Morgunblaðið - 05.10.2013, Side 12

Morgunblaðið - 05.10.2013, Side 12
SVIÐSLJÓS Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Í ár eru hundrað ár liðin frá því að jólamerki Thorvaldsensfélagsins var gefið út í fyrsta sinn. Félagið, sem var stofnað árið 1875, stofnaði árið 1906 sérstakan Barnauppeldissjóð, sem hafði það að markmiði að koma á fót uppeldisstofnun fyrir umkomu- laus og fátæk börn, og jólin 1913 öðl- aðist félaginu ný tekjulind þegar út- gáfa jólamerkjanna var hafin, eftir fyrirmynd frá Caritas-samtökunum í Kaupmannahöfn. Thorvaldsenskon- ur, sem í dag eru um hundrað tals- ins, hafa haldið vel utan um sögu jólamerkisins, sem hefur vakið áhuga safnara hér heima og erlend- is, og um helgina efna þær til sýn- ingar í Ráðhúsi Reykjavíkur í til- efni aldarafmælis merkisins. „Það er mjög merkilegt að svona félag, sem er fyrst og fremst að vinna að góðgerðarmálum, hafi eignast svona stórmerkilegt safn og að saga merkisins sé óslitin,“ segir Anna Birna Jensdóttir, formaður Thorvaldsensfélagsins, en á þessum hundrað árum hafa aðeins ein jól liðið án þess að merkið væri selt, árið 1917, þegar skipinu sem flutti upp- lagið til Íslands var sökkt. „Konurnar fengu í lið með sér þekktustu listamenn samtímans á hverjum tíma og margir þeirra hafa lagt málefninu lið aftur og aftur. Og það sem er svo skemmtilegt við þessa sýningu er að þeir hafa svo margir, nærri helmingur, gefið frummynd- ir,“ segir Anna. Selja merki fyrir milljón Listaverkið sem prýðir merkið í ár heitir Tré Jesaja og er eftir Baltasar Samper. Allur ágóði af sölu þess mun renna til Reykjadals, sumarbúða á vegum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, en mynd Baltasars mun jafnframt prýða jólakort Thorvald- sensfélagsins, sem verða seld til styrktar sykursjúkum börnum. Anna segir ágóðann af sölu jólamerkisins jafnan hafa verið yfir einni milljón króna en félagið veitir árlega styrki fyrir um 8-12 milljónir. Þeir hafa á nýliðnum árum m.a. runnið til Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins og verkefna í þágu barna með ein- hverfu, en Thorvaldsensfélagið hefur lagt áherslu á að styrkja málefni sem hafa lítið verið í sviðsljósinu. „Félagið hefur margar tekjulindir og bas- arinn okkar við Austurstræti 4 hefur náttúrlega verið á sama stað í áraraðir og selur mikið af íslensku handverki. Hann gengur mjög vel, núna í allri þessari fjölgun á ferðamönn- um og við höldum dampi í því að vera með vörur sem eru í tísku,“ segir Anna og nefnir neonlitar lopa- vörur sem dæmi. Fengu í lið með sér þekkt- ustu listamenn samtímans  100 ár eru frá því að jólamerki Thorvaldsensfélagsins var gefið út í fyrsta sinn Málefni Barnauppeldissjóður veitti í sumar styrk til þróunar á snjallsímaforriti í leikjaformi sem er ætlað að hjálpa ungu fólki að bæta heilsu sína. Ein af tekjulindum sjóðsins er sala á sívinsælu bókinni um Karíus og Baktus. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2013 Biblían er án efa ein merkasta bók allra tíma. Hún er til á flestum heimilum og hefur orðið þúsundum til mikillar blessunar öldum saman. Missið ekki af þessu einstaka tækifæri til að fræðast um veigamikil efni hennar. Átta fyrirlestrar verða haldnir um eftirfarandi efni á þriðjudögum kl. 20.00 í Loftsalnum, Hólshrauni 3, Hafnarfirði (Við Fjarðarkaup). Fyrsti fyrirlesturinn verður fluttur þriðjudaginn 8. október. Hvað segir Biblían um: 1. Hvernig Biblían varð til? 2. Áreiðanleika Biblíunnar? 3. Hver Jesús Kristur sé? 4. Helgidóminn, fagnaðarerindið í myndmáli? 5. Starf Jesú Krists í dag í hinum himneska helgidómi? 6. Pétur og lyklavaldið? 7. Endurkomu Jesú Krists? 8. Sköpun nýs himins og nýrrar jarðar? Námskeiðið er öllum opið og ókeypis. Gott aðgengi er fyrir hreyfihamlaða. Björgvin Snorrason PhD, guð- fræðingur og kirkjusagnfræðingur flytur fyrirlestrana. Hann hefur flutt fyrirlestra um þessi efni hér á landi og erlendis um árabil. Tími endurkomu Krists er í nánd Biblíunámskeið Um 950.000 gestir hafa komið í tón- listar- og ráðstefnuhúsið Hörpu það sem af er ári, samkvæmt tölum frá Huldu Kristínu Magnúsdóttur, að- stoðarmanni forstjóra. Af þessu má ráða að útlit sé fyrir að talsvert fleiri komi til með að sækja Hörpu heim í ár en í fyrra, því allt árið 2012 komu 1.011.000 manns í húsið. Til viðmiðunar komu 775.000 gestir fyrstu níu mánuði ársins 2012. Hulda Kristín sagði nokkrar ástæður liggja að baki aukning- unni. „Það hefur orðið mikil aukn- ing á ráðstefnusviði, sem gengur mjög vel hjá okkur, auk þess sem húsið er í auknum mæli áningar- staður ferðamanna. Þar að auki vann Harpan Mies van der Rohe- verðlaunin, ein virtustu bygging- arlistarverðlaun heims,“ en 350 byggingar frá 37 Evrópulöndum voru tilnefndar til þeirra. gunnardofri@mbl.is Gestum í Hörpu fjölgar milli ára Eldborg Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur heimkynni sín í Eldborg, aðalsal Hörpu Uppi varð fótur og fit í verslun Krón- unnar í Vallakór í Kópavogi í gær- morgun þegar þar fannst um það bil 20 cm langur kornsnákur. Telpa í fylgd móður sinnar varð fyrst vör við snákinn. Að sögn Gunnhildar Svein- bjarnardóttur, móður stúlkunnar, var henni og barninu mjög brugðið við uppákomuna. Meindýraeyðir var kallaður í versl- unina sem hafði hendur í hári snáks- ins og aflífaði hann. Í tilkynningu frá Krónunni kemur fram að öllu grænmeti og ávöxtum í versluninni hafi verið skipt út eftir að snákurinn fannst. Þar er atvikið jafn- framt harmað og sagt að ítarleg at- hugun á því hvernig snákurinn rataði í verslunina hafi verið sett af stað. Öryggisdeild fyrirtækisins hafi far- ið í gegnum myndir úr öryggis- myndavélum verslunarinnar til að reyna að bregða ljósi á uppruna dýrs- ins. Snákurinn Kornsnákur er bandarísk tegund sem getur mest orðið 1,5 metr- ar að lengd. Þeir eru kyrkislöngur og lifa aðallega á litlum nagdýrum. Kornsnákur skreið um ganga verslunar Flóttamannaskýli verður slegið upp á Skólavörðustíg í dag þar sem fólki gefst tækifæri til að kynna sér aðstæður sem fjölmargar flótta- mannafjölskyldur búa við. Það er Rauði kross Íslands (RKÍ) sem stendur fyrir viðburðinum en tekið verður við framlögum í Sýrlands- söfnun félagsins á staðnum. Auk þess ætla sjálfboðaliðar Rauða krossins að koma sér fyrir í Kringlunni og Smáralind til að vekja athygli á neyðinni í Sýrlandi og hjá því flóttafólki sem hefst við í nágrannalöndum þess. Þeir ætla að safna fé og kynna verkefni Rauða krossins í þessum löndum. RKÍ hefur frá því í ágúst útvegað fjármagn til að reka færanlegar læknastöðvar í Líbanon sem fara á milli þorpa og flóttamannabúða og veita brýna læknisaðstoð. Þá styður RKÍ neyðaraðstoð alþjóðadeild- anna í Sýrlandi. RKÍ kynnir fólki að- stæður flóttamanna Fjallkonan prýddi fyrsta jólamerki Thorvaldsensfélagsins, sem kom út 1913, en myndin var eftir Bene- dikt Gröndal Sveinbjarnarson, skáld og náttúrufræðing. Meðal annarra listamanna, teiknara og grafískra hönnuða sem hafa gefið verk á jólamerkin má nefna Ásgrím Jónsson, Einar Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Nínu Tryggvadóttur, Ágústu Pétursdóttur Snæland og Tryggva Magnússon, en verk eftir hann hafa prýtt jólamerkin átta sinnum. „Jólamerkin hafa jafnan haft fallegan boðskap tengdan jóla- haldinu: kærleika, frið, ljós og von, móður og barn, og efni sem endur- speglar þjóðarstoltið, náttúru Ís- lands, s.s. fugla og blóm. En saga jólamerkjanna 100 sem nú hafa komið út er einnig saga þess markverðasta sem gerðist þessi 100 ár,“ segir í samantekt Önnu um jólamerkin. Í tilefni af 100 ára af- mæli jólamerkjanna auglýsir Barnauppeld- issjóður eftir umsókn- um um 2 milljóna króna styrk í þágu velferðarmála barna og ungmenna en sýningin í Ráðhúsi Reykjavíkur verður opin frá kl. 12-18 í dag og á morgun. Fallegur boðskapur jólanna og íslensk saga og náttúra JÓLAMERKI THORVALDSENSFÉLAGSINS Anna Birna Jensdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.