Morgunblaðið - 05.10.2013, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.10.2013, Blaðsíða 37
37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2013 Þyrla eða bíll? Þyrlu var lagt í bílastæði hjá Bláa lóninu í gær og eflaust hafa farþegarnir brugðið sér ofan í lónið. Kannski að almúginn hafi flogið til Ameríku með þotunni sem sést á lofti. Kristinn Fjárlagafrumvarp fyrir 2014 er komið fram. Stefið er aðhald í út- gjöldum og markmiðið hallalaus fjárlög. Því stingur mjög í stúf að auka á framlög til RÚV sem nem- ur 319 milljónum á árinu 2014. Þetta gengur gegn markmiðum frumvarpsins og þegar betur er skyggnst í forsendur fyrir hækk- uninni þá halda þær alls ekki. Meginhluta hækkunarinnar er ætlað að mæta mögulegu tekju- tapi sem RÚV kann að verða fyrir á auglýsingamarkaði í framhaldi af setningu nýrra fjölmiðlalaga í vor. Til að rifja upp, þá gera ný fjölmiðlalög ráð fyrir því að hámarks- lengd mínútna á klukkustund fyrir auglýsingar er lækkuð úr 10 mínútum í 8 og þar með yrði tekjuöflun RÚV minni á auglýsingamarkaði, eða svo fullyrða RÚV-menn sjálfir. Auglýsingagirðingin virkar ekki Fleiri en einn og fleiri en tveir könnuðu nýt- ingu á auglýsingagluggum RÚV aftur í tímann enda gögnin aðgengileg. Í ljós kom að þessi skerðing, þ.e. að færri auglýsingamínútur verða í boði, hefur óveruleg áhrif á tekjur RÚV. Sagt með öðrum orðum, að yfir heilt ár reynir sára- sjaldan á þessi nýju 8 mínútna mörk. Krafan um bætur fyrir tjón sem líklega verður ekki er brella og stjórnmálamenn hafa því miður látið plata sig. Undirritaður fullyrðir að kraftmiklir sölumenn á auglýsingadeild RÚV munu eiga létt með að finna leiðir fram hjá girðingunni þegar þeir rekast á hana, með því að vísa mönn- um í önnur auglýsingahólf sem eru ekki full eða með því að hækka verð. Gott og vel, menn geta haldið fram hvor sinni hliðinni, reynslan ein sker úr um hver hefur rétt fyrir sér. Hið ótrúlega í málinu og líklega án fordæma er þó að ríkið velur að bæta RÚV mögulegt tjón fyrirfram með því að setja inn bætur í fjárlög 2014. Það er að meginstofni til skýringin á hækkun á framlagi til RÚV. Lögin um þrengri tíma til aug- lýsinga á RÚV taka gildi 1. janúar 2014 og um leið byrja bætur vegna mögulegs tjóns að detta í hús frá skattgreiðendum. Flækjustigið eykst enn þegar við horfum til þess að ársreikningur RÚV er ekki á milli áramóta held- ur frá 1. september til 31. ágúst ár hvert. Af þessu leiðir að engin marktæk reynsla verður komin á „tjónið“ í þar næsta ársreikningi og þar með ekki forsendur til annars en að halda áfram að „bæta tjónið“ fyr- irfram í fjárlögum 2015. Mín spá er sú að tjónið verði ekkert og RÚV hafi „platað“ menn í auknar fjárveitingar, ekki í eitt ár heldur að lágmarki tvö. Tjón ekki bætt fyrirfram Arfavitlaust er líklega skásta lýsingin á því sem hér fer fram varðandi RÚV. Ég hvet því stjórnmálamenn til að láta ekki plata sig og vinda ofan af þessum aukafjárveitingum hið snarasta. Hin augljósa leið, ef þetta er hug- myndin, er sú að gefa fyrirheit til RÚV um að mæta tjóni vegna lægri auglýsingatekna sé það sannað og þá gert upp eftirá. Það breytir svo ekki minni skoðun almennt að það hefði verið hægt að ná í 1-1/2 milljarði af RÚV í sparnað með því að sníða félaginu stakk við hæfi og styrkja um leið markmiðið um hallalaus fjárlög. Eftir Friðrik Friðriksson » Arfavitlaust er líklega skásta lýsingin á því sem hér fer fram varðandi RÚV. Ég hvet stjórnmálamenn til að láta ekki plata sig. Friðrik Friðriksson Höfundur er hagfræðingur og framkvæmdastjóri Skjásins ehf. Ekki láta plata ykkur Afmarkaður hópur erlendra kröfuhafa vill samning. Sam- kvæmt fréttastofu Ríkisútvarps- ins eru þeir tilbúnir að borga og hafa sett fram sitt fyrsta boð, svonefnt gylliboð: 100 milljarðar króna í sjóð til mennta- og heil- brigðismála! Vandi hópsins Hér er ekki allt sem sýnist. Hópurinn á kröfur á banka sem féllu haustið 2008. Kröfurnar hljóða upp á greiðslu í krónum. Hópurinn hef- ur hins vegar engan áhuga á krónum eða fjár- festingu á Íslandi. Hann vill beinharðan gjald- eyri og það sem fyrst. Af þessum sökum vill hópurinn gera nauða- samning sem breytir kröfum hans úr krónum í gjaldeyri. Til þess þarf undanþágu frá gjald- eyrishöftum sem fæst ekki og réttilega svo; eitt hlýtur að gilda um alla. Gylliboðin Þá koma gylliboðin til sögunnar: 100 millj- arðar hér og 100 milljarðar þar! Þessi gylliboð eru, eins og önnur slík, ekkert annað. Hópurinn ætlar nefnilega ekki sjálfur að greiða. Slitastjórnir föllnu bankanna eiga að greiða. Þetta getur hins vegar ekki gerst. Slita- stjórnir starfa samkvæmt lögum og hafa engar heimildir til að gefa af fjármunum bankanna. Í þeim efnum skiptir samþykki hópsins, sem tel- ur reyndar ekki alla kröfuhafa, engu máli. Örvænting og tálsýn Tilraunir til nauðasamnings eru því mark- leysa. Réttast væri að hætta þeim strax. Þá hæfust gjaldþrotaskipti sem myndi væntan- lega ljúka með því að hópurinn og aðrir kröfu- hafar fengju laust fé, reyndar í krónum. Tilraunir hópsins til samnings um annað með gylliboðum sýna örvæntinguna. Hópurinn virðist allt vilja vinna til þess að fá ekki lausar krónur í hendur. Hópur- inn vill þannig frekar halda í tál- sýn um nauðasamninga en horf- ast í augu við raunveruleikann. Ríkið geri ekkert Ríkið gerir rétt með því að neita viðræðum við hópinn. Þær gætu aldrei leitt til neins, nema þá helst að ríkið flæktist óviljandi inn í vef tál- sýnar og gylliboða. Þeir sem vilja flýta ferlinu ættu ekki að beina spjótum sínum að ríkinu. Þeim væri nær að beina þeim að slitastjórnum sem leyfa hópi kröfuhafa að eltast við tálsýn í stað þess að óska eftir gjaldþrotaskiptum. Hagstæð niðurstaða Loksins þegar skiptum verður lokið og hópurinn fær lausar krónur í hendur getur Seðlabankinn boðið honum þátttöku í gjald- eyrisútboðum. Miðað við örvæntinguna í hópnum samkvæmt fréttum Ríkisútvarpsins ætti niðurstaðan að verða landsmönnum hag- stæð. Tálsýn um nauðasamning Eftir Reimar Pétursson » Tilraunir afmarkaðs hóps kröfuhafa til samninga byggjast á vef tálsýna og gylli- boða. Ríkið á ekki að flækja sig í þann vef og neita þátttöku. Reimar Pétursson Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.