Morgunblaðið - 05.10.2013, Síða 46
46 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2013
✝ Hulda Aðal-heiður Tóm-
asdóttir fæddist á
Sauðárkróki 25.
desember 1961.
Hún lést 20. sept-
ember 2013.
Foreldrar
Huldu voru Tómas
Níels Hall-
grímsson, f. 22.
febrúar 1925, d.
20. nóvember
1978, og Rósa Þorsteinsdóttir,
f. 24. maí 1926, d. 27. desem-
ber 2001. Systkini Huldu eru:
Ingibjörg, f. 1950, Hallgrímur,
f. 1951, d. 1957, Elín Guðrún,
f. 1954, Þorsteinn, f. 1956, d.
1956, Aðalheiður, f. 1957, d.
1957, Halla Steinunn, f. 1959,
Dýrleif, f. 1960 og tvíbura-
bróðir Huldu, Hallgrímur Þor-
steinn, f. 1961. Fyrir átti Tóm-
as soninn Sigurð,
f. 1945.
Hulda eignaðist
eina dóttur með
Ingimundi Sverr-
issyni, Rósu, f. 21.
nóvember 1984.
Rósa er efnaverk-
fræðingur, búsett í
Noregi í sambúð
með Jahn Stensen.
Hulda bjó á
Sauðárkróki alla
sína ævi. Hún vann við hefð-
bundin verkamannastörf í fisk-
vinnslu eftir grunnskóla en
lengst af vann hún við versl-
unarstörf þar sem hún aðstoð-
aði viðskiptavini Kaupfélags
Skagfirðinga með einstakri
þjónustulund.
Útför Huldu fer fram frá
Sauðárkrókskirkju í dag, 5.
október 2013, klukkan 14.
Elsku Hulda okkar.
Við trúum ekki að þú sért far-
in frá okkur og að við sitjum og
skrifum minningargrein um þig.
Margar minningar streyma í
gegnum hugann og margs er að
minnast.
Við erum þakklát fyrir að
hafa fengið tækifæri til að kynn-
ast þér og að börnin okkar hafi
fengið að kynnast yndislegri og
góðri frænku. Alltaf varstu boð-
in og búin að aðstoða okkur í
einu og öllu. Það skipti ekki máli
hvað var um að vera, þú varst
alltaf tilbúin að leggja fram þína
hjálparhönd. Þú hafðir yndi af
börnum og voru þau þér ávallt
ofarlega í huga. Börnin okkar
fengu það einstaka tækifæri að
kynnast þér og fá að njóta nær-
veru þinnar. Börnin í kringum
þig fengu þau forréttindi að fá
að brasa við eitt og annað hjá
þér á Víðigrundinni sem þau
fengu ekki að gera heima hjá sér
eins og að baka, sullast í vask-
inum, byrja á að borða eina teg-
und og hætta að borða hana og
byrja strax á annarri. Hjá Huldu
giltu allt aðrar reglur. Þeim
fannst alltaf jafn spennandi að fá
að setja kollinn að eldhúsglugg-
anum þínum og fylgjast með
umferðinni og fólkinu sem var á
ferðinni.
Þú fékkst nokkrum sinnum
það hlutverk að sækja Hilmar
eða Hörpu á leikskólann fyrir
neðan blokkina þína meðan við
kláruðum okkar vinnudag, fyrir
það erum við þér ávallt þakklát,
eins þegar okkur vantaði pössun
varstu alltaf boðin og búin til að
passa gullin okkar og sagðir: já
ekkert mál ég hef bara gaman af
því, komið með þau.
Þegar við hittumst rædduð
þið Hreiðar oft bílamál og bíla-
kaup. Þitt framtíðarplan var að
eignast bíl á nýjan leik til að
geta farið þínar eigin leiðir. Þeg-
ar við fórum milli landshluta t.d.
í veislur, fékkst þú oft far með
okkur og við höfðum öll gaman
af því.
Oft þegar Sandra var að
skutlast með þig um Krókinn
sagði hún: „eigum við ekki að
taka einn rúnt, Hulda?“ þá kom
frá þér: „þú þarft þess ekki,
Sandra, en þú ræður, þú borgar
bensínið“ og svo hlóst þú, síðan
fórum við nokkra rúnta.
Áramótaboðin hjá Höllu, af-
mælisdagurinn þinn og afmæli
fjölskyldunnar verða tómleg án
þín, elsku Hulda okkar. Þetta
voru tímamót þar sem við hitt-
umst alltaf og spjölluðum um
allt milli himins og jarðar. Okkar
síðustu samskipti voru á kass-
anum í Skagfirðingabúð þar sem
þú varst farin að vinna aftur
part úr degi. Við spjölluðum
ávallt um hvað væri að frétta af
Rósunni þinni, þú varst svo stolt
af henni og hvað henni gengi vel.
Missir Rósu er mikill og biðjum
við góðan Guð um að styrkja
hana í sorginni.
Nú ertu orðin engill á himn-
um eins og við segjum börn-
unum okkar og komin til ömmu
Rósu og afa Tómasar. Við kveðj-
um þig með söknuði, elsku
Hulda okkar, minningin um
góða og hjartahlýja frænku mun
ávallt lifa.
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig,
og lýstu mér um ævistig.
Ég reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt sem miður fer,
og man svo sjaldan eftir þér.
Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér.
Því veit mér feta veginn þinn
og verðir þú æ Drottinn minn.
(Pétur Þórarinsson.)
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Sandra og Hreiðar.
Elsku Hulda frænka okkar.
Takk fyrir allar samveru-
stundirnar sem við áttum með
þér. Þú varst alltaf svo góð við
okkur og kenndir okkur margt.
Við brölluðum ýmislegt saman,
þeirra stunda eigum við eftir að
sakna. Þú mundir alltaf eftir af-
mælisdögunum okkar og komst í
allar veislurnar. Við eigum eftir
að sakna þess að hitta þig ekki
meir. Nú ertu orðin engill uppi á
himnum og komin til ömmu
Rósu og afa Tómasar.
Minningin um góða og hjálp-
sama frænku mun lifa.
Takk fyrir allt, elsku Hulda
okkar.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Dagmar Lilja, Hilmar
Örn og Harpa Sif
Hreiðarsbörn.
Hulda Aðalheiður
Tómasdóttir
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, bróðir, afi og langafi,
ÁSMUNDUR PÁLSSON,
Eskihlíð 6,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju
þriðjudaginn 8. október kl. 13.00.
Unnur Konráðsdóttir,
Páll Ásmundsson, Einhildur Pálsdóttir,
Dagbjört Thelma Ásmundsdóttir,
Sigríður Ásmundsdóttir, Kristófer Magnússon,
Hermann Pálsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærs eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður og
afa,
MAGNÚSAR EINARSSONAR
lögg. fasteignasala.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
heimahlynningar Landspítalans og líknardeildar.
Guðrún Þ. Jóhannsdóttir,
Einar Þór Magnússon, Hanna Símonardóttir,
Elvar Örn Magnússon, Anna María Snorradóttir,
Agnar Már Magnússon, Berglind Helga Sigurþórsdóttir
og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegrar móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
STEINUNNAR DANÍELSDÓTTUR
frá Syðra-Garðshorni
í Svarfaðardal.
Kærar þakkir fær starfsfólk Dalbæjar á Dalvík fyrir vináttu og
hlýja umönnun.
Anna María Halldórsdóttir, Jóhann Jóhannsson,
ömmu- og langömmubörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
NÖNNU NAGTGLAS SNORRASON,
áður Smáraflöt,
Garðabæ,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi miðviku-
daginn 11. september.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Sunnuhlíðar, Erna Þormóðs-
dóttir og allir þeir sem aðstoðuðu í veikindum hennar.
Jón Karl Snorrason, Þórey Jónsdóttir,
Snorri Snorrason, Guðrún Magnea Rannversdóttir,
Helga Guðrún Snorradóttir, Gísli Tryggvason,
Haukur Snorrason, Hadda Björk Gísladóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegs eigin-
manns míns, föður, tengdaföður og afa,
BOLLA THORODDSEN,
Sæbraut 6,
Seltjarnarnesi.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ragnhildur Helgadóttir,
Emil Thóroddsen, Katla Gunnarsdóttir,
Helgi Bollason Thóroddsen, Sigrún B. Bergmundsdóttir
og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem
auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát
og útför ástkærrar móður okkar, tengda-
móður og ömmu,
SIGRÚNAR Þ. MATHIESEN,
Hjallabraut 33,
Hafnarfirði.
Guð blessi ykkur öll.
Árni M. Mathiesen, Steinunn K. Friðjónsdóttir,
Halldóra M. Mathiesen, Frosti Bergsson,
Þorgils Óttar Mathiesen,
Matthías Árni, Bergur, Sigrún, Kristín Unnur,
Halla Sigrún, Einar Páll og Arna Steinunn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
ÞÓRHALLA GUNNLAUGSDÓTTIR,
sem lést á Droplaugarstöðum fimmtu-
dagskvöldið 26. september, verður
jarðsungin frá Neskirkju mánudaginn
7. október kl. 13.00.
Oktavía Guðmundsdóttir, Ólafur Torfason,
Gunnlaugur Guðmundsson, Svanborg Óskarsdóttir,
Elías Guðmundsson, Hafdís Ólafsdóttir
og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát okkar ástkæra
HERBERTS JÓHANNESAR
GUÐBRANDSSONAR
frá Lækjarbakka,
Tálknafirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu við
Kleppsveg.
Olga Herbertsdóttir, Ásgeir Kristinsson,
Jón Herbertsson,
Sævar Herbertsson, Dagný Bjarkadóttir,
Einar Herbertsson, Freyja Benediktsdóttir,
Ómar Herbertsson, Margrét Hermannsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Hver skilur lífsins hulda heljardóm
er haustsins nepja deyðir fegurst blóm,
að báturinn sem berst um reiðan sjá
brotna fyrst í lendingunni má.
Að einn má hlýða á óma af gleðisöng,
annar sorgarinnar líkaböng.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Það er skammt stórra högga á
milli og stórt skarð hefur myndast
í fjölskyldunni. Við eigum erfitt
með að trúa því að þú sér farinn.
Árið 2012 var okkur öllum erfitt og
við héldum að þetta væri orðið gott
í bili, við vildum a.m.k. trúa því.
Líf þitt hefur verið erfitt und-
anfarin ár og það var sárt að horfa
upp á þig þjást. Þessi sjúkdómur
hefur skilið eftir sig ör og lífið hef-
ur breyst. Við trúum því þó að þú
sért kominn á betri stað og að þér
líði betur, umvafinn englunum
okkar.
Elsku frændi, minningarnar
streyma í gegnum huga okkar og
það er ekki annað hægt en að
brosa. Þú sagðir fátt í gegnum tíð-
ina. Þið voruð eins þú og pabbi,
það þurfti ekkert að vera að tjá sig
að óþörfu. Við minnumst þess að
þú varst vinnusamur maður og
góðhjartaður. Það var gott að
heimsækja ykkur upp á Enni á
Kjalarnesi, þar naust þú þín. Þær
voru ófáar heimsóknirnar til ykk-
ar og þær minningar ylja manni
um hjartarætur.
Við kveðjum þig, elsku frændi,
með söknuði. Megi góður guð
fylgja þér á nýjan stað og gefa þér
frið. Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Angrið sækir okkur tíðum heim
sem erum fávís börn í þessum heim
við skynjum fátt, en skilja viljum þó
að skaparinn oss eilíft líf til bjó,
að upprisan er öllum sálum vís
og endurfundir vina í paradís.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Andrés Svavarsson
✝ Andrés Svavarsson fæddistí Reykjavík 24. nóvember
1955. Hann lést á Hjúkrunar-
heimilinu Mörk 23. september
2013.
Útför Andrésar fór fram frá
Guðríðarkirkju 3. október 2013.
Elsku Tóta, Örvar og Dag-
björt, megi góður guð hugga
ykkur og styrkja í sorginni.
Kveðja.
Svavar Guðni, Elín
Hrund og María Björk.
Nú ertu fallinn frá, kæri vinur
og félagi, langt fyrir aldur fram,
farinn í lokaútkallið. Þegar við
Oddný konan mín hófum ung að
árum búskap á Kjalarnesinu
voru einir af fyrstu vinunum
okkar þar þau Addi og Tóta og
hefur sá vinskapur haldist ætíð
síðan. Við Addi störfuðum um
langt árabil saman í björgunar-
sveitinni Kili og svo einnig í
slökkviliði Kjalarness. Í erfiðum
útköllum var ei hægt að hugsa
sér betri og traustari félaga en
Adda, ætíð ráðagóður og yfir-
vegaður. Einnig stunduðum við
hestamennskuna saman í gegn-
um árin og áttum þar margar
góðar stundir saman. Fyrir
nokkrum árum greindist Addi
með þann sjúkdóm sem að lok-
um hafði vinninginn. Fljótlega
kom í ljós hvert stefndi en Addi
tók veikindum sínum af jafnað-
argeði og karlmennsku. Þrátt
fyrir að hann væri orðinn mjög
veikur í vor mætti hann oft í
hesthúsið og þá ætíð með bros á
vör. Þín verður sárt saknað þar
af okkur félögunum. Við Oddný
og dætur sendum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur til Þóru,
Örvars og Dagbjartar.
Ingimundur Guðmundsson.
Að skrifa minningagrein
Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina.
Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar.
Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum
dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til
birtingar á mánudag og þriðjudag.
Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins
hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt
sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000
tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum,
þar sem þær eru öllum opnar.