Morgunblaðið - 14.12.2013, Síða 16

Morgunblaðið - 14.12.2013, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2013 þar um landið bútaður niður og seld- ur til styrktar góðgerðarmálum. Á þessu ári hafa safnast um 300.000 krónur sem renna til Umhyggju, fé- lags til styrktar langveikum börn- um. Alls hefur trefillinn gefið af sér rúmlega 600 þúsund krónur á tveim- ur árum.    Úthlutað var úr menningarsjóði Sparisjóðs Siglufjarðar í 10. skipti 15. nóvember. Einhugur var í stjórn um að veita tveimur aðilum styrkinn að þessu sinni; Siglufjarðarkirkja fékk 500 þúsund krónur og Systra- félag Siglufjarðarkirkju einnig 500 þúsund krónur. Þetta kom sér afar vel því brunavarnir í safnaðarheimili eru ófullnægjandi og fyrir lá að loka því, sem hefði verið bagalegt, enda fer þar fram viðamikið safnaðar- starf.    Kvenfélag Sjúkrahúss Siglu- fjarðar átti 60 ára afmæli 22. nóv- ember. Stofnfélagar voru 32 konur. Tilgangur félagsins hefur verið sá sami frá upphafi, að kaupa lækn- ingatæki og búnað sem gagnast sjúkrahúsinu og þeim sem þangað sækja þjónustu. Konráði Karli Bald- vinssyni, forstjóra HSF, reiknast til, að kvenfélagið sé búið að gefa sjúkrahúsinu sem svarar 150-200 milljónum á þessum sex áratugum.    Í ársskýrslu Grunnskóla Fjalla- byggðar fyrir skólaárið 2012-2013 kemur fram að góð reynsla sé af sameinuðu skólahaldi í Grunnskól- unum á Siglufirði og í Ólafsfirði, en sameining þeirra átti sér stað árið 2010.    Nú er verið að endurnýja raf- kerfi í Múlagöngum og kemur sú vinna til með að standa yfir í nokkr- ar vikur.    Þrír siglfirskir rithöfundar eiga bækur á jólamarkaði á þessu ári, Ragnar Jónasson er með spennu- söguna Andköf, Þórarinn Hann- esson með ljóðabókina Um jólin og Örlygur Kristfinnsson með Svip- myndir úr síldarbæ, 2.    Hinn 18. desember verða 100 ár liðin frá því að hús Barnaskólans var tekið í notkun, við Norðurgötu á Siglufirði, en það var teiknað af Rögnvaldi Ólafssyni, fyrsta íslenska arkitektinum. Við sama tækifæri var Rafveitan gangsett. Ný viðbygging skólahússins er nú í burðarliðnum. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Aðventan Bátadokkin í Siglufirði er komin jólabúning eins og reyndar bærinn allur. Metumferð í göngunum ÚR BÆJARLÍFINU Sigurður Ægisson Siglufjörður Fyrirtækið Hafbor ehf. á Siglufirði hefur undanfarin ár hannað búnað sem með nýrri tækni festir skrúfu- akkeri í hafsbotn, sem aftur gerir kleift að setja þar niður öflugar fest- ingar á allt að 100 metra dýpi, án til- komu kafara. Fyrirtækið er í mikilli sókn, jafnt hér á landi sem ytra.    Það sem af er ári hefur umferð um Héðinsfjarðargöng aukist um 2,3% og nú stefnir ÁDU (með- alumferð á dag, árið um kring) um göngin í 552 bíla á sólarhring. Það yrði mesta meðalumferð um göngin að jafnaði á degi hverjum á árs- grundvelli frá því að þau voru opnuð.    Í byrjun nóvember fól Hanna Birna Kristjánsdóttir innanrík- isráðherra Ásdísi Ármannsdóttur að gegna embætti sýslumanns á Ak- ureyri til eins árs. Ásdís mun jafn- framt áfram gegna embætti sýslu- manns hér í bæ.    Héðinsfjarðartrefillinn róm- aði var að loknum sýningum hér og Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Við viljum líta í auknum mæli til heildarinnar í húsverndun fremur en eingöngu til einstakra húsa og inn- viða,“ segir Kristín Huld Sigurðar- dóttir, forstöðumaður Minjastofnun- ar Íslands. Segja má að Kristín boði ákveðna stefnubreytingu í friðun húsa og minja. Að skoða heildina hefur í för með sér að áherslan liggur t.d. í því að vernda tilteknar götumyndir í ríkari mæli. Hún segir Íslendinga hafa lítið gert af því í gegnum tíðina. Fyrir- myndina í þeim efnum sé einkum að finna í Bretlandi. „Við höfum einnig mikinn áhuga á að líta til menningarlandslagsins í heild. Varðveita þróun byggða og tengingar milli sveita og svæða í kring,“ segir Kristín Huld því verð- mæti séu fólgin í varðveislu bygg- inga í borg og bæ. Á næstunni verður farið í frekari stefnumótun um vernd og rannsókn- ir stofnunarinnar. Ekki búið að senda tillögur Á þessu ári samþykkti Húsafrið- unarnefnd að friða nokkurn fjölda húsa. Áður en tillögurnar eru sendar til forsætisráðuneytisins, sem tekur ákvörðun um friðanir, hafa íbúar og eigendur frest til að skila athuga- semdum. Engar athugasemdir hafa borist um eftirfarandi hús: Stóra-Núp í Gnúpverjahreppi, íbúðarhús sr. Valdimars Briem, sumarhús Einars Jónssonar myndhöggvara á Galta- felli í Hrunamannahreppi, bíósal Bæjarbíós í Hafnarfirði, innrétting- ar í anddyri og forsalinn í húsinu. Óbreyttar tillögur um friðlýsingu verða því lagðar inn til forsætisráðu- neytisins á næstunni. Hins vegar hefur Reykjavíkur- borg, eigendur Nasasalarins og eig- endur húsa við Ingólfstorg beðið um frest til athugasemda. Sá frestur rennur út 16. desember nk. Þau hús þar um ræðir eru eldri byggð timburhúsa við Ingólfstorg, Hafnarstræti 4 (Veltusund 1), Aust- urstræti 3, Austurstræti 4, Veltu- sund 3-3B, Vallarstræti 4 og Aðal- stræti 7. Þessi hús eru þó öll aldursfriðuð þar sem þau hafa náð 100 ára aldri. Þá er ekki hægt að senda inn til- lögu um friðun Kárastaða á Þingvöll- um þar sem eignarhaldið á húsnæð- inu liggur ekki ljóst fyrir, að sögn Minjastofnunar. Líta meira til heildarinnar í friðun húsa  Beðið athugasemda Reykjavíkurborgar Minjastofnun Íslands » Ríkari áhersla verður lögð á friðun heildarinnar fremur en einstaka húsa, samkvæmt stefnubreytingu formanns Minjaverndar Íslands. » Beðið eftir ahugasemdum frá Reykjavíkurborg og eig- endum og íbúum húsa við Ing- ólfstorg sem og eiganda Nasa- salarins svo unnt verði að senda tillögur um friðun til for- sætisráðuneytisins. Morgunblaðið/Rósa Braga Friðun Frestur til athugasemda um Nasasalinn rennur út 16. des. nk. Brautin – bindindisfélag ökumanna gerði könnun á ástandi hjólbarða á 272 bílum sem lagt hafði verið í Smáralind þann 2. desember síðast- liðinn. Hálka og snjór var þennan dag á götum höfuðborgarsvæðisins. „Þrátt fyrir það voru 5% bílanna enn á sum- ardekkjum og fjórði hver þeirra var á mikið slitnum sumardekkjum. 8% bílanna voru á ósamstæðum dekkj- um sem gat verið á ýmsa vegu, eitt, tvö eða þrjú sumardekk móti vetr- ardekkjum, varadekk (einnota), eitt eða tvö nagladekk móti vetrardekkj- um,“ segir í frétt frá Brautinni. Flestir voru á vetrardekkjum 87% ökumanna voru á vetrar- dekkjum, með eða án nagla. Ástand dekkjanna var skoðað og metið af tveimur starfsmönnum. Fimmti hver bíll var með mikið slitin dekk sem lítið mega sín í því vetr- arfæri sem var þennan dag á götum borgarinnar. 45% bíla voru með hálfslitin dekk, með að meðaltali 4 mm mynstur- dýpt. Þessi dekk eru mörg hver enn ágæt en sum þeirra eiga stutt eftir í að verða mikið slitin. Einungis 36% bílanna voru með ný eða nýleg dekk sem voru lítið slitin eða óslitin. Þess skal getið að lágmarks mynsturdýpt í dag er 1,6 mm en hún telst í raun of lítil á vetrardekkjum, segir í frétt Brautarinnar. Ljóst sé að hemlunar- vegalengd hjá meira en helmingi bílanna sem kannaðir voru hafi auk- ist verulega frá því dekkin undir bíl- unum voru ný og hún eigi bara eftir að aukast. Smátjón á bílnum sé fljótt að verða dýrara en vetrardekkin. Fá megi gott vetrardekk fyrir eitt fram- ljós sem brotnar við tjón og líklega verði þónokkur afgangur. Dekk séu forgangsatriði „Að mati Brautarinnar þá ættu dekk að vera eitt af forgangsatriðum þegar kemur að viðhaldi bíla. Þetta eru einungis fjórir lófastórir fletir sem við treystum á til að hafa stjórn á bílnum, aka af stað, beygja, eða hemla. Öryggi bílstjóra, farþega og þeirra sem eru samferða okkur í um- ferðinni er í húfi. Því miður hafa of mörg slys og óhöpp orðið vegna lé- legs dekkjabúnaðar,“ segir í frétt- inni. Þar kemur einnig fram að sam- kvæmt könnun Samgöngustofu megi fá góð vetrardekk á meðalfólksbíl fyrir 12-15 þúsund kr. Með dekkja- skiptum sé það um 54-65 þúsund krónur. Hluti bílaflotans enn á slitnum sumardekkjum  Fimmti hver bíll sem skoðaður var með mikið slitin dekk Slitið Enn eru margir bílar á alger- lega ófullnægjandi dekkjum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.