Morgunblaðið - 22.08.2013, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 22.08.2013, Qupperneq 60
60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013 Laugavegur 40, 101 Reykjavík volcano@volcanodesign.is www.volcanodesign.is S: 5880100Volcano Design fer um landið! Menningarnótt 31. ágúst Í Túninu heima, Mosfellsbæ. Í Kaffihúsinu Álafossi. - 1. sept. Laugardag og sunnudag frá kl. 13-17. Full búð af nýju og enn meiri verðlækkun á völdum vörum. Góð stemmning, opið fram á kvöld. Danshátíðin Reykjavik Dance Festi- val hefst í höfuðborginni á föstudag. Þetta er í ellefta sinn sem danshá- tíðin er haldin og stendur hún til 1. september. Listrænir stjórnendur í ár eru dansararnir Erna Ómars- dóttir og Valdimar Jóhannsson, sem saman skipa hópinn Shalala. Margslungin verk er að finna á dagskrá hátíðarinnar í ár og verk eftir bæði hérlenda og alþjóðlega listamenn. Ekki er um eitt einrátt þema að ræða að þessu sinni en Erna og Valdimar völdu heldur sér- staklega til leiks hina ýmsu lista- menn sem þau töldu eiga erindi við og vildu deila með áhorfendum. Ekkert er samt slegið af fagurfræð- inni sem m.a. hefur verið einkenn- andi í verkum Ernu, Valda og Sha- lala, þ.e. fagurfræði öfganna, sem skín í gegnum dagskrá hátíðarinnar í hinum ýmsu birtingarmyndum. Sýningar fara fram víða um borg- ina, svo sem í Kassanum, Hörpu, Hafnarhúsinu og víðar. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu hátíðarinnar: http://reykjavikdancefest- ival.tumblr.com/ Morgunblaðið/Eggert Frá fyrri hátíð Fjölbreytt dansverk er að finna á Reykjavík Dance Festival í ár sem og undanfarin ár. Ættu allir að geta fundið þar eitthvað við sitt hæfi. Reykjavík Dance Festival á fulla ferð Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjamur@mbl.is Hjá Leikfélagi Akureyrar eru hafn- ar æfingar á nýju leikverki, Sek, eftir Hrafnhildi Hagalín. Verkið er liður í afmælisleikári leikfélagsins en það fagnar því að í ár eru liðin 40 ár síðan Leikfélagið varð at- vinnuleikhús. „Æfingar á verkinu hófust á mánudaginn í síðustu viku og þær ganga mjög vel. Auðvitað er það alltaf þannig að þegar er verið að setja upp nýtt verk þá vit- um við í sjálfu sér aldrei að hverju við erum að ganga fyrr en byrjað er að lesa verkið og æfa það. Verk- ið greip hins vegar hópinn vel og þetta lítur vel út,“ segir Ragnheið- ur Skúladóttir, leikhússtjóri Leik- félags Akureyrar. Tónlistin í tungumálinu Höfundur verksins er engin önn- ur en Hrafnhildur Hagalín en hún er eitt af fremstu leikskáldum þjóð- arinnar og hefur m.a. hlotið leik- skáldaverðlaun Norðurlanda fyrir leikritið Ég er meistarinn ásamt því að hljóta Norrænu útvarpsleik- húsverðlaunin og Grímuna fyrir út- varpsverkið Opið hús. „Ástæðan fyrir því að ég leitaði til Hrafnhild- ar er hreinlega sú að hún er eitt okkar allra fremstu leikskálda og okkur langaði til þess að láta skrifa fyrir okkur nýtt verk í tilefni af- mælisársins,“ segir Ragnheiður en hún er mjög ánægð með að hafa fengið Hrafnhildi til verksins. „Hún er ofboðslega meitlað skáld og mik- il tónlist í verkunum hennar sem kemur fram í tungumálinu. Þá ein- kennir þetta verk að henni tekst al- veg listilega að fanga ákveðið and- rúmsloft á sögusviðinu og þá allt í senn andrúmsloftið, veðurfarið og náttúruna en hún gerir það allt í gegnum tungumálið sem gerir þetta verk algjörlega magnað“. Byggt á dómsmáli frá 1836 Leikverkið Sek byggist á dóms- máli frá 19. öld eða frá 1836 þar sem lífsþræðir ábúenda og vinnu- manns í Rifshæðarseli á Melrakka- sléttu fléttast saman í örlagaríkum ástarþríhyrningi. „Hrafnhildur var búin að vera að vinna að þessu verki í einhvern tíma þegar ég kom að máli við hana en þá var hún ein- mitt að rannska dómskjöl sem henni fannst merkilegur efniviður í leikverk. Okkur fannst það heldur ekki verra að heyra af því að enda í næsta nágrenni við okkur hérna í Þingeyjarsýslunni.“ Ragnheiður segir að í gegnum dómskjölin hafi Hrafnhildi tekist að skapa spennandi leikverk. „Með því að styðjast við texta og tilsvör úr dómskjölum frá þessum tíma bygg- ir Hrafnhildur upp spennandi at- burðarás sem kemur áhorfand- anum sífellt á óvart og skapar skemmtilegt andrúmsloft,“ segir Ragnheiður og bendir á að Hrafn- hildur hafi ekki viljað hafa leik- verkið klassískt íslenskt sveita- leikrit. „Hún sá aldrei uppsetninguna fyrir sér sem fólk í sauðskinnsskóm í torfkofa. Persón- urnar eru byggðar á raunveruleg- um og það kemur vel fram í verk- inu að persónur þess eru í limbói milli lífs og dauða eða heims og helvítis.“ Ungur og efnilegur leikstjóri Leikstjóri verksins er Ingibjörg Huld Haraldsdóttir sem Ragnheið- ur segir að sé bæði ung og efnileg. „Hún steig sín fyrstu skref sem leikstjóri í útskriftarverkefni sínu Kamelljón fjárhirðisins eftir Eu- gene Ionesco og setti einnig upp Ég er vindurinn eftir Jon Fosse í Þjóðleikhúskjallaranum 2012. Hún leikstýrir nú í fyrsta sinn hjá Leik- félagi Akureyrar og það má segja að þetta sé hennar fyrsta stóra verk, í það minnsta hér hjá okkur,“ segir Ragnheiður en Ingibjörg Hulda útskrifaðist árið 2011 úr Fræðum og framkvæmd við Listaháskóla Íslands. Örlagaríkur ástarþríhyrningur  Leikfélag Akureyrar fagnar 40 ára afmæli sínu í vetur m.a. með uppsetningu á verkinu Sek  Æfingar eru hafnar á verkinu Sek eftir Hrafnhildi Hagalín sem byggist á dómsmáli frá 1836 Leikhús Leikfélag Akureyrar hóf æfingar á leikverkinu Sek eftir Hrafnhildi Hagalín í síðustu viku og ganga æfingar mjög vel hjá leikhópnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.