Morgunblaðið - 05.10.2013, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.10.2013, Blaðsíða 35
FRÉTTIR 35Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2013 Átök blossuðu upp í Kaíró í gær eftir að stuðningsmenn Mohammeds Morsi, fyrrverandi forseta Egyptalands, efndu til götumótmæla og reyndu að komast inn á Tahrir-torg. Hermenn hleyptu af byssum og beittu táragasi gegn mótmælendum í miðborginni. Fjölmennt lið hermanna var þar til að hindra að mótmælendurnir kæmust á torgið. Læknir á staðnum sagði að minnst einn mótmælandi hefði beðið bana og margir særst. Átök blossuðu upp í tveimur öðrum hverfum Kaíró og í hafnarborginni Alexandríu. AFP Hörð átök á götum Kaíróborgar Ítalir syrgðu í gær um 300 afríska flóttamenn sem óttast er að hafi far- ist þegar bátur þeirra sökk í Mið- jarðarhafi nálægt ítölsku eyjunni Lampedusa í fyrradag. Talið er að 450- 500 manns hafi verið í bátnum sem var á leiðinni til Ítalíu frá borg- inni Misrata í Líbíu. 155 flótta- mönnum var bjargað, þeirra á meðal 40 ung- mennum á aldr- inum 14 til 17 ára og sex konum. 111 lík hafa fundist, að sögn ítalskra yfirvalda í gær. Lýst var yfir þjóðarsorg á Ítalíu í gær vegna þessa hörmulega atburð- ar. Flaggað var í hálfa stöng víða í landinu og flóttafólksins sem dó var minnst með mínútu þögn í skólum. Giorgio Napolitano, forseti Ítalíu, hvatti þingið til að breyta laga- ákvæðum sem fæla fólk frá því að hjálpa flóttamönnum að komast til landsins og fela í sér að þeir sem bjarga þeim úr bátum í Miðjarðar- hafi eiga yfir höfði sér refsingu. Stjórn Ítalíu óskaði eftir aukinni aðstoð frá Evrópusambandinu við að hafa eftirlit með bátum sem sigla með flóttafólk inn í lögsögu landsins. Fórnar- lömbin syrgð  Ítalir óska eftir aukinni aðstoð ESB Flóttafólk í Lampedusa. Norska ríkissjónvarpið hefur verið duglegt við að sýna ýmsa hvers- dagslega viðburði í beinni útsend- ingu og hyggst nú gera Norð- mönnum kleift að fylgjast með fimm tíma prjónaskap í beinni. „Þetta er svolítið hversdagslegt sjónvarpsefni en mjög hægt, þótt þau ætli að prjóna eins hratt og þau geta,“ hefur fréttaveitan AP eftir Rune Møkleburst, stjórnanda út- sendingarinnar. Markmiðið er að slá heimsmet með því að prjóna í samfellt fjórar klukkustundir og 50 mínútur. Áður hafði sjónvarpið m.a. sýnt eld brenna út í beinni út- sendingu í nokkrar klukkustundir. Fimm tíma prjóna- skapur í beinni NOREGUR Nefnd öldunga- deildar ítalska þingsins sam- þykkti í gær að leggja til að Silv- io Berlusconi, fyrrverandi for- sætisráðherra Ítalíu, yrði svipt- ur þingsæti. Öld- ungadeildin á að greiða atkvæði um tillöguna síðar í mánuðinum. Nefndin samþykkti tillöguna eft- ir að hæstiréttur landsins staðfesti fangelsisdóm yfir Berlusconi fyrir skattsvik í tengslum við fjölmiðla- veldi hans. Dómstóll ákveður síðar hvort Berlusconi verður gert að sinna samfélagsþjónustu eða taka dóminn út í stofufangelsi í eitt ár. Vill svipta Berlu- sconi þingsæti Silvio Berlusconi ÍTALÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.