Morgunblaðið - 05.10.2013, Page 44
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2013
✝ Þórunn Sigurð-ardóttir fæddist
í Reykjavík 12.
ágúst 1949. Hún lést
á Heilbrigð-
isstofnun Suður-
lands Selfossi 29.
september 2013.
Foreldrar henn-
ar eru Sigurður Ár-
sæll Bjarnason, fv.
bóndi á Hlemmi-
skeiði á Skeiðum, f.
1.1. 1916, og Guðlaug Björns-
dóttir, húsfreyja, f. 2.3. 1921, d.
24.6. 1989. Bræður Þórunnar
eru: Bjarni, f. 7.2. 1951, Björn, f.
25.10. 1952, Ingvi, f. 30.5. 1954
og Þráinn, f. 30.12. 1956.
Hinn 6.12. 1975 giftist Þórunn
eftirlifandi eiginmanni sínum,
Jóhanni Stefánssyni, vélfræð-
ingi, f. 30.8. 1946. Foreldrar hans
voru Stefán Guðmundsson, bóndi
í Túni í Hraungerðishreppi, f.
14.6. 1919, d. 28.3. 2013, og Jór-
unn Jóhannsdóttir, húsfreyja, f.
1.12. 1920, d. 13.11. 2000. Börn
þeirra eru: 1) Stefán, lyfjafræð-
Eyrún Ösp, nemi, f. 15.10. 1994
og c) Aron Freyr, nemi, f. 18.5.
1998.
Þórunn ólst upp á Hlemmi-
skeiði á Skeiðum og gekk í
barnaskólann í Brautarholti.
Hún gekk í Kvennaskólann í
Reykjavík á árunum 1963 til
1967 og fór veturinn 1967 til
1968 til Svíþjóðar í Lýðháskóla í
Stokkhólmi. Síðar stundaði hún
nám við Fjölbrautaskóla Suður-
lands á Selfossi og útskrifaðist
sem stúdent 1998. Auk þess sótti
hún ýmis námskeið svo sem í
matargerð, hannyrðum, tungu-
málum og fleiru. Þórunn tók þátt
í ýmsum félagsstörfum um æv-
ina, til dæmis söng hún með
Árneskórnum og síðar Samkór
Selfoss og frá árinu 2005 hefur
hún verið félagi í Oddfellow-
reglunni, st. Þóru á Selfossi. Þeg-
ar Þórunn og Jóhann hófu sam-
búð 1973 bjuggu þau í Reykjavík
þar til þau fluttu í Sigöldu 1977,
síðan í Búrfell 1980 og bjuggu
þar til 1989 er þau fluttu á Sel-
foss þar sem þau hafa búið síðan.
Þórunn stundaði ýmis störf á ævi
sinni en lengst af starfaði hún við
mötuneyti Landsvirkjunar í Búr-
felli eða í ríflega 30 ár.
Útför Þórunnar fer fram frá
Selfosskirkju í dag, 5. október
2013, og hefst athöfnin kl. 13.30.
ingur, f. 29.4. 1973,
maki Tinna Rán
Ægisdóttir, lyfja-
fræðingur, f. 20.11.
1980. Börn þeirra
eru a) Hákon Ingi, f.
20.1. 2008 og b) Jór-
unn Móna, f. 31.8.
2012. 2) Guðlaug
Erla, leikskólakenn-
ari, f. 24.5. 1976,
gift Emil Orra Mic-
helsen, málara, f.
26.4. 1973. Synir þeirra eru: a)
Jóhann Frank, f. 11.1. 2004, b)
Daníel Þór, f. 1.11. 2007 og c)
Baldur Orri, f. 6.5. 2013. Fyrir
átti Þórunn soninn Sigurð Óla
Bragason, vélfræðing, f. 18.9.
1970, giftur Unni Guðrúnu Unn-
arsdóttur, matráði, f. 7.9. 1968.
Dóttir þeirra er Þórunn Björk, f.
28.10. 2004. Fyrri kona Sigurðar
er Ingibjörg Guðmundsdóttir, f.
27.2. 1974, þau skildu. Börn
þeirra eru: a) Eva Ýr, af-
greiðslustúlka, f. 13.6. 1991, sam-
býlismaður Hörður Örn Kára-
son, smiður, f. 26.9. 1989, b)
Það er með ólýsanlegum trega
og eftirsjá sem ég kveð elsku
bestu móður mína. Hún var ekki
einungis besta mamma sem
hægt var að hugsa sér heldur
líka svo ómetanlega traustur og
góður vinur. Það skarð sem hún
skilur eftir verður aldrei fyllt.
Mamma var einstaklega lífs-
glöð og hjartgóð kona og annarri
eins baráttukonu hef ég sjaldan
kynnst, hvað ég dáðist að henni í
sínum veikindum, hún var svo
dugleg, reyndi alltaf að halda
sínu striki sama hversu veik hún
var. Hún barðist áfram og ætlaði
sér aldrei að gefast upp fyrir
þessum illvíga sjúkdómi.
Hún var mín stoð og stytta í
lífinu og stóð mér ávallt við hlið
sem klettur, sama hvað á dundi,
hún var til staðar. Svona var
mamma alltaf til staðar. Alltaf
hafði hún aðra en sig í forgangi.
Móðir mín lifði fyrir fjölskyld-
una sína, fjölskyldan var henni
allt. Hún var einstök móðir og
yndisleg amma. Ég er svo þakk-
lát fyrir öll árin sem ég fékk að
eyða með henni mömmu minni
þó ég hefði viljað hafa þau svo
miklu fleiri. Það eru ófáar ómet-
anlegar minningar sem ég á um
hana, öll ferðalögin bæði innan-
lands sem og utanlands, allar
góðu stundirnar í Búrfelli, allar
góðu stundirnar í Suðurenginu
og öll símtölin sem við áttum,
hringdum á hverjum degi, stund-
um oftar en einu sinni á dag,
bara til að heyra hvor í annarri,
það var algjörlega ómetanlegt.
Við mamma áttum sameigin-
legt áhugamál og það voru upp-
skriftir og góður matur og á ég
ófáar minningar um uppskrifta-
samræður okkar og að elda góð-
an mat saman. Mamma var ein-
staklega góður kokkur og töfraði
fram dýrindis mat af mikilli
natni. Betri flatkökur og kransa-
köku var ekki hægt að fá en hún
gerði og varð ég þeirrar gæfu
aðnjótandi að læra að gera þessa
hluti áður en hún kvaddi þennan
heim.
Hún var afar flink í höndun-
um, prjónaði, saumaði og heklaði
og allt var gert af mikilli vand-
virkni. Engin flík var fullkláruð
nema hún væri 100% ánægð með
hana. Hún bæði prjónaði og
saumaði á okkur börnin þegar
við vorum lítil og einnig á barna-
börnin nú í seinni tíð.
Móðir mín var yndisleg kona
sem verður sárt saknað. Hún var
heittelskuð og dáð af eiginmanni,
börnum, tengdabörnum og
barnabörnum og mun minning
um einstaka konu lifa.
Þín dóttir,
Guðlaug.
Jæja, elsku tengdamamma, þá
er þínu ferðalagi lokið á þessari
jörðu og annað ferðalag tekið
við. Það er sárt að þurfa að
kveðja þig nú og þú aðeins rétt
orðin sextíu og fjögurra ára. Eft-
ir hetjulega baráttu þína við
þennan illvíga sjúkdóm síðastlið-
in þrjú ár varðstu að láta undan.
Ég man fyrir þremur árum
þegar þú tilkynntir okkur börn-
unum þínum þetta. Þú tókst
þessu af æðruleysi og yfirvegun;
þetta væri nú bara enn eitt verk-
efnið sem þyrfti að yfirstíga, en
því miður varðst þú að lúta í
lægra haldi.
Margar góðar minningar rifj-
ast upp þegar maður lítur til
baka yfir þau 15 ár sem ég hef
verið tengdasonur þinn. Það sem
einkenndi þig og minnir mig á
Guðríði móðurömmu mína voru
fjölskyldugildin. Þú vildir alltaf
vita af fólkinu þínu og hafa okk-
ur nálægt þér. Hringdir á hverj-
um degi til að fá fréttir og ræða
mataruppskriftir við Guðlaugu.
Oft var hringt á fimmtudags-
kvöldi til að athuga stöðu helg-
arinnar, hvort við ætluðum að
koma í helgargistingu á Selfoss
eða skipulagning á útilegu, sem
var eitt af þínum áhugamálum.
Farið var í ansi margar
skemmtilegar reisur þar sem
tengdapabbi sá um akstur og þú,
með ferðahandbók í hendi,
fræddist um staðhætti og miðl-
aðir upplýsingum til okkar
hinna. Eins eru utanlandsferð-
irnar ógleymanlegar.
Oft var setið í Suðurengi í
dekri þar sem þú töfraðir fram
veislurétti þína, sem voru þín
sérgrein, og óhætt að segja að
maður grenntist ekki eftir heim-
sóknir til ykkar í Suðurengið.
Oft var setið á spjalli inni í eld-
húsi og drukkið kaffi og gleymi
ég seint þeim orðum, þegar þú
greinilega sást að samband okk-
ar Guðlaugar myndi þróast í eitt-
hvað enn alvarlegra, að hjóna-
band og barneignir væri vinna
og aftur vinna sem þyrfti að
rækta og einnig þyrfti að muna
eftir að bera virðingu hvort fyrir
öðru. Þessi orð lýsa þinni lífs-
speki svo vel.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þinn tengdasonur,
Emil Orri Michelsen.
Nú er komið að leiðarlokum
elskulegrar tengdamóður minn-
ar, Þórunnar Sigurðardóttur,
eftir hetjulega baráttu við illvíg-
an sjúkdóm. Þórunn ólst upp á
Hlemmiskeiði á Skeiðum en bjó
stærstan hluta ævi sinnar sam-
tímis á Selfossi og í Búrfelli en
hún starfaði í yfir 30 ár fyrir
Landsvirkjun í Búrfelli.
Á þessari stundu streyma
fram góðar minningar og hug-
urinn leitar strax í eldhúsið í
Suðurenginu á Selfossi þar sem
ég fékk að njóta margra góðra
stunda með Þórunni. Þórunn var
húsmóðir í allra hæsta gæða-
flokki og fór létt með að töfra
fram dýrindis kræsingar hvort
sem um var að ræða mat eða
kökur og hafði unun af. Hún var
þekkt fyrir sérstaklega góðar
flatkökur, sultur og kransakökur
svo eitthvað sé nefnt. Einnig var
Þórunn listakona og voru henni
allir vegir færir í hannyrðum
sama hvort um var að ræða
prjónaskap, hekl, útsaum eða við
saumavélina. Við sem eftir
stöndum njótum áfram fallegs
handverks hennar. Þórunn var
örlát og dugleg að miðla þekk-
ingu sinni, ég var svo heppin að
njóta handleiðslu hennar þegar
ég lærði að prjóna og bý að því
alla ævi. Þórunn var félagslynd
og naut þess að vera með vinum
og fjölskyldu, ætíð vel tilhöfð og
með varalit.
Ásamt manni sínum, Jóhanni,
hafði Þórunn gaman af því að
ferðast hvort sem var innanlands
eða utan landsteinanna, en þau
hjónin voru mjög samrýmd og
áttu vel saman. Þórunn og Jó-
hann ferðuðust gjarnan með
börnum sínum og fjölskyldum
þeirra og minningar um
skemmtilegar og eftirminnilegar
útilegur, sumarbústaðaferðir og
ferðir til útlanda ylja um hjarta-
rætur nú þegar komið er að
kveðjustund.
Þórunn var hjátrúarfull og var
það því í hennar anda að kveðja
þennan heim á sunnudegi til
sælu, umvafin fjölskyldunni, fal-
legan og kyrrlátan morgun.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þín tengdadóttir,
Tinna.
Nú hefur yndislega, hjartgóða
og fallega amma okkar kvatt
þetta líf, eftir langa og mikla
baráttu við veikindi. Amma var
og verður alltaf okkar fyrirmynd
og hetja. Það er svo margt sem
við höfum lært af henni og þykir
okkur vænt um allar þær minn-
ingar sem við eigum um hana
ömmu okkar sem eru svo ómet-
anlegar og margar.
Amma hafði alltaf vellíðan og
hag annarra í forgangi. Hún var
mikil handavinnukona, það var
alltaf jafn gaman að koma til
hennar og hún sýndi manni alla
sína handavinnu sem hún hafði
verið að dunda sér við. Það var
alltaf jafn skemmtilegt að sjá og
fá handverk frá henni og mun
það fylgja okkur það sem eftir
er.
Að koma til ömmu og afa í
Búrfell var eitt það skemmtileg-
asta sem við gerðum sem krakk-
ar, út að leika, fá að vera með
ömmu í mötuneytinu það var svo
mikil skemmtun. Að vera með
ömmu og afa hefur alltaf látið
manni líða vel. Og það síðasta
sem við viljum missa er að hafa
bæði ömmu og afa sem okkar
hægri hönd, þau hafa alltaf stað-
ið við bakið á okkur, hvatt okkur
áfram og sýnt okkur tilgang lífs-
ins.
Elsku amma, þú hefur alltaf
verið ein mikilvægasta mann-
eskjan í okkar lífi. Þú ert hetjan
okkar, stoð okkar og stytta. Þú
munt alltaf eiga stóran stað í
hjarta okkar og munum við
sakna þín svo sárt en við vitum
að þú munt alltaf fylgja okkur.
Það að þú hefur nú kvatt þetta líf
mun skilja eftir stórt skarð í fjöl-
skyldunni. Það eru forréttindi að
fá að kynnast þér og að alast upp
með svona yndislegri manneskju
eins og þér, elsku amma okkar.
Þessi fjölskylda sem þið afi hafið
stofnað er frábær og megið þið
vera stolt af öllu sem þið hafið
gert. Við munum öll hugsa vel
hvert um annað og styðja hvert
annað á þessum erfiða tíma.
Þú ert okkur allt, við elskum
þig, elsku amma.
Fósturlandsins Freyja,
fagra vanadís,
móðir, kona, meyja,
meðtak lof og prís.
Blessað sé þitt blíða
bros og gullið tár.
Þú ert lands og lýða
ljós í þúsund ár.
(Matt. Joch.)
Ástarkveðjur og söknuður.
Eva Ýr, Eyrún Ösp
og Aron Freyr.
Í dag kveð ég ástkæra systur
Þórunni Sigurðardóttur sem
kvaddi okkur alltof snemma og
er erfitt að átta sig á að hún sé
ekki lengur með okkur. Þrátt
fyrir að hún hafi barist við ill-
vígan sjúkdóm um nokkurn tíma
þá vorum við svo sannarlega
ekki undir það búin að hún yrði
tekin frá okkur svona fljótt. Mig
langar að þakka fyrir allt sem
systir mín hefur gert fyrir mig í
gegnum tíðina. Hún var stóra
Þórunn
Sigurðardóttir
VirðingReynsla & Þjónusta
Allan sólarhringinn
www.kvedja.is
571 8222
82o 3939 svafar
82o 3938 hermann
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir og afi,
ÓLAFUR SIEMSEN
lyfjafræðingur,
Svöluhrauni 12,
Hafnarfirði,
lést á heimili sínu aðfaranótt laugardagsins
28. september.
Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn
8. október kl. 15.00.
Auður Snorradóttir,
Guðmundur Siemsen, Hrund Ottósdóttir,
Snorri Siemsen, Jón Kjartan Ágústsson,
Rósa Siemsen, Jóhann David Barðason,
Anna Sigríður Siemsen
og barnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar,
MAGNÚS PÉTURSSON,
Lækjargötu 32,
Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum í Fossvogi að kvöldi
miðvikudagsins 2. október.
Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni
mánudaginn 14. október kl. 13.00.
Valdís Björgvinsdóttir,
Heba og Linda Björk Magnúsdætur.
✝
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar og
tengdafaðir,
MAGNÚS KRISTINN GUÐMUNDSSON
bóndi,
Gríshóli,
Helgafellssveit,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Akranesi aðfaranótt miðvikudagsins 2. október.
Guðrún Reynisdóttir,
Þórhalla Magnúsdóttir, Eggert Eggertsson,
Hafdís Magnúsdóttir, Bragi Ingimarsson,
Erna Magnúsdóttir, Ásgeir Bragason,
Guðlaugur Magnússon, Hrafnheiður Baldursdóttir,
Guðmundur Karl Magnússon.
✝
Bróðir okkar, mágur og frændi,
JÓN SIGURÐSSON
frá Eyvindarhólum,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 1. október.
Útförin fer fram frá Eyvindarhólakirkju laugar-
daginn 12. október kl. 14.00.
Vilborg Sigurðardóttir, Guðjón Jósepsson,
Þóra Sigurðardóttir, Reynir H. Sæmundsson,
Magnea Gunnarsdóttir,
systkinabörn og fjölskyldur.
✝
Ástkær eiginmaður minn, elskulegur faðir
okkar, tengdafaðir og afi,
SVEINN HALLDÓRSSON,
Norðurbakka 17b,
Hafnarfirði,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans
laugardaginn 28. september.
Útför hans fer fram frá Víðistaðakirkju mánudaginn 7. október
kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands.
Inga Anna Lísa Bryde,
Henrik Eyþór Thorarensen, Hildur Hafsteinsdóttir,
Thelma Ögn Sveinsdóttir, Andrés Birkir Sighvatsson,
Ólöf Karen Sveinsdóttir, Bjarki Már Gunnarsson
og barnabörn.
✝
Elskulegur faðir minn,
BRAGI GUÐMUNDSSON
verkfræðingur,
lést á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn
4. október.
Útförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Bragi Már Bragason.