Morgunblaðið - 05.10.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.10.2013, Blaðsíða 24
DAGA HRINGFERÐ HRINGBORÐSUMRÆÐUR NORÐURLAND MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2013 RÝMINGARSALA NORSKT SMÍÐAJÁRN, NEISTAGRINDUR, ARINSETT OG FLEIRA Laugavegi 29 • sími 552 4320 brynja@brynja.is Opið virka daga frá 9-18 og laugardaga frá 10-16 • www.brynja.is • AFSLÁTTUR35% Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Menningarhúsið Hof á Akureyri, Menntaskólinn á Tröllaskaga, Héð- insfjarðargöng, gróska í ferðaþjón- ustu og mikill uppgangur í sjávar- útvegi á Þórshöfn eftir að Ísfélagið nam þar land, eru meðal þess já- kvæðasta sem gerst hefur á Norður- landi á undanförnum árum. Íbúar er á hinn bóginn ósáttir við hvernig nið- urskurður á opinberum fjárveit- ingum og skattlagning hefur bitnað á landshlutanum. Sagt er að ákvarð- anir stjórnvalda fyrir sunnan séu oft byggðar á lítilli þekkingu á að- stæðum. Sérstaklega er nefnt að gengið hafi verið allt of langt í nið- urskurði á heilbrigðisþjónustu í Skagafirði. Þá þykir fólki vont að búa við stöðugar umræður og óvissu um hvar næst verði borið niður í að- haldsaðgerðum ríkisins á svæðinu. Þetta kom fram í hringborðs- umræðum um stöðu og horfur á Norðurlandi sem Morgunblaðið stóð fyrir í síðustu viku í tengslum við 100 daga hringferð blaðsins um landið. Í umræðunum, sem fram fóru á Akureyri, tóku þátt Sigrún Björk Jakobsdóttir, hótelstjóri Icelandair- hótelsins á Akureyri, Ásta Björg Pálmadóttir, sveitarstjóri í Skaga- firði, Aðalsteinn Á. Baldursson, verkalýðsleiðtogi á Húsavík, Pétur Snæbjörsson, hótelstjóri í Mývatns- sveit, Björn Valdimarsson, markaðs- stjóri hjá útgerðarfyrirtækinu Ramma á Siglufirði, og Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri Þingeyj- arsveitar. Lífsgæði á landsbyggðinni Við hringborðið voru allir sam- mála um að dýrmæt lífsgæði fylgdu búsetu á Norðurlandi. „Það var ríkjandi mikil vantrú á landsbyggð- inni þegar ég fluttist norður til Ak- ureyrar fyrir átján árum,“ segir Sig- rún Björk Jakobsdóttir sem var bæjarstjóri þar í nokkur ár. „En það hefur verið að breytast. Ég sé ekki eftir því að hafa flust hingað. Það fylgja því mikil lífsgæði að búa þar sem stutt er í vinnu og skóla fyrir börnin, og náttúran innan seilingar,“ segir hún. „Þetta eru lítil og þægileg samfélög þar sem stutt er í ómeng- aða náttúru,“ segir Björn Valdi- marsson sem var bæjarstjóri á Siglufirði áður en hann hóf störf hjá Ramma. „Það eru allir að leita að miðj- unni,“ segir Pétur Snæbjörnsson, „En hún er þar sem þú ert. Hver maður þarf að finna fullnægju í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Þar er gott að vera þar sem maður finnur sjálfan sig.“ „Við sem hér búum þurfum ekki að byggja okkur sumarhús til að eignast griðastað utan við ys og þys þéttbýlisins,“ segir Aðalsteinn Á. Baldursson. „Hér er náttúran við bæjardyrnar,“ segir hann. Veturnir eru langir Aðalsteinn segir að búsetu úti á landi fylgi einnig ýmsir ókostir. Verst sé að Alþingi og stjórnvöld hafa ekki markað neina byggða- stefnu fyrir landið í heild. Þess vegna viti menn ekki að hverju er Það vantar alveg byggðastefnu  Menningarhúsið Hof eykur lífsgæðin á Norðurlandi  Öflugt námsframboð skiptir sköpum fyrir byggðirnar  Á síðustu fimm árum hefur hlutfall ríkisstarfsmanna af mannafla lækkað mest á Norðurlandi. Ríkisstarfs- mönnum á hvern vinnandi mann fækkaði þar um 5-6%. Það er Ásta Björg Pálmadóttir, sveitarstjóri í Skagafirði, sem vekur athygli á þessu við hringborðið. Töl- urnar eru í nýbirtri skýrslu Hag- fræðistofnunar Háskóla Íslands. Skýrslan sýnir að á sama tíma og fækkun ríkisstarfsmanna hefur orðið á landsbyggðinni hefur þeim fjölgað á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta eru sláandi upplýsingar,“ segir Ásta. „Stjórnvöld verða að skýra hvað þarna er að gerast.“ Ásta bendir á að hin mikla fækkun ríkisstarfsmanna á Norðurlandi, en hún hefur orðið mest í Skagafirði, leiði til þess að þjónusta dragist saman svo að um muni. Þetta hafi áhrif á búsetuval fólks og sé því graf- alvarlegt. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Niðurskurður Mikill samdráttur hefur orðið í heilbrigðisþjónustu í Skagafirði. Mesta fækkun ríkisstarfs- manna á Norðurlandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.