Morgunblaðið - 22.08.2013, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 22.08.2013, Qupperneq 39
39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013 Bláa lónið Vel fer um gesti lónsins sem njóta sín í þessari töfrandi náttúruperlu sem býr yfir einstöku aðdráttarafli. Blár litur lónsins kemur skýrt fram þegar það er myndað úr lofti. Árni Sæberg Nú fer hátt umræðan um hvernig skuli haga gjaldtöku á ferða- mannastöðum. Mörgum þykir ljóst að ekki verði lengur við unað. Okkar helstu ferðamannastaðir þoli ekki lengur það álag sem hlýst af mikl- um fjölda ferðamanna og með einhverju móti verði að ná í fjármagn til að viðhalda og byggja upp staðina. Það fjármagn verði helst að sækja með gjaldtöku á ferðamannastöðunum. Gangi það ekki eftir þá sé ekki um að annað að ræða en ríkisframlag. Mér finnst alltaf jafn undarlegt að taka þátt í svona umræðu því einhvern veginn virðist hún allaf þróast í þá átt að erfitt sé að staðsetja miðasöluskúr- inn þar sem gjaldheimtan fari fram. Því miður virðist það alltaf vera sú mynd sem birtist almenningi að miða- söluskúrar og hlið verði sett niður við okkar helstu ferðamannastaði og í þessum skúrum fari gjaldtakan fram. Eitt helsta vandamálið sem af muni hljótast er að erfitt sé að manna slíka skúra. Umræðan er því miður á algerum villigötum í þessu máli. Það eru allir sammála um að verkefnið sem um ræðir snýst um viðhald og uppbygg- ingu á ferðamannastöðum. Um það hefur helst verið fjallað undir nafninu: „Gjaldtaka á ferðamannastöðum“. Framsetning sem er í neikvæðari kantinum. Við skulum nú öll taka sam- an höndum og skipta um gír. Verk- efnið heiti hér eftir: „Atvinnuuppbygg- ing á ferðamannastöðum“. Í framtíðinni má svo gefa þeim stöðum þar sem þessi uppbygging tekst vel nafngiftina „ferðamannaperla“. Að það sé verið að eyða tíma í að velta þessu fyrir sér er synd. Við eig- um hér á Íslandi góða handbók um hvernig á að standa að uppbyggingu ferðamannastaða. Handbókin hefur ekki verið gefin út að mér vitandi en handritið liggur fyrir og í stuttu máli er það svona: Affall frá orkuveri situr í hraun- kenndu landslagi og myndar bláleitan drullupoll uppúr 1980. Ein- hverjum dettur í hug að baða sig í pollinum og kemst að því að pollurinn hefur góð áhrif á exem. Aðrir fara að sækja í poll- inn á nóttunni, vel við skál. Ásóknin í böðun verður slík að hagsmunaaðilar leggja fé í uppbyggingu kringum pollinn og ná svo til baka fjárfestingunni með því að rukka fyrir böðun í poll- inum sem þar eftir er kall- aður lón. Ágætlega tekst til og eft- irspurnin eykst. Stórhuga menn koma að verkefninu og milljarðar eru lagðir í uppbyggingu. Gjaldið er hækkað og lónið opnað sem uppbyggður ferða- mannastaður árið 1999. Ferðamanna- staðurinn verður ferðamannaperla. Svo vel hefur uppbyggingin og mark- aðssetningin tekist að það sem upp- haflega var drullupollur er nú talið eitt af undrum veraldar og er mest sótti ferðamannastaður Íslands. Hvort sem að okkur líkar betur eða verr þá mun atvinnuuppbygging á ferðamannastöðum taka a.m.k 5-10 ár. Þeir sem eru hrifnir af ríkisrekstri ættu endilega að einbeita sér að því að reyna að draga ríkið að slíkri upp- byggingu og láta svo skattgreiðendur sjá um reksturinn. Þeir sem hafa áhuga á atvinnu- rekstri, einkaframtaki og uppbyggingu ættu að hafa það í huga að Bláa lónið var ekki til árið 1975 en skapar fleira fólki atvinnu í dag en náttúru- perlurnar Gullfoss, Geysir, Þingvellir, Skaftafell, Landmannalaugar, Vatna- jökull og fleiri mætti telja. Ferða- mannaperlu má byggja úr nánast hverju sem er. Eftir Margeir Vilhjálmsson » Við skulum nú öll taka saman höndum og skipta um gír. Verkefnið heiti hér eftir: „Atvinnu- uppbygging á ferða- mannastöðum“. Margeir Vilhjálmsson Höfundur er framkvæmdastjóri Bílaleigunnar Geysis. Drullupollur verður ferðamannaperla Íslendingar hafa eignast nýja óperu sem hefur að viðfangsefni þekktasta fjöl- skylduharmleik 17. aldar. Það er viðburður í menningarlífi þjóð- arinnar. Einu sinni var biskupsdóttir í Skál- holti. Foreldrar hennar unnu henni heitt og vildu tryggja henni bestu menntun sem völ var á. Faðirinn réði henni einka- kennara, því þetta var á þeim tím- um sem stúlkur höfðu ekki rétt til skólagöngu. Stúlkan felldi ást- arhug til kennara síns og varð nógu sleip í latínu til þess að geta tjáð honum hug sinn undir rós: „Cornelia magistrum suum amat. (Cornelia elskar kennara sinn.)“. Kennarinn var í miklum metum hjá biskupi, auk þess sem hann naut kvenhylli á staðnum, en hann þótti ekki af nægilega háum stig- um til þess að teljast verðugt mannsefni fyrir dóttur hins vold- uga embættismanns. Stúlkan var heillandi og gáfuð og kennarinn féll fyrir töfrum hennar. Þegar kvisaðist út um ástarsamband biskupsdótturinnar og kennarans varð faðir hennar æfur. Á þeirra tíma giltu í landinu ströngustu lög í kynferðismálum sem nokkru sinni hafa verið við lýði á Íslandi, Stóridómur, sem m.a. lagði bann við kynlífi utan hjónabands að við- lögðum misþungum refsingum. Fólk sem grunað var um slíkt at- hæfi átti eina vörn gegn orðrómi um ólöglegan samdrátt, nefnilega að sverja eið að hreinleik sínum. Til þess ráðs greip klerkdómurinn í Skálholti með föður stúlkunnar, og hinn skyldurækna biskup í ein- um manni, fremstan í flokki. Ragnheiður Brynjólfsdóttir var látin sverja þess opinberlega eið í dómkirkjunni að hún væri „óspjölluð mey af öllum karl- manns völdum“. 40 vikum síðar fæddi hún son í skjóli frænku sinnar í Bræðratungu og lýsti Daða Halldórsson föður að barni sínu. Við þá fregn ærðist biskup og lét taka barnið, einungis bjargar. Hún berst eftirminnilega fyrir ástinni og ófæddu barni, sem hún síðan fær að vagga á armi sér. Þriðja konan sem gegnir veiga- miklu hlutverki í sögu Ragnheið- ar, Helga í Bræðratungu, var glæsilega túlkuð af Alinu Dubik. Höfundar óperunnar, Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson, hafa sannarlega auðgað tónbók- menntirnar með athyglisverðum kvenhlutverkum. Karlarnir þurfa varla að kvarta yfir sínum hlut heldur, kórinn fær stór- skemmtilegt hlutverk og 50 manna hljómsveitin lék listilega undir stjórn Petri Sakari. Allt eins og blómstrið eina Tónlist Gunnars fann greiða leið að hjarta mínu umrætt laug- ardagskvöld. Einn af hápunkt- unum var að mínu viti þegar skáldið Hallgrímur Pétursson, vinur Brynjólfs og sálusorgari Ragnheiðar, syngur sálminn sem hann sendi henni um blómstrið eina, fegurð þess og skammlífi, fyrst einn og svo með kórnum í fyrsta sinn við útför hennar. Á þeim stað skreppa þessi 350 ár sem liðin eru frá því Ragnheiður var borin til grafar saman í snöggt augabragð. Sálmurinn tal- ar með sama hætti inn í veruleika syrgjenda nú sem þá, ný tónsmíð undirstrikar áframhaldandi gildi hans. Ég spái því að hin nýja ópera muni fá framhaldslíf í Hall- grímskirkju sem konsertverk ekki síður en í Skálholti. Upp á svið í Hörpu hlýtur hún einnig að rata, því saga Ragnheiðar á erindi við alla alþýðu manna og hvorki ástin né dauðinn verða nokkru sinni umflúin. tveggja mánaða gamalt, af hinni ungu móður og senda í fóstur til foreldra Daða. Þar með hugðist hann brjóta á bak aftur uppreisn dóttur sinnar gegn föðurvaldinu sem og lands- lögum, en bakaði henni um leið svo sára sorg að hún glataði lífsþrótti sínum og lést í Skálholti 23. mars 1663 á tutt- ugasta og fyrsta aldursári. Mater dolorosa Dauði Ragnheiðar markar upp- hafið að harmrænu hruni biskups- fjölskyldunnar og það er við hæfi að höfundar hinnar nýju óperu velji að tengja frumflutning verksins í Skálholti því, að rétt 350 ár eru liðin frá andláti hennar. Verkið er eins og voldug sálu- messa sungin yfir hinni harm- þrungnu móður og fjölskyldu hennar þar sem moldin geymir bein þeirra. Ragnheiður er Mater dolorosa Íslendinga. Athyglisverð kvenhlutverk Það sást vel hvern stað Ragn- heiður á í þjóðarhjartanu þegar undirrituð renndi í hlað í Skálholti tæpri klukkustund áður en sýn- ingin átti að hefjast. Hvergi var stæði að finna nema við gafl bú- staðar vígslubiskups. Það er tím- anna tákn að Kristján Valur stóð úti á svölum að grilla á meðan Margrét kona hans tók á móti gestum uppi á túni. Kirkjan var óðum að fyllast og ég var heppin að finna sæti þar sem ég gat fylgst vel með framvindu sög- unnar í áhrifamiklum flutningi söngvaranna. Við erum rík að eiga svo framúrskarandi söng- og leikkonu sem Þóru Einarsdóttur til að túlka brennandi ást hinnar ungu, viljasterku konu og síðan niðurbrot hennar og móðurharm með blæbrigðaríkri rödd og tján- ingarfullu andliti sínu. Það skorti heldur ekkert á í söng og túlkun Guðrúnar Jóhönnu Ólafsdóttur í hlutverki vinnukonunnar Ingi- Eftir Steinunni Jóhannesdóttur » Því er spáð hér að óperan Ragnheið- ur muni fá framhalds- líf í Hallgrímskirkju sem konsertverk. Hún hlýtur einnig að rata fullbúin upp á svið í Hörpu. Steinunn Jóhannesdóttir Höfundur er rithöfundur. Ástin og dauðinn í Skálholti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.