
maður Félags grunnskólakennara
sagði um mikilvægi endurskoðunar
kennarastarfsins og þess sem við
höfum lagt áherslu á,“ sagði Hall-
dór.
Claus Ørum Mogensen, skrif-
stofustjóri fjármáladeildar sam-
bands sveitarfélaga í Danmörku,
ávarpaði þingið og fór yfir þá vinnu
„Það er athyglisvert að heyra um
samstöðu ríkis og sveitarfélaga í
Danmörku í þeirri deilu sem þar
á sér stað um vinnutímaskil-
greiningu kennarastarfsins,“
sagði Aldís Hafsteinsdóttir, bæj-
arstjóri Hveragerðisbæjar, í
ávarpi sínu á þinginu og sagði
markmið með breyttu skóla-
starfi að bæta skólana. „En á
meðan fullkomin samstaða ríkir
milli ríkis og sveitarfélaga í
þessu máli í Danmörku, hvernig
er staðan hér á landi? Öllum
hugmyndum okkar um breyt-
ingar í skólakerfinu er fálega
tekið af ráðuneytinu. Og það
gildir ekki ein-
göngu um
skólana held-
ur í mörgum
öðrum
málaflokk-
um þar sem
svo virðist að
ríkisvaldið vilji
vera eitt í
liðinu.“
Hugmyndum
fálega tekið
BREYTT SKÓLASTARF
Aldís
Hafsteinsdóttir
„Lykilþátturinn
er sá að það er
samstaða meðal
sveitarfélaga um
að nærþjónusta
eigi öll heima hjá
sveitarfélögum
og það sé þörf á
enn frekari verk-
efnaflutningi frá
ríki til sveitarfé-
laga,“ sagði Dag-
ur B. Eggertsson borgarfulltrúi°,
sem segir núverandi skipulag sveit-
arstjórnarstigsins ekki bjóða upp á
það vegna fjölda sveitarfélaga og
fámennis í sumum sem séu því ekki
fær um að taka við málaflokkum.
Hann kallar á að samstarfsvett-
vangur sveitarfélaga fái lagaum-
gjörð og að pólitískir stjórnendur á
þeim vettvangi séu kjörnir í beinni
kosningu en ekki valdir líkt og nú.
ipg@mbl.is
Verði kjörnir
beint en
ekki valdir
Dagur B.
Eggertsson
Við sérhæfum okkur í
vatnskössum og bensíntönkum.
Gerum við og eigum nýja til á lager.
MARSTILBOÐ
GENEVA L í hnotu á tilboði 195.000,-
Opið: virka daga 11-18, laugard. 12-14 Ármúla 38 | Sími 588 5010
genevelab.com
Verð áður 230.000,-
(iPod og standur fylgja ekki)
Skátaþing hófst í Víðistaðaskóla í
Hafnarfirði í gærkvöldi og stendur
alla helgina. Um 200 íslenskir skát-
ar af öllu landinu sækja þingið í ár,
en yfirskrift þess er „Styrkjum inn-
viðina“. Bragi Björnsson skátahöfð-
ingi setti þingið en hann fór m.a. í
stuttu máli yfir 100 ára sögu ís-
lensks skátastarfs og þær breyt-
ingar sem orðið hafa á starfinu í ár-
anna rás, segir í fréttatilkynningu.
Þrátt fyrir háan aldur byggist
hreyfingin enn í dag á sömu gildum
og við upphaf skátastarfs í Bret-
landi árið 1907. Í ræðu sinni fjallaði
Bragi einnig um mikilvægi fullorð-
inna foringja og það „óeigingjarna
starf sem íslenskir skátaforingjar
vinna í þágu samfélagsins á degi
hverjum“.
Heiðursgestir á þinginu eru m.a.
Katrín Jakobsdóttir mennta-
málaráðherra, Guðrún Ágústa Guð-
mundsdóttir, bæjarstjóri Hafn-
arfjarðar, og Hörður Már
Harðarson, formaður Lands-
bjargar. Í ræðu sinni þakkaði Katr-
ín íslenskum skátum m.a. fyrir það
tækifæri sem hún fékk til að taka
þátt í viðburðum á 100 ára afmæl-
isári íslenskra skáta á síðasta ári
árið 2012 en hún sótti Landsmót
skáta og Friðarþing í Hörpu.
Um 200 skátar á rök-
stólum í Hafnarfirði
Skátar Frá aðalfundi Bandalags ís-
lenskra skáta, sem hófst í gær.