Morgunblaðið - 05.10.2013, Page 32
32 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2013
STUTTAR FRÉTTIR
● Brynjar Smári
Rúnarsson hefur
verið ráðinn mark-
aðsstjóri Póstsins.
Brynjar er við-
skiptafræðingur að
mennt frá Háskóla
Íslands og er með
meistarapróf í
markaðsfræði og
alþjóðaviðskiptum.
Hann starfaði áður sem markaðs-
sérfræðingur í markaðsdeild Póstsins.
Markaðsstjóri Póstsins
Brynjar Smári
Rúnarsson
● Útflutningur í september 2013 var fob
55,5 milljarðar króna og innflutningur
fob 46,7 milljarðar króna. Vöruskiptin
voru því hagstæð um 8,8 milljarða króna
skv. bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands.
Vöruskipti hagstæð
um 8,8 milljarða króna
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Fjárfestingarfélagið Stekkur, sem er
í eigu Kristins Aðalsteinssonar, fyrr-
verandi útgerðarmanns, gaf nýverið
út 369 milljóna króna skuldabréf til
þess að koma með erlendan gjaldeyri
til landsins í skiptum fyrir krónur.
Félagið nýtti sér fjárfestingarleið
Seðlabankans sem veitir um 20% af-
slátt af krónum miðað við skráð gengi
gegn því að fjárfest verði hér á landi í
lengri tíma.
Stekkur hóf að fjárfesta hér á landi
árið 2009 og á hlut í þremur fyrir-
tækjum: MP banka (1,7%), Securitas
(34,4%) og Límtré-Vírneti (41,3%).
Samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins horfa stjórnendur Stekks til þess
að fjárfesta í stöndugum fyrirtækjum
með góða rekstrarsögu eða fasteign-
um. Skýrt er tekið fram á heimasíðu
fyrirtækisins að það leggi hvorki fé í
nýsköpun né sprotafyrirtæki.
Stekkur skipar stjórnarmenn þar
sem það hefur hagsmuna að gæta.
Kristinn situr í stjórn Securitas en
Guðlaug dóttir hans situr í stjórn
Límtrés-Vírnets og Júpiters, dóttur-
félags MP banka sem annast rekstur
fjárfestingarsjóða.
Hér á landi eru gjaldeyrishöft og
því getur það reynst erfitt að skipta
íslenskum krónum í erlenda mynt til
þess að nýta annars staðar í heim-
inum. Til þess að reyna að stuðla að
því að fjárfestar sjái hag sinn í því að
koma með erlent fé til landsins og
fjárfesta – en það er ekki sjálfið að
hægt sé að breyta þeim krónum aftur
í erlenda mynt – var komið á fót svo-
kallaðri fjárfestingarleið Seðlabank-
ans. Hún gengur út á að fjárfestar
komi með gjaldeyri til Íslands, skipti
honum fyrir krónur og fjárfesti hér á
landi til lengri tíma. Gulrótin fyrir
fjármagnseigendur er að þeir fá um
20% afslátt af krónunum miðað við
skráð gengi Seðlabankans.
Faðir Kristins, Aðalsteinn Jóns-
son, keypti hlut í sjávarútvegsfyrir-
tækinu Eskju ásamt bróður sínum
árið 1960. Reksturinn gekk vel og
gekk Aðalsteinn, sem lést árið 2008,
undir nafninu Alli ríki. Kristinn seldi
sinn hlut í útgerðinni árið 2007 til
systur sinnar og eiginmanns hennar,
hjónanna Bjarkar Aðalsteinsdóttur
og Þorsteins Kristjánssonar.
Félag Kristins kom með
369 milljónir til landsins
Kristinn Aðalsteinsson hefur fjárfest í MP banka, Securitas og Límtré-Vírneti
Hlutafjáreign Fjárfestingarfélagið Stekkur á 1,7% hlut MP banka, samkvæmt hluthafalista bankans.
Ljósmynd/Arnaldur
!"# $% " &'( )* '$*
+,-./0
+12./0
++3./2
,+.124
,-.+52
+4.1+,
+22./0
+.,21,
+40.+2
+32.35
+,-.5/
+12.1,
++3.55
,,.--,
,-.,2,
+4.135
+22.4,
+.,/,4
+40.34
+3/.+2
,+1.2+/
+,+.-2
+1/.21
++5.++
,,.-33
,-.,1+
+1.-,,
+2/.+1
+.,/3/
+43.,2
+3/.01
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Heildarvelta með íbúðarhúsnæði á
höfuðborgarsvæðinu var 16,3
ma.kr. í september síðastliðnum og
jókst um 35% frá sama mánuði í
fyrra, samkvæmt því sem fram
kemur í Morgunkorni Greiningar
Íslandsbanka í gær.
Á þriðja ársfjórðungi þessa árs
var veltan 50,4 ma.kr., sem er
32,1% aukning frá sama ársfjórð-
ungi í fyrra. Þetta er mesti árs-
fjórðungslegi vöxtur á íbúðamark-
aðinum á höfuðborgarsvæðin sem
mælst hefur síðan á fyrsta ársfjórð-
ungi í fyrra. Kemur þetta fram í töl-
um frá Þjóðskrá Íslands.
„Hvað fjölda kaupsamninga með
íbúðarhúsnæði varðar þá voru þeir
516 talsins í september á höf-
uðborgarsvæðinu, sem er 24%
aukning frá sama mánuði í fyrra. Á
þriðja fjórðungi þessa árs voru þeir
1.551, sem er 17,4% aukning frá
sama tíma í fyrra. Líkt og með velt-
una hefur vöxturinn í fjölda samn-
inga frekar verið að færast í
aukana undanfarið en úr honum
dró í upphafi árs. Var hann þannig
einungis 6,8% á öðrum ársfjórðungi
svo dæmi sé tekið.
Virðist veltan á íbúðamark-
aðinum haldast nokkuð í hendur við
þróun einkaneyslu, en á vexti henn-
ar hægði á fyrri hluta árs sam-
kvæmt tölum Hagstofunnar. Að
baki liggur m.a. minni vöxtur kaup-
máttar ráðstöfunartekna. Við
reiknum með að vöxtur í bæði
heildarveltu og fjölda samninga á
höfuðborgarsvæðinu muni halda
áfram á næstu misserum af nokkr-
um krafti, og að frekar muni bæta
þar í,“ segir í Morgunkorni.
Veltan 16,3 milljarðar
Veltuaukning á þriðja ársfjórðungi var 32,1%
516 kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu í september
Morgunblaðið/Ómar
Samningar 516 kaupsamningar
voru gerðir í septembermánuði.
Söludeild Hringhellu 6 • 221 Hafnarfjörður • Sími 535 2510 • gamar@gamar.is • endurvinnslutunnan.is
m
ag
gi
@
12
og
3.
is
21
.8
51
/0
1.
13
m
ag
gi
@
12
og
3
is
21
85
1/
01
13
Flokkunarílát
til notkunar innan húss
FLOKKUNARBARIR
Eitt hólf 20 l. 2 x 11 l. 3 x 11 l. 1 x 8 l. karfaTvistur (á sleða) Þristur (á sleða)
Fáanlegir í mörgum litum. Mál: 38 x 39/93 cm.
2 x 40 l. á vagni 2 x 90 l. á vagni Ás (á sleða)2 x 60 l. á vagni
2 x 10 l. + karfa. Mál: 25 x 38/35 cm.Mál: 56 x 56/66 cm.Mál: 56 x 56/66 cm.Mál: 38 x 66/66 cm.
Allar upplýsingar
í síma 535 2510
Mál: 31 x 46/36 cm. Mál: 31 x 46/36 cm. Með snerti/pedalopnun. Mál: 26/59 cm. Mál: 25 x 31/44 cm. Mál: 25 x 47/44 cm. Fyrir lífræna söfnun. Mál: 18 x 22/22.