Morgunblaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.12.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013 Opið: Mán - Fim 11:00 - 18:00 Fös 10:00 - 18:30 & Lau 11:00 - 16:00 Hátíðarkörfur Ostabúðarinnar eftir þínu höfði Við erum byrjuð að taka á móti pöntunum í síma 562 2772, ostabudin@ostabudin.is og á ostabudin.is Hringdu núna og pantaðu Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Forseti Alþýðusambands Íslands gagnrýnir forystu ríkisstjórnar og meirihlutans á Alþingi fyrir að koma ekki til móts við óskir verkalýðs- hreyfingarinnar til að liðka fyrir gerð nýs kjara- samnings. Ekki komi til greina að ganga frá kjara- samningi á meðan menntun og þjón- ustu við atvinnu- leitendur sé rúst- að. Staðan í kjara- viðræðunum er erfið, að sögn Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ. Eftir að slitnaði upp úr viðræðum ASÍ og Samtaka atvinnu- lífsins hafa samtök verkmanna- og verslunarmannafélaga vísað kjara- deilunni til ríkissáttasemjara og ekki langt í að iðnaðarmannafélögin geri það einnig. Formlegar og óformlegar viðræður hafa verið í vikunni og verð- ur þeim haldið áfram um helgina. Gylfi segir að svolítið beri á milli ASÍ og SA um samning sem geti stuðlað að stöðugleika. Segir hann að SA verði að axla ábyrgð á launaskriði áður en hægt sé að draga úr kröfum um launahækkanir fyrir láglauna- fólk. Launaskrið hafi jafn mikil áhrif á verðbólgu og aðrar hækkanir. Blæs ekki byrlega Gylfi segir að staðan í fjárlaga- gerðinni valdi áhyggjum. Hann fagn- ar því að bætt hafi verið í heilbrigð- isþjónustuna. Hins vegar hafi ekki verið komið til móts við óskir ASÍ, meðal annars í menntun og þjónustu við atvinnuleitendur, sérstaklega þá sem hafi verið lengi án vinnu. Segist hann hafa skilið fjármálaráðherra þannig að ríkissjóður vildi koma til móts við verkalýðshreyfinguna í þessu efni. Ekki sé heldur búið að ná ásættanlegri útfærslu í skattamál- um. „Ég hélt að það væri hægt að treysta forystu ríkisstjórnarinnar, um að hún hefði hug á því að koma til móts við okkur,“ segir Gylfi og rifjar upp þann trúnaðarbrest sem var á milli aðila vinnumarkaðarins og fyrri ríkisstjórnar. „Það blæs ekki byrlega í samskiptunum. Það er með ólíkind- um að svona sé komið fram,“ segir Gylfi og bætir því við að ef tilgangur ríkisstjórnarinnar sé að koma í veg fyrir kjarasamninga gangi það ágæt- lega. helgi@mbl.is Ekki komið til móts við óskir ASÍ Gylfi Arnbjörnsson  Þreifingar um samninga halda áfram Framleiðsla og sala á íslensku nautakjöti hefur dregist verulega saman allra síð- ustu mánuði. Hún var 360 tonn í nóvember sem er 19% samdráttur frá sama mánuði í fyrra. Fram- leiðslan hefur minnkað um tæp 12% síðustu þrjá mánuðina. Mikil framleiðsla var á fyrri hluta ársins og þess vegna er aðeins 2% samdráttur á milli ára, þegar litið er til tólf mánaða tíma- bils. Kúabændur hafa verið hvattir til að auka mjólkurframleiðslu vegna aukinnar sölu. Búist var við því að það myndi leiða til þess að minna framboð yrði á nautgripakjöti vegna þess að mjólkurkýrnar fengju lengra líf og fleiri kálfar yrðu settir á. helgi@mbl.is Minna af nautakjöti Steiking Nauta- kjöt á pönnunni. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Einar Hugi Bjarnason hæstaréttar- lögmaður telur að dómur Hæstarétt- ar í máli Landsbankans gegn Fluga- straumi ehf. hafi fordæmisgildi. Forsaga málsins er sú að Fluga- straumur sló 2,7 milljóna gengislán hjá Landsbankanum árið 2006 vegna kaupa á dráttarvél. Lánið hækkaði við gengishrunið og greiddi lántakinn upp eftirstöðvar þess árið 2011. Héraðsdómur hafði dæmt Lands- bankann til að greiða til baka oftekinn gengismun að upphæð 1.123 þúsund krónur, ásamt 700.000 kr. í máls- kostnað. Hæstiréttur staðfesti endur- kröfuna og gerði bankanum að greiða 900.000 kr. í málskostnað. Kröfu Landsbankans, að upphæð 568 þús., um að lánið skyldi bera óverðtryggða vexti SÍ í stað samningsvaxta var hafnað. „Dómurinn er fróðlegur fyrir margra hluta sak- ir. Í fyrsta lagi staðfestir Hæsti- réttur þá niður- stöðu héraðsdóms að samningurinn sem um var deilt væri samningur um lán en ekki leigu. Þetta atriði var kjarninn í ágreiningi málsaðila, enda er heimilt að gengisbinda leigusamn- inga en ekki lánssamninga. Þetta er mjög merkilegt enda í fyrsta sinn sem reynir á fjármögnun- arleigusamningsform SP-Fjármögn- unar fyrir Hæstarétti – og niður- staðan er þessi; samningurinn er lánssamningur „klæddur í búning“ leigusamnings, eins og það er orðað í hæstaréttardóminum.“ Einar Hugi, sem vann gengislána- mál Plastiðjunnar gegn Landsbank- anum, telur fróðlegt að sjá hver við- brögð Landsbankans verða. Geti kallað á fjölda dómsmála Þ.e.a.s. hvort bankinn fallist á að þessi dómur hafi fordæmisáhrif gagn- vart öðrum viðskiptavinum SP-Fjár- mögnunar sem skrifuðu undir sams- konar samninga, eða hvort vísað verði til þess að sönnunargögn í einstökum málum kunni að vera mismunandi og því þurfi fleiri dóma til að skera úr um lögmæti gengistryggingar í slíkum samningum SP. Það geti kallað á fjölda dómsmála. Í öðru lagi sé sú niðurstaða Hæsta- réttar að miða skuli við samningsvexti en ekki óverðtryggða vexti Seðla- bankans í samræmi við og styrki fyrri fordæmi Hæstaréttar í svonefndum fullnaðarkvittanadómum. „Í þriðja lagi fellst Hæstiréttur á endurgreiðslukröfu Flugastraums í málinu, þ.e.a.s. að félagið hafi sam- kvæmt framansögðu ofgreitt bankan- um rúma 1,1 milljón króna, ásamt dráttarvöxtum. Í þessu felst mjög mikilvægt fordæmi enda viðurkennt að skuldarar geti átt beinan endur- kröfurétt, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, á fjármálafyrirtæki hafi þeir ofgreitt vegna ólögmætrar gengistryggingar. Þessi niðurstaða hefur að mínu áliti afar víðtæk for- dæmisáhrif og kollvarpar því sem ein- hver fjármálafyrirtæki hafa haldið fram að slíkur endurkröfuréttur geti ekki undir nokkrum kringumstæðum verið fyrir hendi,“ segir Einar Hugi. „Afar víðtæk fordæmisáhrif“  Hæstaréttarlögmaður telur nýjan dóm í máli Landsbankans gegn Flugastraumi munu hafa mikil áhrif í gengislánamálum  Málið varðar kaup á dráttarvél Einar Hugi Bjarnason Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Óvíst er hvenær umræðum um fjár- lagafrumvarpið lýkur að sögn Ein- ars K. Guðfinnssonar, forseta Al- þingis. Hann segir að umræðurnar um það standi til klukkan fimm í dag en segir að ekki sé gert ráð fyrir því að atkvæðagreiðsla fari fram. Þing muni svo koma saman á mánudag. Hann segir að ekki sé orðið ljóst hvernig dagskráin líti út að loknum umræðum um fjárlög. Óformlegar viðræður hafi farið fram við þing- flokksformenn um dagskrána en niðurstaða liggi ekki fyrir. Deilt um forgangsröðun Önnur umræða um fjárlaga- frumvarpið hélt áfram í gær og stóð fram á kvöld. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði að það væri til marks um forgangs- röðun í grunnþjónustunni en óþarf- anum sleppt. „Við náum að snúa af braut hömlulausra útgjalda í rík- isrekstri í það að skila hallalausum fjárlögum og meira að segja skila ör- litlum afgangi.“ Þá sagði hún að nú- verandi ríkisstjórn hefði tekið við villandi búi hvað varðaði rekstur rík- issjóðs. Skv. fjárlögum síðasta árs hefði halli átt að vera 3,7 milljarðar kr. en hefði í raun verið 25,5 millj- arðar kr. „Stafar það helst af því að tekjuáætlun fyrri ríkisstjórnar var byggð á lofti og var innistæðulaus með öllu,“ sagði Vigdís. Guðbjartur Hannesson, þingmað- ur Samfylkingarinnar, gerði at- hugasemdir við orðaval Vigdísar. „Við erum búin að skera niður frá því að vera með 14% halla á lands- framleiðslu niður í 1%. Við erum að tala um að menn hafi tekið við vill- andi búi, hvað sem það þýðir. Að tekjuáætlun á þessu ári hafi verið byggð á lofti, innhaldslaus með öllu, eins og hér er sagt. Ég verð að biðj- ast undan svona málflutningi,“ sagði hann. Vinstri græn gerðu meðal annars komugjöld á þá sem leggjast inn á sjúkrahús að umfjöllunarefni. „Hér er um að ræða grundvall- arbreytingu á fjármögnun heilbrigð- iskerfisins sem Vinstrihreyfingin – grænt framboð leggst algerlega gegn,“ sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna. Morgunblaðið/Eggert Umræður Miklar annir eru á Alþingi. Umræða um fjárlög stóð yfir í gærdag. Þingfundi var frestað laust fyrir kl. 22. Óljóst hvenær um- ræðum um fjárlög lýkur  Tekist á um fjárlagafrumvarpið Guðlaugur Þór Þórðarson, vara- formaður fjárlaganefndar, lagði í gær fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið fyrir hönd meirihluta fjárlaganefndar um að í stað þess að 215 milljónir verði millifærðar frá Ríkisútvarp- inu til háskólastarfsemi, verði millifærslan 150 milljónir. Þetta var gert að beiðni Illuga Gunn- arssonar menntamálaráðherra. Ráðherrann vill einnig að Rík- isútvarpið geti haldið sig við 12 auglýsingamínútur á klukku- stund í stað 8 og jafnframt að fresta kostnaðarsömum ákvæð- um um að rekstur Ríkisútvarps- ins færist til dótturfélaga. Illugi segir að samantekið megi virða þessar breytingar að upphæð 150 milljóna. „Þar með losa ég um fjármagn og kemur þetta á sléttu út fyrir Ríkisútvarpið.“ Millifærslan 150 milljónir FRAMLÖG TIL RÚV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.