Morgunblaðið - 22.08.2013, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 22.08.2013, Qupperneq 58
58 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013 Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Aðsókn í Borgarleikhúsið hefur á undanförnum fjórum árum verið meiri en nokkru sinni í sögu íslensks leikhúss. Áhorfendur hafa verið yfir 210.000 á ári síðustu þrjú ár og því kemur leikhúsið með góðan meðbyr inn í nýtt leikár. „Áhorfendur hafa flykkst í leikhúsið og aðsóknin verið söguleg á undanförum árum og fyrir það erum við þakklát en við erum ekkert þjökuð af því að reyna að toppa fyrri ár heldur setjum við á svið verk sem okkur finnst eiga er- indi og við teljum að geti unnið hug og hjarta fólks,“ segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleik- hússins. Dagskrá leikhússins í vetur er fjölbreytt og er þar að finna tuttugu og eitt verk, bæði ný og frá síðast- liðnu leikári. „Það verða óvenju mörg ný íslensk leikverk, sígild verk, erlend samtímaverk verk auk barna- og fjölskyldusýninga á dag- skránni í vetur. Við ætlum líka að vera með vinsæl verk frá síðasta leikári eins og Mýs og menn Rautt, BLAM og síðast en ekki síst stór- sýninguna Mary Poppins,“ segir Magnús um veturinn framundan í Borgarleikhúsinu. Leggja undir sig Gamla Bíó Leikverkið Hús Bernörðu Alba verður frumsýnt í Gamla bíói í októ- ber en það er sígilt verk eftir Fed- erico Garía Lorca sem var eitt þekktasta ljóð- og leikskáld Spán- verja á tuttugustu öldinni. „Það var ekki útlit fyrir að pláss væri til að frumsýna nýja sýningu á stóra svið- inu í haust og við stóðum frammi fyrir því að þurfa annaðhvort að taka út vinsælar sýningar af fjöl- unum eða leita út fyrir leikhúsið og það var gert,“ segir Magnús en Gamla bíó ljær leiksýningunni skemmtilegan blæ og það ætti að vera áhugaverð upplifun fyrir leik- húsgesti að sækja leikhússýningu Borgarleikhússins í Gamla bíói þar sem Kristín Jóhannesdóttir stýrir stórum hópi listakvenna í sýning- unni. Fræðsla og skemmtun fyrir alla Borgarleikhúsið leggur mikið upp úr því að hafa sýningar fyrir alla fjölskylduna að sögn Magnúsar. „Áherslan er á að hafa sýningar sem fjölskyldan getur notið saman en ekki bara sérstakar barnasýn- ingar. Mary Poppins er frábært dæmi um slíka sýningu en þar er á ferð stórsýning á nýjum skala hér- lendis. Hún hefur verið eindæma vinsæl, á síðasta leikári komust færri að en vildu og nýjar sýningar haustsins eru þegar að seljast upp. Af öðrum verkum sem tilvalið er að taka börnin með á eru Mýs og menn, Skálmöld, BLAM og Furðulegt hátta-lag hunds um nótt en sú sýn- ingin er ótvíræður sigurvegari bresku leikhúsverðlaunanna í vor. Auk þessara fjölskyldusýninga bjóð- um við upp á hefðbundnar barnasýn- ingar eins og Skoppu og Skrítlu og Hamlet litla.“ Magnús segir að ekki megi heldur gleyma fræðsluhlutverki leikhússins en það er mikilvægur þáttur í starfi leikhúss. „Við vorum að opna fræðsludeild til að sinna unga fólk- inu og opna leikhúsið enn frekar. Með þessu móti getum við ræktað tengslin við skólana enn betur og kynnt starf leikhússins betur fyrir ungu kynslóðinni.“ Stórar jólasýningar Jólafrumsýning leikársins er hamlet þar sem Óafur Darri fer með titilhlutverkið undir stjórn Jóns Páls Eyjólfssonar. Ragnar Bragason snýr aftur með nýtt verk, Óska- steina eftir sigurgöngu fyrsta verks hans, Gullregns sem sýnt var á síð- asta leikári. „Kristín Marja Bald- ursdóttir þreytir síðan frumraun sína sem leikskáld þegar leikrit hennar, Ferjan verður frumsýnd eftir áramót. Megas og Bragi Valdi- mar hafa samið nýja tónlist við klassíska verkið Jeppi á fjalli sem frumsýnt verður í september. þar fer Ingvar E. Sigurðsson með tit- ilhlutverkið undir stjórn Benediks Erlingssonar,“ segir Magnús og ljóst að leikhúsárið verður engu síðra en undanfarin ár. Fjölskyldan í Borgarleikhúsið Morgunblaðið/Kristinn Leiksýnng Borgarleikhúsið leggur áherslu á að vera með sýningar sem öll fjölskyldan getur notið saman eins og sýningin um Mary Poppins. Morgunblaðið/Ómar Sýning Magnús Geir Þórðarson Borgarleikhússtjóri segir aðalatriðið að setja á svið sýningar sem vinna hug og hjarta áhorfenda.  Dagskrá leik- hússins verður fjöl- breytt og skemmti- leg í vetur fi p y j g p Carpaccio með valhnetu-vinaigrette og klettasalati Grafið lam Villibráðar-paté með paprik Bruchetta með tvíreyktu hangikjöti, balsamrauðlauk og piparrótars Bruchetta með hráskinku, balsam og grill uðu Miðjarðarhafsgrænm - salat fersku k r y d d j u r t u m í brauðbo með Miðjarða Risa-rækj með peppadew Silu með japönsku majón si sinnepsrjóma- osti á bruchet Hörpuskeljar, 3 smá Frönsk súkkulaðikaka m/rjóma og fersku Vanillufylltar vatnsdeigsbollur Súkkulaðiskeljar með jarðarb Kjúklingur-satay á spjóti með ídýfu Teryaki-lamb á spjóti R sahörpuskel maríneruð á pinna Túnfiskur í sesamhjúp á spjóti mSími 511 8090 • www.yndisauki.is Veitingar fyrir öll tækifæri, stór og smá, fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Markmið okkar er alltaf það sama, glæsilegar veitingar og ómótstæðilegt bragð. Persónuleg og góð þjónusta. Super Flu og Samaris ásamt Ghozt og Bjössa Brunahana spila í hliðarsal Har- lem á Menning- arnótt, 24. ágúst. Íslenska raf- hljómveitin Sam- aris hefur verið að gera það gríð- arlega gott undanfarið og var að fá samning hjá One Little Indian Re- cords. Góða Tungl, lag þeirra sem kom út árið 2011, hefur einnig hlot- ið frábærar viðtökur. Superflu er þýskt dúó sem samanstendur af þeim Feliks Thilemann og Mathias Schwarz. Þeir komu fyrst fram á sjónarsviðið árið 2005 og hafa und- anfarin ár verið að skapa sér nafn í raftónlistarheiminum. Fyrr á þessu ári gáfu þeir út, ásamt Hjálmum, lagið Va Ga Ga. Lag þetta, sem er samsuða af hústónlist og reggí, hef- ur vakið mikla athygli. Rafrænt hjá Samaris Samaris hópurinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.