Morgunblaðið - 05.10.2013, Qupperneq 42
42 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2013
✝ Sveinn Björns-son fæddist á
Húsavík 23. maí
1980. Hann lést af
slysförum í Keldu-
hverfi 28. sept-
ember 2013.
Foreldrar Sveins
eru Ólöf Sveins-
dóttir frá Krossdal,
f. 24.10. 1962, og
Björn Ágúst Sig-
urðsson frá Garði,
f. 4.4. 1955, d. 25.3. 2001. For-
eldrar Ólafar: Sveinn Þór-
arinsson, f. 1938, og Helga
Ólafsdóttir, f. 1944. Foreldrar
Björns Ágústs: Sigurður Jóns-
son, f. 1919, og Jóhanna Ólafs-
dóttir, f. 1927. Fósturfaðir
Sveins frá þriggja ára aldri og
eiginmaður Ólafar: Matthías
Guðmundsson, f. 24.11. 1962.
Foreldrar Matthíasar: Guð-
mundur J. Pálsson, f. 1926, d.
12.2. 2008, og Salbjörg Matt-
híasdóttir, f. 1929. Systkini
Sveins, samfeðra, eru a) Alex-
ander, f. 1989, unnusta hans er
Johanna Flensborg Madsen, og
b) Berglind, f. 1991. Móðir
þeirra er Kristín Björnsdóttir, f.
Landgræðslunni samhliða námi.
Fjölskylda hans fluttist í Keldu-
hverfið árið 1994. Sveinn lauk
grunnskólaprófi frá Lundi í Öx-
arfirði vorið 1996 og fór á vertíð
í Neskaupstað veturinn þar á
eftir. Hann stundaði nám við
Framhaldsskólann á Laugum í
Reykjadal, Iðnskólanum í
Reykjavík og útskrifaðist með
sveinspróf í vélsmíði frá Borg-
arholtsskóla vorið 2004. Árið
2003 hlaut hann Da Vinci-
styrkinn og fór í mánaðarlanga
námsdvöl til Austurríkis í renni-
smíði. Að loknu námi vann hann
ýmis störf, t.d. hjá fiskeldisfyr-
irtækinu Rifósi í Kelduhverfi.
Lengst vann hann þó hjá Vél-
smiðjunni Hamri á starfs-
stöðvum hennar bæði innan-
lands og utan. Á Þórshöfn stýrði
hann uppbyggingu verkstæðis
Hamars á NorðAusturlandi og
var verkstæðisformaður fyr-
irtækisins um þriggja ára skeið.
Vorið 2011 fluttist hann heim í
Árdal í Kelduhverfi og tók við
búi foreldra sinna ásamt sjálf-
stæðri vélsmíðavinnu. Snemma
á þessu ári hóf hann einnig störf
á Vélaverkstæðinu Röndinni á
Kópaskeri.
Útför Sveins fer fram frá
Garðskirkju í dag, 5. október
2013, og hefst athöfnin kl. 14.
1961. Systkini
Sveins, sammæðra:
a) Guðný, f. 1982,
faðir hennar: Jón
Pétur Sveinsson, f.
1953. Unnusti Guð-
nýjar er Reynir Ari
Guðráðsson, b) Sal-
björg Matthías-
dóttir, f. 1989, unn-
usti hennar er
Jónas Þór Við-
arsson og c) Björg-
vin Matthíasson, f. 1992, unn-
usta hans er Kristín Birna
Stefánsdóttir. Fósturbróðir:
Arnar Þór Arnarsson, f. 1983,
sonur Kristínar Björnsdóttur,
unnusta hans er Kristín Heba
Gunnarsdóttir.
Börn Sveins eru tvö: a) Einar
Ágúst, f. 26.12. 2008, móðir:
Rakel Svava Einarsdóttir, f.
21.3. 1975, og b) stúlka, f. 6.
september 2013, móðir: Inga
Fanney Sigurðardóttir, f. 28.9.
1982.
Sveinn ólst upp í faðmi fjöl-
skyldu sinnar við hefðbundin
landbúnaðarstörf jafnt á Suður-
landi sem Norðurlandi og stund-
aði sumarstörf hjá afa sínum í
Elsku Sveinn bróðir. Ég trúi
ekki að þú sért farinn frá okkur.
Þótt ég sé heppin að hafa átt
rúm 30 ár með þér vildi ég fá svo
miklu miklu meira. Ekki veit ég
hvar ég á að byrja þegar ég hugsa
um allar góðu minningarnar okk-
ar saman. Þegar við voru pínulítil
að labba kindagötuna uppi í fjalli í
Fljótshlíðinni á móti krökkunum
á Neðri-Þverá. Þegar við vorum í
pabbaleik en ekki mömmó, því
þér fannst það verða að heita það.
Það átti heldur betur við þig í
framtíðinni, þegar þú varst sjálf-
ur pabbi og stóðst þig svo vel. Þú
elskaðir að vera pabbi og kenna
Einari um lífið og tilveruna.
Þú vildir alltaf leiða mig þegar
við löbbuðum í skólann í Skúla-
garði, þótt strákarnir mættu
kannski ekki sjá það. Þú varst
alltaf af passa mig, sem litla
stelpu, ungling og fullorðna konu.
Sérstaklega þegar það kom að
strákum, enginn fannst þér nógu
góður fyrir mig.
Einn af uppáhaldstímanum
mínum var líka þegar við bjugg-
um saman í kjallaranum í Lerki-
hlíðinni. Okkur fannst svo gaman
að halda heimili saman, skiptumst
á að elda, sjá um þvott og að þrífa,
sambúðin gekk svo „smurt“. Við
elskuðum að fá fólk í heimsókn og
spila saman. Síðan vorum við dug-
leg að kíkja út á lífið saman og
skemmtum okkur alltaf konung-
lega.
Afskaplega fannst mér erfitt að
vera svona langt frá þér síðustu
sex árin þegar ég bjó í Bandaríkj-
unum og fá bara að sjá þig einu
sinni á ári. Við vorum búin að
plana tíma saman núna í október,
því þá yrði ég í vetrarfríi í
vinnunni. Þá ætluðum við að eiga
tíma saman og vinna upp tapaða
daga. En núna er þetta svo erfitt,
ég er búin að vera á landinu í rúm-
an mánuð, en var samt ekki búin
að sjá þig og knúsa þig. Þetta
kennir manni að vera ekki að bíða
með hlutina, ég hefði átt að bruna
norður strax og ég kom.
Elsku bróðir, ég trúi ekki enn
að þú sért farinn, held ég nái því
aldrei.
Manstu þegar við fórum alltaf
með allar fjórar bænirnar og góða
nótt-rununa okkar í kojunum?
Mamma og pabbi sögðu: það má
ekki tala saman eftir bænirnar,
við þurftum alltaf að fara með
bænirnar 4-5 sinnum á hverju
kvöldi, því alltaf fórum við að
tala … eða ég fór alltaf að tala. Þú
varst alltaf jafn samviskusamur:
„Jæja, Guðný mín, þú talaðir, nú
þurfum við að segja þetta allt aft-
ur.“ Eins og við enduðum alltaf
fyrir svefninn: Góða nótt, dreymi
þig vel, sofðu rótt í alla nótt og
góða nótt.
Þín litla systir,
Guðný.
Það er skrýtið að kveðja nú
góðan vin og bróður sem átti lífið
framundan. Fyrir tæpum fjórum
árum bauð Sveinn okkur að koma
í heimsókn í Árdal og okkur sem
búum á mölinni þótti þetta frá-
bært tækifæri, að komast í sveit-
ina og þögnina í Kelduhverfi. Það
var einstaklega skemmtilegt að
heimsækja Svein í Árdal, hann
var mjög fróður um umhverfi sitt
og fræddi okkur um landbúnað,
náttúruna, refaveiðar og sam-
félagið í Kelduhverfi sem var hon-
um svo kært.
Sveinn var mörgum kostum
búinn, hann hafði frjóa hugsun og
var þeim hæfileikum gæddur að
geta framkvæmt hugmyndir sín-
ar enda góður handverksmaður.
Hann var vinur vina sinna, dug-
legur, skemmtilegur og hafði
góða nærveru. Sveinn var einfald-
lega góður maður.
Sveinn átti marga að, hann átti
stóra fjölskyldu, marga vini og
tvö börn sem hann elskaði svo
heitt. Harmur margra er mikill og
ljóst að andlát Sveins skilur eftir
sig stórt skarð í hjörtum svo
margra.
Við sendum börnum Sveins og
öllum þeim sem nú eiga um sárt
að binda vegna skyndilegs fráfalls
hans okkar dýpstu samúðar-
kveðjur og vonum að minning
hans lifi um ókomna tíð.
Arnar Þór Arnarsson og
Kristín Heba Gísladóttir.
Þegar pabbi hringdi í mig kl.
hálfníu á laugardagsmorgni
heyrði ég strax að það var eitt-
hvað mikið að. Aldrei hvarflaði þó
að mér að fréttin væri að Sveinn
Björnsson væri dáinn. Hve
ósanngjarnt getur það verið? Ég
mun aldrei skilja hvernig brott-
farardagur okkar er valinn en tek
undir orðin að þeir deyi ungir sem
guðirnir elska. Það bara hlýtur að
vera þannig. Elsku hans er ekki
erfitt að skilja þegar kemur að
Sveini, hann var einfaldlega þann-
ig að ekki var annað hægt en að
þykja vænt um hann. Alltaf bros-
andi, jákvæður og hjálpsamur,
jafnvel þó að margt virtist vinna
gegn honum. Sveinn var svo sann-
arlega gull af manni og alveg ein-
stakur húmoristi. Sá eiginleiki
kom strax í ljós hjá honum sem
barni því uppátæki hans voru með
ólíkindum ég gleymi aldrei þegar
hann ca. fimm ára límdi uppá-
haldslímmiðana sína á fyrsta bíl-
inn sem ég eignaðist, mér til ama
en þó nokkurrar kátínu sitja þess-
ir miðar enn á bílnum þrátt fyrir
að hann sé kominn á haugana fyr-
ir löngu. Auðvitað var þetta vel
meint hjá barninu, þetta voru jú
límmiðar með Batman. Það var
óhemjugaman að spjalla við hann
um lífið og tilveruna hvort heldur
sem var í síma, á netinu eða í eigin
persónu og hann hafði skoðun á
öllu og vildi allt bæta. Hann hafði
alltaf nóg fyrir stafni og var í
orðsins fyllstu merkingu „með
mörg járn í eldinum“. Hann var
mikill fjölskyldumaður og var
óendanlega stoltur af Einari og
litlu dótturinni sem hann var
nýbúinn að eignast og nú er það
hlutverk okkar sem eftir lifum að
halda minningu hans á lofti og
leyfa börnunum hans að kynnast
honum í gegnum það sem við
kennum þeim. Alls staðar sem
Sveinn kom átti hann auðvelt með
að eignast vini og hélst á þeim all-
ar götur og þrátt fyrir að þessi
jarðvist hans teldi aðeins 33 ár fór
hann víða. Alltaf leitaði hann þó
aftur til rótanna og hvergi vildi
hann vera annars staðar en í
Kelduhverfinu. Hann elskaði úti-
veru sama í hvaða formi hún var,
bústörfin, hestastússið og enda-
lausar veiðar af öllum gerðum og
ég vil taka undir orð vinar hans
sem óskaði þess að „hvar sem
hann væri núna þá væru vonandi
öll tún svört af gæs, tófur um allt,
kjarrið iðandi af rjúpu og allt löðr-
andi í kindum“.
Brot úr kvæðinu „Næturferð á
gamla Rauð“:
Fjallakyrrðin alúð elur
andvörp fjöldans þögnin telur.
Mig og hest í faðmi felur
friðsæl nóttin hljóð og djúp.
Fölvir svipir fyrri tíða
fram úr myrkrum tímans líða
hlýt ég lífsins lögum hlýða,
lundin verður mild og gljúp.
Glatt er þeim sem góðhest ríður,
glasið tæmist, nóttin líður,
niður brekkur tifar tíður
tryggi gamli hesturinn.
Sveitin fagnar ferðalöngum
föl á svip með bleikum vöngum.
Okkur báða traustum töngum
tók hún snemma Rauður minn.
Hér ert þú í heiminn borinn,
hérna lékstu þér á vorin,
okkar beggja æskusporin
eru hér í hverri laut.
Við höfum báðir ævi alla
alið milli sömu fjalla.
Nú fer sumri og sól að halla
senn á enda gleði og þraut.
(Þórarinn Sveinsson (Vopni.)
Innilegar samúðarkveðjur til
allra sem eiga nú um sárt að
binda.
Kveðja
Ingveldur og fjölskylda.
Elsku frændi. Mér finnst lífið
sannarlega óréttlátt núna. Ég hef
satt að segja ekki samþykkt
ennþá að þú sért farinn. Á sunnu-
daginn ætlaði ég einfaldlega að
hringja í þig og segja þér að hætta
þessari vitleysu.
Síðustu dagar hafa einkennst
af leiða og reiði. Mér finnst erfitt
að kyngja því að þú sért farinn
svona snemma úr partíinu og ég
fái ekkert að hitta þig aftur í svo
óskaplega langan tíma.
Ég hef verið að rifja upp minn-
ingar af þér og tímunum sem við
eyddum saman. Það sem er svo
magnað við það er að ég á enga
neikvæða minningu um þig. Ég
reyndi! Jafnvel þótt við ynnum
saman, gengjum fleiri kílómetra
saman hlið við hlið einhvers stað-
ar í óbyggðum og negldum girð-
ingar í marga klukkutíma, þá var
alltaf gaman og alltaf eitthvað að
ræða. Þegar umræðuefnið var bú-
ið þá sungum við jafnvel. Þú hafð-
ir svo þægilega nærveru sem von-
andi einhver fær að njóta núna.
Mínar allra uppáhalds minningar
(sem eru í raun óteljandi) eru frá
vetrunum þegar við vorum tvö
eftir í sveitinni og fórum gjarna í
„road trip“ á Saabinum. Í honum
voru engar græjur svo við tókum
bara segulbandstækið mitt, sett-
um í það rafhlöður og höfðum á
milli sætanna. Eins hvað þú
þreyttist aldrei á að segja nýju
fólki söguna af því þegar þér tókst
að skrökva að mér að það væri
pitsuskáli uppi á Þeistareykjum
og vildir ekki lána mér pening fyr-
ir pitsu, sem og þau skipti sem þú
stóðst á planinu heima hjá þér og
kallaðir og kallaðir á mig í anda
Herberts Guðmundssonar „Svar-
aðu – Kallinu – Frá mééééééér!“
og ég stóð á planinu heima hjá
mér og heill rútufarmur af útlend-
ingum glápti á þennan athyglis-
verða samskiptamáta. Ég svaraði
þér auðvitað.
Þinn sterkasti eiginleiki var já-
kvæðni og óbilandi bjartsýni.
Einu sinni var ég að barma mér
yfir verkefni sem ég hafði tekið
mér fyrir hendur og fannst mér
ofviða og sagði þér af því. Þú mátt
vita að svarið sem þú gafst mér þá
hefur verið mitt lífsmottó æ síðan.
Þú varst minn ráðgjafi og trún-
aðarvinur, sást til að mér leiddist
aldrei og kenndir mér að krefj-
andi aðstæður væru tækifæri til
að sanna sig.
Ég fann þig uppi í skemmu
sunnan við veg í sumar. Þú heyrð-
ir ekki í mér þegar ég kom inn og
það fyrsta sem ég sagði var „Djöf-
ull er heitt hérna!“ og þú mættir
mér með hlátri. Þannig mun ég
alltaf minnast þín.
Kæri vinur, takk fyrir að
hringja bara til að heyra í mér.
Takk fyrir að gefa þér tíma til að
hittast þó að mikið væri að gerast.
Takk fyrir að hafa aldrei ávítt mig
þegar ég klúðraði heldur gefið
mér ráð í staðinn.
Ég rölti svo með þér síðustu
metrana í dag.
Ríkey.
Það var mikið reiðarslag laug-
ardagsmorguninn fyrir viku er
fréttir bárust af því að Sveinn
frændi Björnsson í Árdal hefði
látist þá um morguninn í bílslysi.
Það var nóg framundan hjá Sveini
þennan dag enda göngur í Keldu-
hverfi. Og það voru bjartir tímar
framundan. Sveinn eignaðist
dóttur fyrir fáum vikum, fé kom
vel undan fjalli, hann var ánægð-
ur í vinnunni á Kópaskeri. En
skyndilega var hann á brott kall-
aður og í dag fylgjum við til grafar
frænda kærum.
Sveinn Björnsson var góður
drengur og ættarsómi. Hann átti
tvö börn, nýfædda stúlku og fjög-
urra ára dreng sem hann naut að
hafa hjá sér og var afar stoltur af.
Sveinn var traustur og raungóður
vinur enda ávann hann sér vina-
hylli sem meðal annars sést á
fjölda fallegra tregafullra kveðja
á fésbókarsíðu hans.
Sveinn var gamansamur. Ég
minnist þess að strax þegar hann
var lítill drengur færðist glettn-
isvipur yfir andlit hans á góðri
stundu, svipur sem brá fyrir alla
ævi hans.
Sveinn var fróður, skemmtileg-
ur og viðræðugóður, aldrei kom
maður að tómum kofunum hjá
honum. Ljóslifandi er minningin
frá okkar síðasta fundi á hlaðinu í
Árdal. Ég kom við til að kveðja
hann eftir stutta heimsókn í
Hverfið. Við spjölluðum og áður
en við vissum af var liðinn hálf-
tími. Hundur hans orðinn leiður á
að fá ekki athygli og drengirnir
mínir orðnir óþolinmóðir að kom-
ast af stað enda sáu þeir að við
myndum ekki ljúka spjalli okkar
sjálfviljugir. Ræddum við allt
milli himins og jarðar, veiðar,
Keldhverfunga, pólitíkina, bú-
skap og margt fleira. Mér fannst
hann minna mig á afa sinn og
nafna Þórarinsson í Krossdal sem
í dag syrgir elsta barnabarnið
sitt. Líkt afa sínum var Sveinn vel
að sér, fór ekki í grafgötur með
skoðanir sínar og hafði gaman að
því að skiptast á skoðunum. Og
líkt afa sínum var hann vel máli
farinn og áhugamálin spönnuðu
vítt. Náttúran, fólkið, samfélagið,
dýralíf, veður, gróður og svo
mætti lengi telja.
Sveinn var mikill dugnaðar-
forkur svo eftir var tekið. Oft
ræddum við ættingjar hans fyrir
sunnan hvernig honum tækist að
finna tíma fyrir allt sem hann
sinnti. Hann var bóndi í Árdal
með vel á annað hundrað fjár,
geitur, hesta, hænur og vann auk
þess á verkstæði á Kópaskeri.
Um tíma rak hann líka ferðaþjón-
ustu. Hann var jafnframt rómuð
og iðin refaskytta og eyddi
ómældum tíma í að reyna að
halda niðri refastofninum í Keldu-
hverfi og þar um kring. En það
var við ramman reip að draga.
Ekki síst vegna þess að þær eiga
gott skjól í þjóðgarðinum í Jök-
ulsárgljúfrum eins og hann
þreyttist ekki á að benda á í
bloggi sínu. Og já, hann hélt lengi
vel úti bloggsíðu þar sem hann
sagði ekki einungis frá veiðum
sínum heldur miðlaði geysimikl-
um fróðleik um refi og lifnaðar-
hætti þeirra svo að menn gætu
lært meira um þetta elsta spen-
dýr Íslands og þann skaða sem
það getur valdið sé stofninum
ekki haldið í skefjum. Hann var
einnig virkur í að reyna að hafa
áhrif á stjórnvöld landsins og
reyna að fá þau til að beina frekari
miðlum í baráttuna við refinn.
Raunar koma margir af kostum
Sveins fram á bloggi hans. Eljan,
iðnin, baráttugleðin, húmorinn,
greindin og góð tök hans á ís-
lenskri tungu.
Sveinn var mikill Keldhverf-
ungur eins og títt er um fólk sem
þangað á ættir að rekja og hefur
alist þar upp, þó að ekki sé nema
að hluta. Fegurð Kelduhverfis
höfðaði til hans og undi hann sér
við veiðar suður í heiði og útreið-
artúra með ánni.
Hoggið er stórt skarð í frænd-
garðinn. Kelduhverfi hefur misst
einn af sínum bráðduglegu sonum
og verður þar nú fátæklegra þeg-
ar maður vitjar þess.
Ættingjar og vinir Sveins eru
harmi slegnir. Í dag safnast þeir í
Garðskirkju til að kveðja frænda.
En við munum ekki aðeins syrgja
góðan dreng. Við munum minnast
harðduglegs og trausts vinar og
þakka árin sem við fengum með
honum og ávextina sem hann lét
eftir sig.
Börnum Sveins, foreldrum,
systkinum, ömmum, öfum og öðr-
um nánum vinum og ættingjum
vottar fjölskylda mín sína dýpstu
samúð.
Þórður Þórarinsson
Við fæddumst með 40 daga
millibili, börn bræðra. Við ólumst
ekki upp við mikinn samgang,
enda bjuggum við bróðurpart
æskunnar á sitthvoru landshorn-
inu. Stundirnar sem við áttum
saman voru þó alltaf gæðastundir
og aldrei feimni eða hik, heldur
gleðin ein sem réð ríkjum. Við
gátum spjallað um allt og ekkert
tímunum saman, og þegar um-
ræðuefni þraut, var þögnin ekki
óþægileg.
Mér er minnisstæð vikan sem
við vorum saman hjá ömmu og afa
í Garði, deildum herbergi uppi á
lofti og spjölluðum langt fram eft-
ir, kvöld eftir kvöld. Og hvað ég
saknaði hans þegar hann fór aft-
ur.
Eftir strokutilraunina frægu
heimsótti ég hann líka á sjúkra-
húsið daglega og við bara sátum
saman, stundum svaf hann,
stundum spjölluðum við. Nærver-
an hans var stór og kærleiksrík.
Við hittumst oftar á unglings-
árunum, enda styttri vegalengdin
á milli okkar þá. Áhugamálin voru
ekki þau sömu, en við áttum sam-
leið engu að síður.
Eitt kvöldið var hringt og svo
komu tveir vinir, Sveinn og Að-
alsteinn, og sóttu mig til að rúnta
fyrir sig. Það kvöld er mér helst
minnisstætt fyrir gleði og mikinn
hlátur.
Þegar pabbi hans dó sagði ég
við Svein að hann væri miklu
frekar bróðir minn en frændi.
Þannig var það bara. Bróðir sem
ólst upp hjá annarri fjölskyldu.
Síðustu 5 árin spjölluðum við
nokkrum sinnum símleiðis. Það
voru sjaldan stutt símtöl, um allt
og ekkert, lífið, dauðann, sveitina,
búskap, refaveiðar, peninga og
börnin okkar. Síðasta símtalið
okkar á milli var í apríl, stuttu eft-
ir afmælið mitt. Endann á því
samtali mun ég verða ævinlega
þakklát fyrir og geyma í hjartanu
um aldur og ævi.
Fáir á okkar aldri bera jafn
gott skynbragð á náttúruna, dýr
og menn, og Sveinn. Hann var
mikil refaskytta og vann lengi við
landgræðslu. Bústörfin gengu
Sveinn Björnsson
Davíð
úrfararstjóri
Jóhanna
guðfræðingur
útfararþjónusta
Óli Pétur
úrfararstjóri
Sími 551 3485,
svarað allan
sólarhringinn.
Vefsíða www.udo.is