Morgunblaðið - 22.08.2013, Qupperneq 50
50 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013
✝ Ólafur Hösk-uldsson, barna-
tannlæknir og fyrr-
verandi lektor í
barnatannlækn-
ingum við Háskóla
Íslands, fæddist á
Akureyri 30. apríl
1939. Hann lést á
Borgarspítalanum
6. ágúst 2013.
Ólafur var elsti
sonur Höskuldar
Steinssonar, bakarameistara á
Akureyri og Þingeyri við Dýra-
fjörð, f. 16. okt. 1912, d. 23.
mars 1968, og Huldu Ólafs-
dóttur, húsfreyju á Akureyri og
Þingeyri við Dýrafjörð, síðar
ritari í Reykjavík, f. 18. maí
1918, d. 20. des. 1993. Systkini
Ólafs eru Steinarr, viðskipta-
fræðingur í Reykjavík, f. á Ak-
ureyri 10. okt. 1941, Gunnar
kennari, f. á Akureyri 1. ágúst
1944, d. 26. júní 2003, Fríða
Regína, kennari og fv. skóla-
stjóri í Reykjavík, f. á Akureyri
9. mars 1949, og Höskuldur,
sjúkraþjálfari á Akureyri, f. á
Akureyri 31. júlí 1950.
fræði við Karolinska Institutet í
Stokkhólmi 1968-69. Ólafur var
aðstoðartannlæknir hjá Jónasi
Thorarensen í Reykjavík 1966
og hjá Jóhanni G. Benediktssyni
á Akureyri 1968. Barnatann-
læknir í Reykjavík 1969-2005,
skólatannlæknir í Reykjavík
1969-74. Stundakennari í barna-
tannlæknisfræði við Háskóla Ís-
lands 1972-73. Lektor í barna-
tannlæknisfræði við Háskóla
Íslands 1973-2005. Gestapró-
fessor við tannlækna- og lýð-
heilsudeild University of Wash-
ington í Seattle, Bandaríkjunum
1993-2005. Ólafur gegndi fjöl-
mörgum félags- og trúnaðar-
störfum svo sem í stjórn Félags
ísl. tannlæknanema og í lyfja-
nefnd Tannlæknafélags Íslands.
Hann var fulltrúi heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytisins í
nefnd á vegum Evrópuráðsins, í
tannlæknaráði skandínavískra
tannlækna, formaður félags
sérmenntaðra tannlækna, vara-
formaður Tannlæknafélags Ís-
lands og formaður Félags ís-
lenskra barnatannlækna. Hann
ritaði fjölda greina um sér-
fræðileg efni í innlend og er-
lend tímarit og sat jafnframt í
ritstjórn International Associa-
tion of Paediatric Dentistry um
árabil.
Útför Ólafs fór fram í kyrr-
þey 12. ágúst 2013.
Maki Ólafs er
Bylgja Áslaug
Tryggvadóttir,
húsfreyja og tann-
tæknir, f. 23. mars
1939. Synir Ólafs
eru Tryggvi, f. 11.
apríl 1964, haf-
verkfræðingur,
Steinarr, f. 10. okt.
1966, kerfisfræð-
ingur, Hörður, f. 2.
okt. 1967, læknir,
Höskuldur, f. 11. nóv. 1977, ís-
lenskufræðingur og heimspek-
ingur, Þór, f. 7. mars 1980,
stálsmiður.
Ólafur varð stúdent frá MA
1958. Hann nam ensku, sögu og
amerískar bókmenntir við Alf-
red University í New York-ríki í
Bandaríkjunum 1958-59. Cand.
odont. frá Háskóla Íslands í jan.
1966. Hann stundaði sér-
fræðinám í barnatannlækn-
isfræði við University of Ala-
bama í Birmingham, Alabama í
Bandaríkjunum, 1966-68, og
framhaldsnám í barnatannlæk-
isfræði við Eastman Institute og
rannsóknir í tannsjúkdóma-
Elsku Óli, ég er svo þakklát fyr-
ir að hafa fengið að kynnast þér og
átt þig sem tengdapabba.
Þú ert alveg einstaklega ljúfur
og góður maður, þögull en húm-
orinn var aldrei langt undan.
Minnist ég margra góðra
stunda, hláturs og hlýju.
Eftir að pabbi dó þá tók ég upp
mikla föðurást á þig og gafstu mér
þá ást alveg skuldlaust og er ég
þér ævinlega þakklát.
Ég ætlaði alltaf að biðja þig um
að leiða mig inn kirkjugólfið til að
giftast syni þínum. Þykir mér leitt
að hafa ekki náð að spyrja þig því
ég veit hvað það hefði glatt þig.
Hjónaband ykkar Bylgju ein-
kenndist af mikilli ást, virðingu og
kærleika og var unun að vera í
kringum ykkar svanaást.
Elsku Óli, nú eru „börnin farin
að gráta“.
Ég kveð þig með kökk í hálsi en
hlýju í hjarta.
Góða nótt, sofðu rótt og Guð
geymi þig.
Þín tengdadóttir,
Ingibjörg Rósa.
Fyrir kom, að Ólafur Höskulds-
son stóð á höndum og sá í iljar
honum, þegar boltinn kom fljúg-
andi yfir blaknetið frá andstæð-
ingunum. Þetta var í blakleikjum í
íþróttahúsi Háskóla Íslands.
Vissulega átti hann ekki auðvelt
með að hemja boltann við slíkar
aðstæður, en Ól. Hösk. eins og
hann tíðum kynnti sig, notaði
gjarnan tækifærið og brá undir
sig höndum, þegar honum þótti
tækifæri gefast. Ólafur var sem
sagt afar lipur, kattliðugur, sótti
stíft leikfimitíma hjá Valdimar
Örnólfssyni með samkennurum
við HÍ eftir að hann var ráðinn til
starfa við tannlæknadeild Háskóla
Íslands (THÍ) árið 1972. En hann
var ennfremur lipur við kennslu í
barnatannlækningum og starfaði
við deildina liðlega þrjá áratugi.
Ólafur var vel menntaður í sinni
sérgrein, lauk hefðbundnu há-
skólanámi við HÍ og framhalds-
námi í Bandaríkjunum og hélt síð-
an til Stokkhólms til enn frekara
náms í barnatannlækningum auk
þess sem hann dvaldi síðar á æv-
inni um eins árs skeið í Seattle til
þess að kynna sér nýjungar í grein
sinni.
Ólafur var vinsæll kennari, ró-
lyndur, viðræðugóður og var
sannarlega á réttri hillu við með-
ferð tannsjúkdóma hjá börnum.
Það þarf geðprúða einstaklinga til
þess að vinna með litlum börnum
með erfiða sjúkdóma. Þolinmæði
átti hann umfram aðra og þessi
stóíska ró var stundum svo áber-
andi, að hjástöddum stóð ekki á
sama. En þetta voru hans sterku
hliðar við vinnu og almennt í sam-
skiptum sínum dags daglega við
börn og fullorðna.
Ólafur var yfirmáta kurteis
maður, gat þó verið sauðþrár, ein-
beittur í sérvisku sinni. En það var
ekki löstur heldur skemmtilegur
eiginleiki því gaman var að ræða
við hann um hvað eina. Hann var í
senn góður hlustandi og sagði vel
frá og naut þess. Hann var vel les-
inn, ágætur tungumálamaður en
íslenska var í uppáhaldi; hann
vandaði vel málfar sitt og leiðrétti
gjarnan lélegt tungutak. Hann var
gjarnan fenginn til þess að lesa yf-
ir texta, sem menn hugðust birta,
enda næmur á blæbrigði málsins
og meðferð þess. Í Frakklandi
dvaldi hann við frönskunám um
skeið með fjölskyldu sinni. Hann
gerði sér jafnframt far um að
kynnast frönskum vínum en
kvaðst hafa orðið fyrir miklum
vonbrigðum þar sem Frakkar
flyttu út öll góðu vínin en lítið væri
eftir fyrir gesti og gangandi í
heimalandinu!
Okkar kynni stóðu lengi, efld-
ust með árunum, tenging beggja
við Vestfirði réði því, Menntaskól-
ann á Akureyri og THÍ.
Allir, sem Ólafi kynntust vissu,
að hann var afar vel kvæntur,
henni Bylgju sinni Tryggvadóttur.
Þau voru einkar gestrisin og hafa
gegnum tíðina boðið heim fleira
fólki úr ýmsum áttum til máltíða
og samverustunda en telja má
venjulegt. Húsmóðirin átti þar
stóran skerf. Þau voru höfðingjar
heim að sækja.
Við Kristín og synir okkar
kveðjum elskulegan félaga, sem
sá helst ljósu hliðar mannlífsins,
lútum höfði með eftirsjá og í virð-
ingarskyni, þökkum honum sam-
fylgdina og vináttuna. Við ornum
okkur við minningar um góða
samveru heima og í ferðum okkar
erlendis.
Bylgju og sonunum fimm og
fjölskyldum þeirra vottum við ein-
læga samúð okkar.
Sigurjón H. Ólafsson.
Við Óli hittumst fyrst fyrir um
sextíu og fjórum árum. Hann var á
ferð í Reykjavík og var boðið heim
til mín á Grenimel, með því fororði
að ég myndi sýna honum Tívolí í
Vatnsmýri, sem þá þótti merkileg-
asta fyrirbæri í borginni.
Hann rifjaði upp þá ferð löngu
síðar með glampa í augum, þegar
þessi strákur óð með sveitamann-
inn að vestan, skemmstu leið yfir
fjölda forugra skurða, sem urðu á
vegi okkar í Vatnsmýrinni. Og við
í sparifötum. Aldrei varð ég þess
var að þessi ljúflingur erfði þá
háskaferð við mig.
Síðar áttu leiðir okkar eftir að
liggja saman í MA og enn síðar í
félagsskap, sem við nokkrir fé-
lagar úr þeim góða skóla stofnuð-
um til og nefndist Njólaklúbbur-
inn.
Í þrjátíu ár höfum við félagarn-
ir hist reglulega, menningarferð
að vetri og sumarferð, eins konar
húsbændaorlof, að sumri þar sem
við höfum ferðast vítt um landið
okkar.
Þá höfum við auðvitað haldið
nokkur konukvöld með viðeigandi
hætti.
Þessar ferðir og samvera hafa
eflt og tryggt vinskap okkar og
verið ánægjulegar í alla staði og er
margs að minnast og næstum allt-
af gott veður.
Merkilegt er hve lítið við höfum
breyst frá skólaárum og hve þess
vinátta er seig.
Síðasta ferð okkar var á Norð-
urstrandir og í Ísafjarðardjúp í
lok júní síðastliðinn og gist á
Kirkjubóli í Steingrímsfirði. Þá
var farið að hægja mjög á vini okk-
ar, heldur meir en hjá okkur hin-
um. En sama góða skapið og við-
mótið sem við þekktum svo vel var
á sínum stað. Þegar við röðuðum
okkur í bílana og leiðir skildu á
hlaðinu á Kirkjubóli sagði Óli okk-
ur gamansögu með blik í auga.
Þannig viljum við muna vin okkar.
Við njólarnir sendum Bylgju og
fjölskyldunni samúðarkveðjur.
Bergur Felixson.
Genginn er góður vinur, glögg-
ur maður og glettinn, hlýr og vin-
margur. Drengskaparmaður og
heilinda, tryggðatröll og ljúf-
menni.
Við kynntumst Óla og Bylgju á
blómaskeiði ævinnar á áttunda
áratug síðustu aldar, með sameig-
inlegum vinum í svokölluðum Lús-
íuhópi. Við hittumst árlega á að-
ventu í góðum fagnaði hjá Lofti
Ólafssyni tannlækni og Hrafnhildi
Höskuldsdóttur konu hans á
Bergstaðastrætinu. Þau eru nú
bæði látin, en hópurinn hélt hefð-
inni áfram. Það kom einhvern veg-
inn af sjálfu sér að kynni okkar við
Óla og Bylgju urðu smám saman
nánari, eins og ósýnilegur kraftur
væri að verki. Við hittumst hjá
þeim á Tjarnarstígnum með ýms-
um vinum og við hittumst á Báru-
götunni þar sem við reyndum að
endurgjalda. Það var ekki auðvelt
því að vinaboðin hjá þeim voru
sérstök. Heimilið smekklegt og
viðmót gestgjafanna einstakt. Óli
vísaði gestum á opinn bar í eldhús-
inu og veitti ljúflega að ósk hvers
og eins. Bylgja reiddi fram máltíð
sem gladdi bæði maga og augu.
Smekkvísi hennar og frumleiki
eru rómuð og rímuðu vel við fág-
aða „borðþjónustu“ og sérvalin
vín sem Óli sá um. Og svo var
skrafað og skeggrætt um hvað-
eina sem brann á mönnum á
hverjum tíma, oft fram á rauða
nótt – og jafnvel haldið áfram í
morgunkaffi þegar bíllinn var
sóttur að morgni eða eftir aðra
göngutúra um Nesið. Það var rætt
um menninguna, háskólann, trú-
mál, pólitík, barnauppeldi, ung-
linga og hjónabönd – en heilsufar
og veikindi komust á dagskrá síð-
ar.
En við áttum líka annan snerti-
flöt, þar sem ekki var síður gaman
að vera með Óla, í svokölluðu
Menningarfélagi þar sem háskóla-
kennarar stunduðu leikfimi og
blak hversdags en lyftu andanum
öðru hverju í veislufögnuði og
dansi með konum sínum undir
léttum leik tónsnillinganna í
„Rimlabandinu.“ Í leikfimitímun-
um kom vel fram að Óli hafði verið
íþróttamaður á yngri árum og
stóð stundum glöggt hvort hendur
eða fætur vísuðu upp þegar bolt-
inn nálgaðist. Og þessi kattliðugi
maður átti það til að lauma bolt-
anum framhjá hávöxnustu mönn-
um af ógleymanlegri snilld. Og
glettnin var alltaf á sínum stað. –
Það var þyngra en tárum taki að
sjá þennan fima og orðheppna
mann láta smám saman í minni
pokann fyrir grimmum sjúkdómi
– en vinsældir hans í hópnum
dvínuðu þó engan veginn.
Við eigum margar ógleyman-
legar minningar frá þeim fjórum
áratugum sem við höfum átt sam-
leið með Óla og Bylgju. Glettna
brosið í augum Óla og hnyttni
hans mun lifa í huga okkar um
ókomin ár. Við söknum vinar í
stað.
Við sendum Bylgju og fjöl-
skyldunni hugheilar samúðar-
kveðjur. Minningin um góðan
dreng lifir og vermir og mun
smám saman græða sár þeirra og
söknuð.
Sigrún Júlíusdóttir.
Þorsteinn Vilhjálmsson.
Ég var að hlusta á „Morgun-
stund með KK“ þar sem Haukur
Morthens söng lag Jónasar Jón-
assonar „Hugljúfa mær“ eða Lag
Beverlies eins og það heitir, að ég
fékk tölvupóst um að vinur okkar
Ólafur væri kominn í líknandi
meðferð og ætti skammt eftir ólif-
að. Lagið samdi Jónas er hann ár-
ið 1957 leikstýrði leikritinu „Gest-
ur til miðdegisverðar“ sem
nemendur MA sýndu það ár. Ólaf-
ur lék blaðamann í fyrrnefndu
leikriti og börðust tvær ungar
myndarlegar stúlkur um hylli
hans enda maðurinn mikið
kvennagull og féll Ólafur því vel
inn í það hlutverk.
Fyrir rúmum mánuði sátum við
Ólafur tveir saman í bíl heim á leið
eftir tæplega vikuferð norður á
Strandir. Það var hin árlega sum-
arferð nokkurra skólafélaga úr
MA sem við höfum farið síðastlið-
in 29 ár. En upphafið var árviss
ferð á Snæfellsnes að Fróðá en
einn félagi okkar átti hlutdeild í
þeirri jörð. Þegar eignarbreyting-
ar urðu þar höfum við árvisst
heimsótt alla landshluta og átt
góða daga saman. Við töluðum
mikið saman á leiðinni og fann ég
að hann hafði notið vel samveru
okkar félaganna. Talið barst með-
al annars að ættingjum hans frá
Dýrafirði sem búsettir eru á Akra-
nesi og Borgarfiði og hafði hann
Ólafur
Höskuldsson
✝ Már Ársælssonfæddist í
Reykjavík 6. apríl
1929. Hann lést á
Landspítalanum
11. ágúst 2013.
Foreldrar Más
voru Ársæll Sig-
urðsson, f. 30.10.
1895, d. 11.8. 1973,
trésmiður og bæj-
arfulltrúi í Reykja-
vík, og kona hans,
Anna Margrét Ott-
ósdóttir Siemsen, f. 9.2. 1902, d.
4.5. 1984. Bræður Más eru:
Hrafnkell, f. 11.1. 1938, og
Snorri, f. 10.4. 1947.
Már kvæntist 19.5. 1953 Lilju
Kristjánsdóttur, f. 12.2. 1929,
frá Hermundarfelli í Þistilfirði.
Börn Más og Lilju eru: 1) Ás-
kell, f. 21.11. 1953, tónskáld.
Maki: Sigríður Búadóttir hjúkr-
unarfræðingur. Dóttir Áskels er
Margrét, f. 4.11. 1984. Maki:
Leifur Björnsson. Dóttir þeirra
er Sesselía Úa, f. 25.4. 2010. 2)
Ársæll, f. 20.1. 1955, framhalds-
skólakennari. Sambýliskona:
Margrét Pálsdóttir málfræð-
ingur. Börn Ársæls eru: a) Lilja,
f. 24.6. 1979. Maki: Jón Freyr
Benediktsson. Börn: Benedikta,
f. 9.1. 2006, Mikael Karl, f. 1.4.
2013. b) Teitur, f. 28.2. 1983. c)
Benedikta, f. 13.3. 1990. Sam-
við Kaupmannahafnarháskóla
1950-53, nam uppeldis- og
kennslufræði við HÍ 1957-59,
lauk prófi í tölvunarfræði við
HÍ 1969, lauk BA-prófi í stærð-
fræði og efnafræði við HÍ 1970,
lauk námi í kerfisfræðum í
Kaupmannahöfn 1978 og hefur
sótt fjölda námskeiða í tölvu-
fræði, forritun, gagnasafns-
fræði og í gæðamati. Már starf-
aði hjá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur og Almennum
tryggingum 1953-54, var kenn-
ari og yfirkennari í Gagnfræða-
skóla Vesturbæjar 1955-69 og
stundakennari í MR 1962-75.
Hann var flokksstjóri í stærð-
fræði við Tækniskóla Íslands
frá 1970, og lektor og reikni-
stofustjóri 1973-76. Hann
kenndi í læknadeild HÍ 1972-73,
í Kvöldskólanum hf. og Náms-
flokkum Reykjavíkur 1970-78.
Már var fulltrúi hjá Orkustofn-
un 1968-73 og var prófdómari í
framhaldsdeildum, gagn-
fræðaskólum og á stúdents-
prófum 1971-74. Már var
fulltrúi Félags tækniskólakenn-
ara í launamálaráði og stjórn
BHM frá 1976-98. Hann var for-
maður í stjórn Kvöldskólans hf.
í nokkur ár frá 1972. Eftir hann
liggur fjöldi kennslubóka í
stærðfræði, um tölvuvinnslu og
tölvuforrit, og greinar um
stærðfræði og stærðfræðinga.
Már verður jarðsunginn frá
Neskirkju í dag, 22. ágúst 2013,
og hefst athöfnin kl. 13.
býlismaður: Jonat-
han Baker. 3) Kar-
ólína Margrét, f.
17.3. 1956, grunn-
skólakennari á
Akureyri. Maki:
Stefán Jóhannsson,
starfsmaður við
HA. Synir þeirra
eru: a) Baldur Már,
f. 30.9. 1982. b)
Andri Snær, f. 18.4.
1986. Sambýlis-
kona: Kristín
Hanna Bjarnadóttir. Sonur:
Sölvi Snær, f. 3.9. 2012. c)
Ágúst, f. 29.4. 1989. 4) Þórdís, f.
30.7. 1958, sjúkraliði. Maki:
Aðalsteinn Stefánsson, flokks-
stjóri hjá Reykjavíkurborg.
Börn þeirra eru: a) Hildur, f.
15.11. 1983. Maki: Eiður Gunn-
ar Bjarnason. Synir þeirra eru:
Bjarni Gunnar, f. 27.4. 2002, og
Emil Fannar, f. 25.9. 2005. b)
Valný, f. 2.6. 1985. c) Ottó
Freyr, f. 14.9. 1989. d) Að-
alheiður, f. 7.3. 1998. 5) Ottó, f.
13.1. 1965, heimspekingur og
bóksali. Synir hans eru Már, f.
28.1. 1992, og Bjarni, f. 23.1.
1996.
Már ólst upp í Kaupmanna-
höfn og Reykjavík. Hann lauk
stúdentsprófi frá MR 1949,
prófi í forspjallsvísindum við HÍ
1950, stundaði nám í stærðfræði
Elsku afi Már, við bræðurnir
erum ákaflega þakklátir fyrir að
hafa fengið að kynnast þér. Þú
skilur eftir fjölda minninga og
hafðir persónuleika sem við
munum aldrei gleyma. Það var
svo frábært hve reiðubúin þið
amma Lilja voruð ávallt að gefa
okkur af tíma ykkar og setja
ykkur inn í okkar líf og áhuga-
mál.
Sérstaklega var magnað hve
duglegur þú varst að koma þér
inn í heim íþróttanna svo þú
gætir fylgst náið með því sem
við vorum að gera þar. Það
reyndist okkur einstaklega dýr-
mætt hve duglegur þú varst
alltaf að skutla okkur á milli
staða þegar við komum í borg-
ina til æfinga og keppni. Þá er
aðdáunarvert hversu fróður og
vel lesinn þú varst á hinum fjöl-
breyttustu og ólíkustu sviðum.
Alltaf var jafngaman að hlusta á
þig segja frá og fræða okkur.
Þú varst frábær afi sem
sýndir okkur mikla væntum-
þykju og við munum aldrei
gleyma þér. Hvíldu í friði.
Baldur Már, Andri Snær
og Ágúst.
Kveðja frá samstarfsfólki
við Tækniskóla Íslands
Már Ársælsson kenndi
stærðfræði við Tækniskóla Ís-
lands í marga áratugi. Hann hóf
störf þar 1970 og kenndi til árs-
ins 2002. Lengst af kenndi hann
við frumgreinadeild skólans en
einnig í byggingatæknifræði,
meinatækni og röntgentækni,
eins og þessar námsbrautir hétu
þá, og í útgerðartækni meðan
sú braut var starfrækt.
Það er ekki á neinn hallað
þótt fullyrt sé að Már hafi öðr-
um fremur átt þátt í því að
móta stærðfræðikennslu skól-
ans og gætir áhrifa hans enn.
Hann hafði brennandi áhuga á
því að nemendur lærðu stærð-
fræði og gerði miklar kröfur til
þeirra.
Hann lagði metnað í það að
kunnáttan væri með þeim hætti
að hún nýttist seinna meir. Már
var ekki skaplaus og minnis-
stæðar eru heitar umræður á
kennarastofunni á Höfðabakka
þar sem skipst var á skoðunum
um gildi allrar þessarar stærð-
fræðikennslu sem sumum sam-
starfsmönnum hans þótti nóg
um.
Már stóð fastur á sínu og gaf
ekkert eftir í rökræðunum. Í
ljósi skólaumræðu undanfarið
er ekki hægt að neita því að
Már hafði talsvert til síns máls.
Á sínum tíma hafði Már for-
göngu um tölvuvæðingu skólans
og vann þar mikið og óeigin-
gjarnt starf.
Hann samdi líka ýmiss konar
efni tengt stærðfræði sem nýtt-
ist í kennslu.
Már tók að sér ýmis trún-
aðarstörf fyrir skólann og
starfsfólk hans. Hann var lengi
trúnaðarmaður Félags tækni-
skólakennara (FTK) og sat í
samninganefnd félagsins um
árabil. Það var því vel við hæfi
að hann var gerður að heið-
ursfélaga sem þakklætisvottur
fyrir vel unnin störf.
Það var alltaf gott að leita til
Más. Hann var ráðagóður og
hjálpsamur og brást vel við
hverri beiðni. Hann var kennari
af lífi og sál og setti svo sann-
arlega sinn svip á kennsluhætti
í Tækniskóla Íslands. Við fyrr-
verandi samstarfsfólk hans af
Höfðabakkanum minnumst hans
með hlýhug og sendum fjöl-
skyldu hans samúðarkveðjur.
Guðbrandur Steinþórsson,
Málfríður Þórarinsdóttir og
Jens Arnljótsson.
Már Ársælsson