Morgunblaðið - 16.03.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.03.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2013 sem þar er unnin varðandi end- urskipulagningu skólastarfs. Of margir koma ólæsir úr skóla í Dan- mörku og þar er samstaða við ríkið um að lengja kennslutíma og efla grunnfög á borð við dönsku og stærðfræði. Fram kom í máli hans að kennarasambandið væri þó ekki að fullu sátt við þær hugmyndir. Yfirfærslan fagleg og tekist vel Hann segir markmið með yf- irfærslu á þjónustu við fatlað fólk til sveitarfélaga hafa verið faglega og einnig gerða til þess að fjár- hagsleg ábyrgð yrði samþætt og á einni hendi í málaflokknum sem og að stuðla að samþættingu nærþjón- ustu við íbúa ásamt því að efla fé- lagsþjónustu sveitarfélaga. „Miðað við stöðu málsins í dag get ég leyft mér að fullyrða að þessi tilfærsla hefur tekist vel. Það er mat flestra. Hagsmunasamtök fatlaðs fólks hafa t.d. lýst ánægju sinn með yfirfærsluna í heild sinni þó alltaf megi gera betur,“ sagði Halldór. Hann ræddi einnig viðræður við ríkisvaldið um yfirfærslu á mál- efnum aldraðra til sveitarfélaga og sagði þar enn langt í land. Ögmundur Jónasson, innanrík- isráðherra ávarpaði þingið og sagði að í dag væri um þriðjungur op- inbers rekstrar á vegum sveitarfé- laga en að með tilfærslu á mál- efnum aldraðra yrði það um 50%. Á að styðja skólastarf en ekki stjórna því  Skólamál fyrirferðarmikil á landsþingi sveitarfélaga í gær Morgunblaðið/Styrmir Kári Landsþing Sveitarstjórnarfulltrúar alls staðar af landinu komu saman til fundar á Grand hóteli til að ræða þau mál sem eru í deiglunni á sveitarstjórnarsviðinu, samvinnu sveitarfélaga og stefnumótun til framtíðar á þeim vettvangi. FRÉTTASKÝRING Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is „Það er eindregin afstaða sam- bandsins að það henti ekki nútíma skólastarfi að skipulag vinnu starfs- manna sé ákveðið í smáatriðum í miðlægum kjarasamningi eins og nú er. Kjarasamningurinn á að styðja skólastarf en ekki stjórna því. Markmið sambandsins stefna í þá átt að auka sveigjanleika vinnu- tímakaflans og færa daglegt skipu- lag og stjórn skólanna heim á vett- vang þeirra,“ sagði Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, við setningu landsþings sambandsins í gær á Grand hóteli. „Sambandið telur að það sé hvorki raunhæft né æskilegt að draga frekar úr kennsluskyldu kennara. Þvert á móti verði að leggja áherslu á að kennslan er meginþátturinn í starfi hvers kenn- ara. Breytinga er þörf og ég vil lýsa yfir ánægju með að ákveðinn samhljómur var með því sem for- maður Félags grunnskólakennara sagði um mikilvægi endurskoðunar kennarastarfsins og þess sem við höfum lagt áherslu á,“ sagði Hall- dór. Claus Ørum Mogensen, skrif- stofustjóri fjármáladeildar sam- bands sveitarfélaga í Danmörku, ávarpaði þingið og fór yfir þá vinnu „Það er athyglisvert að heyra um samstöðu ríkis og sveitarfélaga í Danmörku í þeirri deilu sem þar á sér stað um vinnutímaskil- greiningu kennarastarfsins,“ sagði Aldís Hafsteinsdóttir, bæj- arstjóri Hveragerðisbæjar, í ávarpi sínu á þinginu og sagði markmið með breyttu skóla- starfi að bæta skólana. „En á meðan fullkomin samstaða ríkir milli ríkis og sveitarfélaga í þessu máli í Danmörku, hvernig er staðan hér á landi? Öllum hugmyndum okkar um breyt- ingar í skólakerfinu er fálega tekið af ráðuneytinu. Og það gildir ekki ein- göngu um skólana held- ur í mörgum öðrum málaflokk- um þar sem svo virðist að ríkisvaldið vilji vera eitt í liðinu.“ Hugmyndum fálega tekið BREYTT SKÓLASTARF Aldís Hafsteinsdóttir „Lykilþátturinn er sá að það er samstaða meðal sveitarfélaga um að nærþjónusta eigi öll heima hjá sveitarfélögum og það sé þörf á enn frekari verk- efnaflutningi frá ríki til sveitarfé- laga,“ sagði Dag- ur B. Eggertsson borgarfulltrúi°, sem segir núverandi skipulag sveit- arstjórnarstigsins ekki bjóða upp á það vegna fjölda sveitarfélaga og fámennis í sumum sem séu því ekki fær um að taka við málaflokkum. Hann kallar á að samstarfsvett- vangur sveitarfélaga fái lagaum- gjörð og að pólitískir stjórnendur á þeim vettvangi séu kjörnir í beinni kosningu en ekki valdir líkt og nú. ipg@mbl.is Verði kjörnir beint en ekki valdir Dagur B. Eggertsson Við sérhæfum okkur í vatnskössum og bensíntönkum. Gerum við og eigum nýja til á lager. MARSTILBOÐ GENEVA L í hnotu á tilboði 195.000,- Opið: virka daga 11-18, laugard. 12-14 Ármúla 38 | Sími 588 5010 genevelab.com Verð áður 230.000,- (iPod og standur fylgja ekki) Skátaþing hófst í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði í gærkvöldi og stendur alla helgina. Um 200 íslenskir skát- ar af öllu landinu sækja þingið í ár, en yfirskrift þess er „Styrkjum inn- viðina“. Bragi Björnsson skátahöfð- ingi setti þingið en hann fór m.a. í stuttu máli yfir 100 ára sögu ís- lensks skátastarfs og þær breyt- ingar sem orðið hafa á starfinu í ár- anna rás, segir í fréttatilkynningu. Þrátt fyrir háan aldur byggist hreyfingin enn í dag á sömu gildum og við upphaf skátastarfs í Bret- landi árið 1907. Í ræðu sinni fjallaði Bragi einnig um mikilvægi fullorð- inna foringja og það „óeigingjarna starf sem íslenskir skátaforingjar vinna í þágu samfélagsins á degi hverjum“. Heiðursgestir á þinginu eru m.a. Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra, Guðrún Ágústa Guð- mundsdóttir, bæjarstjóri Hafn- arfjarðar, og Hörður Már Harðarson, formaður Lands- bjargar. Í ræðu sinni þakkaði Katr- ín íslenskum skátum m.a. fyrir það tækifæri sem hún fékk til að taka þátt í viðburðum á 100 ára afmæl- isári íslenskra skáta á síðasta ári árið 2012 en hún sótti Landsmót skáta og Friðarþing í Hörpu. Um 200 skátar á rök- stólum í Hafnarfirði Skátar Frá aðalfundi Bandalags ís- lenskra skáta, sem hófst í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.