Morgunblaðið - 22.08.2013, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 22.08.2013, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Ríflega 30% íslenskra fanga sögðust hafa neytt fíkniefna einu sinni í mán- uði eða oftar á meðan þeir afplánuðu fangelsisvist á Íslandi árið 2007 og 13% sögðust hafa gert það árið 2011. Þetta er meðal þess sem kemur fram í rannsókn Boga Ragnarssonar, doktorsrsnema í félagsfræði við Há- skóla Íslands. Þrjár smyglleiðir algengastar Langstærstur hluti fanga á Ís- landi dvelur á Litla-Hrauni. Mar- grét Frímannsdóttir, fangelsisstjóri þar, segir að niðurstöðurnar komi henni ekki á óvart. „Það eru aðallega þrjár smyglleiðir sem notast er við þegar fíkniefnum er smyglað inn í fangelsið. Í fyrsta lagi er það í gegn- um heimsóknir, þ.e. þegar fólk kem- ur og heimsækir fangana. Í öðru lagi er það í gegnum sendingar sem koma til fanganna. Við finnum reglu- lega eitthvað í þeim. Í þriðja lagi er það þegar lyfjunum er hent yfir girðinguna,“ segir Margrét. Einnig segir hún að dæmi séu um að fangar sem fari í dómshús komi til baka með fíkniefni á sér. „Það eru alltaf refsingar við smygli inn í fangelsið. Fangi missir t.d. aukabúnað í klefa og heimsóknir breytast. Ef efni finnst á heimsóknargesti, þá er hann settur í heimsóknarbann eða þarf að koma í glerheimsókn, þar sem gler er á milli og engin snerting á sér stað. Það getur varað í allt að eitt ár, eftir því hversu mikið magn er um að ræða,“ segir Margrét. Öll fíkniefnamál eru send á borð lögreglunnar. Aðspurð hvort dæmi séu um að afplánun hafi verið lengd vegna eiturlyfjamisferlis segir hún svo vera. „En svo eru líka dæmi um að manneskjur sem koma í heim- sókn og hafa ekki áður verið á saka- skrá, lendi á skrá vegna þess að á þeim finnast fíkniefni,“ segir Mar- grét. Erfitt að hanka menn Hún segir að dæmi séu um að fangar hafi orðið uppvísir að fíkni- efnasölu innan veggja fangelsisins. „Í hvert skipti sem smyglið tekst þá hefur það auðvitað afleiðingar. Hvort sem það er í þessu fangelsi eða annars staðar, því það þýðir að efni fara í dreifingu. Þar sem eft- irspurnin, eða fíknin, er til staðar þar fer alltaf eitthvað inn. Það er sama hvar það er í heiminum,“ segir Margrét. Hún segir að eðli málsins sam- kvæmt neiti bæði kaupendur og selj- endur að hafa keypt eða selt fíkni- efni innan veggja fangelsisins. Því sé oft erfitt að hanka þá sem selja efn- in. „Í nokkrum tilvikum höfum við náð að hanka menn en þau eru ekki mörg,“ segir Margrét. Hún segir að fangar neyti gjarnan lyfjanna í fangaklefum. „Menn skapa sér gjarnan þær aðstæður sem þeir þurfa,“ segir Margrét. Niðurstöður rannsóknarinnar vann Bogi úr spurningalistum sem hann lagði fyrir fanga í maí og júni árið 2007, í október árið 2009 og í apríl árið 2011. Spurningalistinn var borinn undir alla íslenska fanga sem afplánuðu fangelsisvist á þessum þremur tímapunktum. Í öll skiptin var svarhlutfallið um 70%. Bogi vann rannsóknina undir handleiðslu Helga Gunnlaugssonar, prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands, og í samstarfi við Fangels- ismálastofnun. Fíkniefnasala viðhelst innan fangelsisveggja  Þrjár smyglleiðir algengastar, að sögn fangelsisstjóra Hlutfall fanga sem notaði fíkniefni oftar en einu sinni í mánuði meðan á afplánun stóð 2007 & 2011 Hegningarhúsið Kvennafangelsið í Kópavogi Litla-Hraun Kvíabryggja Öll fangelsi 43 % 14 % 29 % 38 % 14 % 26 % 41 % 11 % 26 % 0 % 0 % 0 % 35 % 18 % 24 % 2007 2011 2007 & 2011 Hlutfall fanga sem notaði eftirtalin vímu- efni nokkrum sinnum í viku eða daglega utan fangelsisins (2007-2011) Áfengi Kanabisefni Kókaín Spítt 38 % 45 % 41 % 41 % 4 7% 25 % 3 9% 37 % 41 % 18 % 10 % 23 % 41 % 31 % 38 %41 % 2007 2009 2011 2007-2011 Bogi Ragnarsson Margrét Frímannsdóttir Morgunblaðið/Kristinn Fíkniefni Talsvert magn fíkniefna er gert upptækt á hverju ári á Litla-Hrauni m.a. ritalín og rivotril. Samkvæmt upplýsingum frá Litla-Hrauni hefur fundist tals- vert magn fíkniefna innan veggja fangelsisins á árunum 2010-12. Í heild fundust rúm 125 grömm af kannabisefnum, 54,9 grömm af amfetamíni og rúm 14 grömm af öðrum efnum við leit á þessum tíma. Á þessum þremur árum hafa einnig fundist 3.392 töflur. Áberandi mest magn var gert upptækt árið 2010 þegar 2.046 töflur fundust, 802 töflur fund- ust við leit árið 2011, en 544 töflur árið 2012. Töflurnar eru af ólíkum uppruna; „læknadóp“, sterar, svefnlyf auk fleiri efna. Mest hefur verið gert upp- tækt af flogaveikislyfinu rivotril eða 701 tafla. Einnig 260 töflur af ritalíni og um 12,4 grömm í duftformi. 3.392 töflur á 3 árum FÍKNIEFNI Á HRAUNINU E N N E M M / S ÍA / N M 5 8 7 0 9 *Miðað við uppgefnar eyðslutölur framleiðanda í blönduðum akstri www.renault.is SPARNEYTNIR Á GÓÐU VERÐI BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is SPORT TOURER 1,5 l, sjálfsk. dísil EXPRESSION 1,5 l, beinsk. dísil Sjálfsk. dísil GRAND, 7 MANNA: 4.690 þús. kr. Verð: 3.890 þús. kr. Verð: 2.890 þús. kr. Verð: 4.290 þús. kr. RENAULT MEGANE RENAULT CLIO RENAULT SCENIC L/100 KM* L/100 KM* L/100 KM* 4,2 3,4 4,7 Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkst. Austurlands / Egilsst. / 470 5070 IB ehf. / Selfossi / 480 8080
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.