Morgunblaðið - 28.12.2013, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 28.12.2013, Qupperneq 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2013 Aðeins 2 hitaeiningar og 0,5 g kolvetni í 100 ml. Koffín, guarana og ginseng... virkar strax! 15 kraftmiklar freyðitöflur í einum stauk. Skellt út í vatn nákvæmlega þegar þér hentar – heima, í vinnunni, skólanum, í ræktinni, í golfinu... Handhægt, bragðgott og frábært verð Vertu alltaf með orkuna við höndina og gríptu einn stauk af FOCUS í næstu verslun . Fæst í Fjarðarkaup og helstu apótekum um land allt brokkoli.is FOCUS Kraftmikill og frískandi orkugefandi drykkur án sykurs! Vantar þig aukna orku fyrir jólin? Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú hefur það á tilfinningunni að samstarfsmenn þínir efist um hæfileika þína. Haltu bara þínu striki og sýndu öðrum þolinmæði. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú tekur hversdagslegar ákvarðanir – um fataval og matvælakaup – með stæl. Er ekki kominn tími til þess að slaka á? Þú þarft að lyfta þér upp endrum og sinnum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ættir að endurskoða framkomu þína í garð samstarfsmanna því þú átt þína sök á neikvæðum viðhorfum þeirra í þinn garð. Þú ert mikið í sætindunum þessa dag- ana – líkt og hálf þjóðin. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Settu það í forgang að verða öðrum að liði því það gefur sjálfum/-ri þér mest. Allt endurmat kallar á aðgerðir. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú gerir uppgötvanir. Mundu að vinir þínir geta haft mikil áhrif á framtíð þína með því að hafa áhrif á þær ákvarðanir sem þú tekur. Reyndu eftir fremsta megni að miðla málum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér kann að reynast erfitt að hemja hugann í dag eða jafnvel að hafa við fram- vindu lífsins. Hugsanlega finnur þú hjá þér hvöt til þess að koma vini til hjálpar. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt allt gangi ekki samkvæmt áætlun. Heiðarlegar og beinskeyttar upplýs- ingar leiða þig enn og aftur að sama fólk- inu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú þarft að venja þig af þess- um stöðugu áhyggjum sem þú hefur af öll- um sköpuðum hlutum. Vertu ekki stíf/ur heldur reyndu að slá á létta strengi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þiggðu bestu ráð sem fáanleg eru. Ekki reyna að gera allt í einu. En þú þarft að vera tilbúin/n til að hlusta á vin, þegar hann þarfnast þín. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú verður beðin/n um að taka að þér vandasamt verk og þarft að gera þér grein fyrir þeirri ábyrgð sem því fylgir. Ef það gerist, skaltu segja allt af létta. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú hefðir gott af því að tala við góðan vin í dag. Verndaðu sjálfa/n þig og láttu engan ráðskast með þig. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er ekkert auðveldara en að of- stjórna öðrum og þú þarft að venja þig af því. Góður göngutúr gerir kraftaverk. Ham- ingjan en handan við hornið. ÁLeirnum birtist skemmtilegvísa eftir Björn Ingólfsson með mynd af „jólarjúpunni“ þar sem hún stendur úti á fönninni við birkihríslu. Þessi athugasemd fylgdi: „Á mínu heimili er jólarjúp- an ekki étin heldur ljósmynduð.“ Í mjúkum snjónum unir ein sem slapp og undrast þetta tré með rafmagnsljósum en veit þó ekki að mest var hennar happ að hafna ekki í steik með kryddi og ljósum. Sigrún Haraldsdóttir s sendi jóla- kveðjur inn á Leirinn: Frýs á rúðu fannhvít rós friðsælt er og hljótt, þekja hvolfið þúsund ljós, það er jólanótt. Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir: Jólasveinar, bölvuð beinin, bregða nú sem fyrr á leik. Höfðinu þeir stinga í steininn og stara eftir rangsannleik. Hjálmar Freysteinsson er á öðr- um nótum og gefur „hagnýtar upp- lýsingar MMR“: Sú er margra sannfæring, samþykkt hana ekki get, að engan kjósa ætti á þing sem ekki borðar hangiket. 16. desember gat að líta á Leirn- um svohljóðandi athugasemd frá Hallmundi: „Þá sjaldan ég kemst í tæri við Moggann fletti ég gjarna upp á Vísnahorninu. Ósjaldan sé ég þar setninguna: Hallmundur Krist- insson bregður á leik í limru: Bregður á leik í limru, listin er tær og hrein. Síðan gerir hann glimru: gargandi snilldin ein. Glimra er nýyrði fyrir glimrandi góðar vísur.“ Sigmundur Ben. brást skjótt við og sagði: „Þetta líkar mér Hall- mundur!“ Og síðan: Löngum er hann limrandi, líst mér vel á gripinn. Gengur svo um glimrandi glaðbeittur á svipinn. Á þessum degi 1772 fæddist Arn- ór á Hesti. Hann orti þegar daginn tók að lengja: Þó dagsins skundum skeið skjótt fram að nóttu, brátt hennar líður leið að ljósri óttu Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af jólarjúpunni, jóla- sveininum og glimru Í klípu „PANTAÐIR ÞÚ LÍFRÆNT RÆKTAÐ, ÓUNNIÐ HEILHVEITIPASTA?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞVÍ MIÐUR, KALLINN MINN, VIÐ ERUM EKKI MEÐ FLUGMÓÐURSKIP.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... vindurinn í segl ykkar. Ástar- fley Bátaleiga ANNAÐHVORT HJÁLPAR ÞÚ MÉR MEÐ HEIMILIS- STÖRFIN ... ... EÐA ÉG PAKKA SAMAN OG FER TIL MÖMMU! ÆTLI ÉG GETI GEYMT ÞAÐ FRAM YFIR KVÖLDMAT AÐ SVARA ÞESSU? Í ALVÖRU, LÍSA, ÉG ELSKA ÖLL DÝR. JAFNVEL FEIT, LÖT OG GRÁÐUG DÝR. ÉG HEYRÐI ÞETTA! Kostir og gallar Víkverja koma allt-af bersýnilega í ljós í jólahaldinu. Víkverji heldur því fram að hann sé nokkuð vaskur, vill drífa hlutina áfram eins og þrif, matseld og jóla- gjafakaup. Hins vegar finnur hann tilfinnanlega hversu lélegur hann er í að pakka inn gjöfum og nostra við heimilið með því að skreyta og föndra og hengja upp jóladót um alla veggi. Það fer ekki mikið fyrir óþarfa smáhlutum á heimili Víkverja. x x x Enda er innpökkunin á gjöfunum íhöndum sambýlismanns Vík- verja. Hann er mun flinkari og nostr- ar betur við pakkana. x x x Heimagerðan ís þykir Víkverjaalltaf nokkuð gott að fá á jól- unum. Hann hefur leyst það verkefni af hendi með stakri prýði hingað til – vill hann meina. Alveg þangað til í ár. Útbúinn var vanilluís. Þegar Víkverji var búinn að saxa niður alla vanill- ustöngina og demba út í rjómablönd- una hugsaði hann með sér: „Þetta var ekki alveg svona í fyrra … eða hvað, skiptir ekki máli, við pillum þetta bara úr ísnum ef við viljum ekki tyggja þetta.“ x x x Eftir að hafa fært ísinn upp ástærðardisk á aðfangadag bauð Víkverji gestum að bragða á gullna ísnum. Gestirnir voru á einu máli um að ísinn væri afbragð. Alveg þangað til hann var spurður hvað þetta svarta harða væri í ísnum. Víkverji svaraði samviskusamlega eins og var og bað þá sem ekki vildu svona mikla vanillu að skilja þetta eftir á disk- inum sínum. x x x Skarstu alla vanillustöngina út í?“spurði móðir Víkverja. „Æi já, ég gleymdi mér aðeins,“ svaraði Vík- verji. Hugurinn er oftar en ekki kom- inn aðeins lengra. x x x Það sem fólk áttar sig ekki á er aðVíkverji situr einn að þessum dýrindis ís sem nóg er til af í frystin- um. víkverji@mbl.is Víkverji Hjá Guði einum hlýtur sál mín hvíld því að frá honum kemur von mín. Hann einn er klettur minn og hjálp- ræði, vígi mitt, mér skrikar ekki fótur. (Sálmarnir 62:6-7)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.