Morgunblaðið - 22.08.2013, Page 11

Morgunblaðið - 22.08.2013, Page 11
Gleði Meðlimir Kviku með Steinunni staðarhaldara á kaffihúsinu Gæs, eftir vel heppnaða tónleika þar. rödd. Hver og einn verður að syngja af innileika og samhljómurinn næst ekki nema með miklum æfingum.“ Þau segjast hvert hafa sitt hlutverk í kvartettinum og því sé lítið um árekstra meðal þeirra fjögurra prímadonna, sem þau einsöngv- ararnir játa fúslega að þau séu. „Auðvitað rökræðum við og rífumst stundum, en við komumst alltaf að samkomulagi sem allir eru sáttir við. Sameiginlegur metnaður okkar fyrir hönd hópsins ræður ávallt för og þá er enginn í einhverju einkaflippi.“ Þjóðin elskar raddaðan söng Þau segjast eiga um sextíu mjög vel æfð lög í handraðanum, sem þau svo velja úr eftir tilefni hverju sinni. Þetta eru íslensk þjóð- lög og sönglög, íslensk og erlend dægurlög, gömul og ný, auk ramm- íslensks tvísöngs og rímnakveð- skaps. „Það er ekkert feimnismál að Tjarnarkvartettinn er okkar fyr- irmynd. Þau létu útsetja mörg lög fyrir sig og við sækjum í þann sjóð. Þau eru hætt að syngja saman og eru himinlifandi með að við séum að halda áfram að syngja hluta af því sem þau sungu.“ Þegar þau koma fram segjast þau finna hversu sólgið fólk er í kvartettsöng. „Íslendingar elska raddaðan söng og fólk er afar þakklátt að fá að heyra þessa tegund af tónlist. Fólk kann því vel að heyra lög sem það þekkir, þessi gömlu góðu kórlög eins og Vísur Vatns- enda-Rósu, Hjá lygnri móðu og fleiri slík. En við erum að sjálfsögðu líka með ný lög, til dæmis Stolin stef, eft- ir Tómas R. sem Mugison söng. Við höfum sungið margar útsetningar eftir Gunnar Gunnarsson organista í Fríkirkjunni í Reykjavík og hann hefur gert útsetningar fyrir okkur, og við viljum gjarnan fá tónskáld og aðra til að útsetja fyrir okkur, því við viljum að það sé framþróun hjá Kviku.“ Dreymir um Íslandsbyggðir Þau sungu nýlega á Þjóðlagahá- tíðinni á Siglufirði og á Fiskideg- inum mikla á Dalvík, en framundan er Menningarnótt og þá munu þau syngja í Dómkirkjunni ásamt fleir- um kl 20.30. „Við erum á leið í upp- tökur með nokkur jólalög, til að nota við að markaðssetja okkur fyrir jól- in. Við viljum gjarnan syngja í jóla- boðum, við jólahlaðborð og hvað annað sem tilheyrir aðventunni. Eft- ir áramót ætlum við að taka upp plötu og koma henni út fyrir næsta vor og túra þá um landið til að kynna hana.“ Þau segjast henta full- komlega sem atriði á þorrablótum og slíkum mannamótum því þau séu mjög hreyfanleg á sviði og sprella heilmikið og tala á milli laga, kynna og fræða um lögin. Spurð um fram- tíðardrauma segja þau sig dreyma um að komast til Íslendingabyggða í Kanada og syngja þar. Þeir sem vilja fá Kviku til að koma fram geta hringt í Thelmu í síma 695-6326 eða sent tölvu- póst á: kvikakvartett@gmail.com Facebook: Kvartettinn Kvika DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013 Reykjavík Skútuvogur 1 Sími 562 4011 Akureyri Draupnisgata 2 Sími 460 0800 Reyðarfjörður Nesbraut 9 Sími 470 2020 Glæsileg Gorenje 6 kg þvottavél Tilboðsverð 99.900 kr. Gorenje W6423 • LED-skjár • Sjálfhreinsibúnaður • Sparnaðarkerfi • 17 mínútna hraðþvottur „My favorite“-kerfi • Stórt hurðarop, 34 cm • Einstaklega hljóðlát • Orkunýtni A+++ • 5 ára ábyrgð PI PA R\ TB W A · SÍ A · 13 21 94 Helgartilboðin Fjarðarkaup Gildir 22.-24. ágúst verð nú áður mælie. verð Svínakótilettur, kjötborð ............. 1.298 1.698 1.298 kr. kg Kindafilet, kjötborð .................... 2.898 3.498 2.898 kr. kg Lambasúpukjöt frosið ................ 623 779 623 kr. kg Ristorante pitsa pollo frosin ........ 438 623 438 kr. pk. Kjarnafæði Bratwurst-pylsur........ 398 471 398 kr. pk. Ísfugl kjúklingav. hvítl.krydd ........ 498 644 498 kr. kg Hagkaup Gildir 23.-25. ágúst verð nú áður mælie. verð Ísl.lamb lambakótilettur kryddl.... 2.174 2.899 2.174 kr. kg Ísl.naut ribeye ........................... 3.374 4.499 3.374 kr. kg SS mexico-grísakótilettur............ 1.724 2.298 1.724 kr. kg Eplalengja................................. 499 649 499 kr. stk. Kornbrauð................................. 299 439 299 kr. stk. Kjarval Gildir 23.-25. ágúst verð nú áður mælie. verð Goða lambalæri frosið ................ 1.399 1.586 1.399 kr. kg Kjúklingabringur erlendar ........... 1.998 2.298 1.998 kr. kg KEA hangiframpartur m/beini ..... 1.348 1.685 1.348 kr. kg Trópí sjöa .................................. 229 269 229 kr. kg FP eldhúsrúllur, 4 stk. ................ 399 495 399 kr. pk. Pepsi kríli, 6x330 ml .................. 598 629 598 kr. pk. Krónan Gildir 22.-25. ágúst verð nú áður mælie. verð Kjúklingur m/lime og rósmarín.... 1.199 1.349 1.199 kr. kg Ungnautahakk........................... 1.498 1.699 1.498 kr. kg Ungnautahamborgari, 2x120 g ... 429 485 429 kr. pk. Laxaflök beinhreinsuð ................ 2.198 2.598 2.198 kr. kg Grísakótilettur............................ 998 1.469 998 kr. kg Lamba grillleggir ........................ 1.168 1.298 1.168 kr. kg Nóatún Gildir 23.-25. ágúst verð nú áður mælie. verð Ungnautalundir ísl., kjötborð....... 5.199 6.098 5.199 kr. kg Lambaframhryggjarsn., kjötborð.. 1.998 2.298 1.998 kr. kg Grísalundir m/sælkerafyll., kjötb. 2.698 2.998 2.698 kr. kg Lambahryggur, kjötborð.............. 1.899 2.198 1.899 kr. kg ÍM kjúklingalundir ...................... 2.299 2.649 2.299 kr. kg SS ítalsk. lambalærissneiðar ...... 3148 3.498 3.148 kr. kg Kvika ÞJÓÐLAGAKVARTETT  Thelma útskrifaðist 2006 með burtfararpróf frá Söngskólanum í Reykja- vík. Hún útskrifaðist með framhaldsgráðu í sviðslistum og óperusöng frá Royal Scottish Academy of Music and Drama. Hún lauk kennaraprófi ABRSMdip frá Söngskólanum í Reykjavík árið 2010. Hún starfar við ýmis fjölbreytt leik- og söngverkefni og hefur komið fram á fjölda tónleika sem einsöngvari og kórsöngvari bæði hér heima og erlendis . Ásamt því að syngja með Kviku, stjórnar Thelma krúttakórnum í Langholtskirkju og syngur með Schola Cantorum og kammerkór Áskirkju.  Hildigunnur kláraði burtfararpróf frá Söngskólanum í Reykjavík árið 2010 og hún hefur stundað einkanám hjá Janet Williams í Berlín og Jóni Þorsteinssyni í Utrecht. Hildigunnur hefur verið mjög virk í kórastarfi og syngur t.d. með Schola Cantorum, Barbörukórnum og kór íslensku óp- erunnar. Hún syngur reglulega einsöng við ýmsar athafnir og er annar stjórnandi kvennakórsins Kötlu.  Pétur lærði að syngja í Söngskóla Sigurðar Demetz og útskrifaðist það- an vorið 2010 undir handleiðslu Kristjáns Jóhannssonar. Hann hefur sungið með ótal kórum og sönghópum og oft komið fram sem einsöngvari með mörgum þeirra, auk þess sem hann hefur komið fram sem kvæðamaður hér heima og erlendis.  Jón Svavar útskrifaðist árið 2007 frá óperudeild Universität für Musik und darstellende Kunst í Vín. Hann hefur starfað sem tónlistarmaður á Ís- landi undanfarin ár, haldið einsöngstónleika og m.a hafur hann sungið í Ís- lensku Óperunni og sungið einsöng með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann syngur í Mary Poppins og er kórstjóri Bartóna, Karlakórs Kaffibarsins. Hún starfar við ýmis fjölbreytt leik- og söngverkefni og hefur komið fram á fjölda tónleika sem einsöngvari og kórsöngvari bæði hér heima og erlendis . Ásamt því að syngja með Kviku, stjórnar Thelma krúttakórnum í Langholtskirkju og syngur með Schola Cantorum og kammerkór Áskirkju.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.