Morgunblaðið - 16.03.2013, Side 29

Morgunblaðið - 16.03.2013, Side 29
FRÉTTIR 29Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2013 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Tvær milljónir barna í Sýrlandi eru saklaus fórnarlömb blóðugra átaka sem hafa þegar kostað a.m.k. 70.000 manns lífið, að sögn bresku samtak- anna Save the Children, Barnaheilla. Mörg barnanna eiga á hættu að deyja úr hungri eða sjúkdómum verði þeim ekki komið til hjálpar, að því er fram kemur í skýrslu sem hjálparsamtökin gáfu út í tilefni af því að í gær voru tvö ár liðin frá því að átökin í Sýrlandi hófust. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna segja að 1,1 milljón skráðra flóttamanna hafi farið yfir landa- mærin til grannríkjanna. Þar að auki hafa um 2,5 milljónir manna þurft að flýja heimkynni sín en dvelja enn í Sýrlandi. Að mati Sameinuðu þjóð- anna þurfa um fjórar milljónir manna á hjálp að halda í Sýrlandi. Börn eru að minnsta kosti 52% þessa hóps, að sögn Barnaheilla. Mikill matvælaskortur er í landinu og þúsundir barna eiga á hættu að verða hungurmorða. „Hvers vegna flúðum við? Vegna hungurs. Það var enginn matur. Ekkert brauð. Ef ég hefði verið um kyrrt hefðu börnin mín dáið úr hungri,“ hafa skýrslu- höfundarnir eftir sýrlenskum flótta- manni, föður þriggja barna. Í skýrslu Barnaheilla kemur fram að tugir þúsunda barna hafist við í almenningsgörðum, hlöðum eða hellum í vetrarkuldunum. Margar fjölskyldur hafa ekki efni á eldsneyti til kyndingar vegna þess að verðið hefur hækkað um allt að 500% vegna átakanna. Könnun sem gerð var meðal sýr- lenskra barna í flóttamannabúðum í grannríkjunum bendir til þess að eitt af hverjum þremur þeirra hafi sætt einhvers konar ofbeldi, t.a.m. orðið fyrir barsmíðum eða lent í skotárás. Þrjú af hverjum fjórum barnanna sögðu að a.m.k. einn náinn vinur sinn eða fjölskyldumeðlimur hefði dáið vegna átakanna. Mörg barnanna hafa sýnt merki um að þau hafi orðið fyrir alvarlegu áfalli sem geti valdið þeim varanlegu sálrænu tjóni. Varað við „sprengingu í Mið-Austurlöndum“ Stjórnarherinn og uppreisnar- menn í Sýrlandi hafa neytt drengi undir átján ára aldri til að berjast í stríðinu og notað börn sem nokkurs konar skildi til verjast árásum. Of- beldið hefur einnig orðið til þess að mörg foreldri hafa gift ungar dætur sínar til að þær geti notið verndar eiginmanns vegna þess að þau telja sig ekki geta verndað börnin sín. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna óttast að blóðsúthellingarnar haldi áfram að aukast. Antonio Gut- erres, flóttamannafulltrúi SÞ, varaði í gær við því að átökin gætu breiðst út til grannríkjanna, t.a.m. Líbanons, og valdið „sprengingu í Mið-Austurlöndum“. Einnig er ótt- ast að blóðug átök blossi upp á milli frjálslyndra uppreisnarmanna og hreyfinga íslamista sem hafa náð nokkrum bæjum á sitt vald, hreyf- inga á borð við Al-Nostra og Ahrar al-Sham. Tvær milljónir barna í sárri neyð 100 km DAMASKUS Soueida Aleppo Homs Hama Idlib Taftanaz herstöð Al-Ghouta Raqa Hassakeh Kúrda Drúsa (hlutlausir) Staðan óljós Byggðir á valdi ... Landamæri á valdi uppreisnarmanna Uppreisnarmanna Sýrlandshers Sýrland eftir tveggja ára blóðsúthellingar S Ý R L A N D M IÐ JA RÐ A RH A F ÍRAK JÓRDANÍA LÍBANON TYRKLAND Yfir 70.000 manns hafa beðið bana og milljónir manna flúið heimkynni sín vegna átakanna ÍSRAEL Gó la n Deir Ezzor Latakía Á valdi stjórnarsinna (alavíta) Hérað á valdi uppreisnarmanna Átakasvæði 80% héraðsins á valdi uppreisnarmanna Daraa Kuneitra-hérað Daraya Al-Nostra og Ahrar al-Sham Samkomulag við íslamista Á valdi íslömsku hreyfingarinnar Ahrar al-Sham Úthverfi á valdi Al-Nostra Á valdi íslömsku hreyfingarinnar Liwa al-Tawhid  Mörg börn í Sýrlandi eiga á hættu að deyja úr hungri eða sjúkdómum Vopnabanni aflétt? » Fulltrúar Evrópusambands- ríkja ætla að ræða í næstu viku hvort aflétta eigi banni við sölu vopna til Sýrlands. » Bretar og Frakkar vilja að banninu verði aflétt til að hægt verði að útvega uppreisnar- mönnum vopn en önnur ESB- ríki eru andvíg því og óttast að það verði til þess að blóðs- úthellingarnar aukist. Nýjung! Páskae gg úr „Dulcey b lond“ súkkulaði sem er flauelsm júkt með karam ellubragði. Einnig egg með 60% súkkulaði og 32% mjólkur súkkulaði. Eggin eru fyllt m eð handgerðu konfekti og má lshætti. Komdu í verslan ir okkar og gerðu eggið pe rsónulegra. Við erum á Háa leitisbraut 58-6 0 í Reykjavík og í Háholti 13-15 í Mosfellsbænu m.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.