Morgunblaðið - 14.12.2013, Side 2

Morgunblaðið - 14.12.2013, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013 Opið: Mán - Fim 11:00 - 18:00 Fös 10:00 - 18:30 & Lau 11:00 - 16:00 Hátíðarkörfur Ostabúðarinnar eftir þínu höfði Við erum byrjuð að taka á móti pöntunum í síma 562 2772, ostabudin@ostabudin.is og á ostabudin.is Hringdu núna og pantaðu Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Forseti Alþýðusambands Íslands gagnrýnir forystu ríkisstjórnar og meirihlutans á Alþingi fyrir að koma ekki til móts við óskir verkalýðs- hreyfingarinnar til að liðka fyrir gerð nýs kjara- samnings. Ekki komi til greina að ganga frá kjara- samningi á meðan menntun og þjón- ustu við atvinnu- leitendur sé rúst- að. Staðan í kjara- viðræðunum er erfið, að sögn Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ. Eftir að slitnaði upp úr viðræðum ASÍ og Samtaka atvinnu- lífsins hafa samtök verkmanna- og verslunarmannafélaga vísað kjara- deilunni til ríkissáttasemjara og ekki langt í að iðnaðarmannafélögin geri það einnig. Formlegar og óformlegar viðræður hafa verið í vikunni og verð- ur þeim haldið áfram um helgina. Gylfi segir að svolítið beri á milli ASÍ og SA um samning sem geti stuðlað að stöðugleika. Segir hann að SA verði að axla ábyrgð á launaskriði áður en hægt sé að draga úr kröfum um launahækkanir fyrir láglauna- fólk. Launaskrið hafi jafn mikil áhrif á verðbólgu og aðrar hækkanir. Blæs ekki byrlega Gylfi segir að staðan í fjárlaga- gerðinni valdi áhyggjum. Hann fagn- ar því að bætt hafi verið í heilbrigð- isþjónustuna. Hins vegar hafi ekki verið komið til móts við óskir ASÍ, meðal annars í menntun og þjónustu við atvinnuleitendur, sérstaklega þá sem hafi verið lengi án vinnu. Segist hann hafa skilið fjármálaráðherra þannig að ríkissjóður vildi koma til móts við verkalýðshreyfinguna í þessu efni. Ekki sé heldur búið að ná ásættanlegri útfærslu í skattamál- um. „Ég hélt að það væri hægt að treysta forystu ríkisstjórnarinnar, um að hún hefði hug á því að koma til móts við okkur,“ segir Gylfi og rifjar upp þann trúnaðarbrest sem var á milli aðila vinnumarkaðarins og fyrri ríkisstjórnar. „Það blæs ekki byrlega í samskiptunum. Það er með ólíkind- um að svona sé komið fram,“ segir Gylfi og bætir því við að ef tilgangur ríkisstjórnarinnar sé að koma í veg fyrir kjarasamninga gangi það ágæt- lega. helgi@mbl.is Ekki komið til móts við óskir ASÍ Gylfi Arnbjörnsson  Þreifingar um samninga halda áfram Framleiðsla og sala á íslensku nautakjöti hefur dregist verulega saman allra síð- ustu mánuði. Hún var 360 tonn í nóvember sem er 19% samdráttur frá sama mánuði í fyrra. Fram- leiðslan hefur minnkað um tæp 12% síðustu þrjá mánuðina. Mikil framleiðsla var á fyrri hluta ársins og þess vegna er aðeins 2% samdráttur á milli ára, þegar litið er til tólf mánaða tíma- bils. Kúabændur hafa verið hvattir til að auka mjólkurframleiðslu vegna aukinnar sölu. Búist var við því að það myndi leiða til þess að minna framboð yrði á nautgripakjöti vegna þess að mjólkurkýrnar fengju lengra líf og fleiri kálfar yrðu settir á. helgi@mbl.is Minna af nautakjöti Steiking Nauta- kjöt á pönnunni. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Einar Hugi Bjarnason hæstaréttar- lögmaður telur að dómur Hæstarétt- ar í máli Landsbankans gegn Fluga- straumi ehf. hafi fordæmisgildi. Forsaga málsins er sú að Fluga- straumur sló 2,7 milljóna gengislán hjá Landsbankanum árið 2006 vegna kaupa á dráttarvél. Lánið hækkaði við gengishrunið og greiddi lántakinn upp eftirstöðvar þess árið 2011. Héraðsdómur hafði dæmt Lands- bankann til að greiða til baka oftekinn gengismun að upphæð 1.123 þúsund krónur, ásamt 700.000 kr. í máls- kostnað. Hæstiréttur staðfesti endur- kröfuna og gerði bankanum að greiða 900.000 kr. í málskostnað. Kröfu Landsbankans, að upphæð 568 þús., um að lánið skyldi bera óverðtryggða vexti SÍ í stað samningsvaxta var hafnað. „Dómurinn er fróðlegur fyrir margra hluta sak- ir. Í fyrsta lagi staðfestir Hæsti- réttur þá niður- stöðu héraðsdóms að samningurinn sem um var deilt væri samningur um lán en ekki leigu. Þetta atriði var kjarninn í ágreiningi málsaðila, enda er heimilt að gengisbinda leigusamn- inga en ekki lánssamninga. Þetta er mjög merkilegt enda í fyrsta sinn sem reynir á fjármögnun- arleigusamningsform SP-Fjármögn- unar fyrir Hæstarétti – og niður- staðan er þessi; samningurinn er lánssamningur „klæddur í búning“ leigusamnings, eins og það er orðað í hæstaréttardóminum.“ Einar Hugi, sem vann gengislána- mál Plastiðjunnar gegn Landsbank- anum, telur fróðlegt að sjá hver við- brögð Landsbankans verða. Geti kallað á fjölda dómsmála Þ.e.a.s. hvort bankinn fallist á að þessi dómur hafi fordæmisáhrif gagn- vart öðrum viðskiptavinum SP-Fjár- mögnunar sem skrifuðu undir sams- konar samninga, eða hvort vísað verði til þess að sönnunargögn í einstökum málum kunni að vera mismunandi og því þurfi fleiri dóma til að skera úr um lögmæti gengistryggingar í slíkum samningum SP. Það geti kallað á fjölda dómsmála. Í öðru lagi sé sú niðurstaða Hæsta- réttar að miða skuli við samningsvexti en ekki óverðtryggða vexti Seðla- bankans í samræmi við og styrki fyrri fordæmi Hæstaréttar í svonefndum fullnaðarkvittanadómum. „Í þriðja lagi fellst Hæstiréttur á endurgreiðslukröfu Flugastraums í málinu, þ.e.a.s. að félagið hafi sam- kvæmt framansögðu ofgreitt bankan- um rúma 1,1 milljón króna, ásamt dráttarvöxtum. Í þessu felst mjög mikilvægt fordæmi enda viðurkennt að skuldarar geti átt beinan endur- kröfurétt, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, á fjármálafyrirtæki hafi þeir ofgreitt vegna ólögmætrar gengistryggingar. Þessi niðurstaða hefur að mínu áliti afar víðtæk for- dæmisáhrif og kollvarpar því sem ein- hver fjármálafyrirtæki hafa haldið fram að slíkur endurkröfuréttur geti ekki undir nokkrum kringumstæðum verið fyrir hendi,“ segir Einar Hugi. „Afar víðtæk fordæmisáhrif“  Hæstaréttarlögmaður telur nýjan dóm í máli Landsbankans gegn Flugastraumi munu hafa mikil áhrif í gengislánamálum  Málið varðar kaup á dráttarvél Einar Hugi Bjarnason Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Óvíst er hvenær umræðum um fjár- lagafrumvarpið lýkur að sögn Ein- ars K. Guðfinnssonar, forseta Al- þingis. Hann segir að umræðurnar um það standi til klukkan fimm í dag en segir að ekki sé gert ráð fyrir því að atkvæðagreiðsla fari fram. Þing muni svo koma saman á mánudag. Hann segir að ekki sé orðið ljóst hvernig dagskráin líti út að loknum umræðum um fjárlög. Óformlegar viðræður hafi farið fram við þing- flokksformenn um dagskrána en niðurstaða liggi ekki fyrir. Deilt um forgangsröðun Önnur umræða um fjárlaga- frumvarpið hélt áfram í gær og stóð fram á kvöld. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði að það væri til marks um forgangs- röðun í grunnþjónustunni en óþarf- anum sleppt. „Við náum að snúa af braut hömlulausra útgjalda í rík- isrekstri í það að skila hallalausum fjárlögum og meira að segja skila ör- litlum afgangi.“ Þá sagði hún að nú- verandi ríkisstjórn hefði tekið við villandi búi hvað varðaði rekstur rík- issjóðs. Skv. fjárlögum síðasta árs hefði halli átt að vera 3,7 milljarðar kr. en hefði í raun verið 25,5 millj- arðar kr. „Stafar það helst af því að tekjuáætlun fyrri ríkisstjórnar var byggð á lofti og var innistæðulaus með öllu,“ sagði Vigdís. Guðbjartur Hannesson, þingmað- ur Samfylkingarinnar, gerði at- hugasemdir við orðaval Vigdísar. „Við erum búin að skera niður frá því að vera með 14% halla á lands- framleiðslu niður í 1%. Við erum að tala um að menn hafi tekið við vill- andi búi, hvað sem það þýðir. Að tekjuáætlun á þessu ári hafi verið byggð á lofti, innhaldslaus með öllu, eins og hér er sagt. Ég verð að biðj- ast undan svona málflutningi,“ sagði hann. Vinstri græn gerðu meðal annars komugjöld á þá sem leggjast inn á sjúkrahús að umfjöllunarefni. „Hér er um að ræða grundvall- arbreytingu á fjármögnun heilbrigð- iskerfisins sem Vinstrihreyfingin – grænt framboð leggst algerlega gegn,“ sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna. Morgunblaðið/Eggert Umræður Miklar annir eru á Alþingi. Umræða um fjárlög stóð yfir í gærdag. Þingfundi var frestað laust fyrir kl. 22. Óljóst hvenær um- ræðum um fjárlög lýkur  Tekist á um fjárlagafrumvarpið Guðlaugur Þór Þórðarson, vara- formaður fjárlaganefndar, lagði í gær fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið fyrir hönd meirihluta fjárlaganefndar um að í stað þess að 215 milljónir verði millifærðar frá Ríkisútvarp- inu til háskólastarfsemi, verði millifærslan 150 milljónir. Þetta var gert að beiðni Illuga Gunn- arssonar menntamálaráðherra. Ráðherrann vill einnig að Rík- isútvarpið geti haldið sig við 12 auglýsingamínútur á klukku- stund í stað 8 og jafnframt að fresta kostnaðarsömum ákvæð- um um að rekstur Ríkisútvarps- ins færist til dótturfélaga. Illugi segir að samantekið megi virða þessar breytingar að upphæð 150 milljóna. „Þar með losa ég um fjármagn og kemur þetta á sléttu út fyrir Ríkisútvarpið.“ Millifærslan 150 milljónir FRAMLÖG TIL RÚV

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.