Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.2. 2014
Sýrland er næstum helmingi stærra en Íslandog auk þess frjósamara þótt þar sé einnig aðfinna eyðimerkur og mikil fjöll. Enda búa í
Sýrlandi 22 milljónir manna en ekki 320 þúsund
eins og hér á landi. Þessar íbúatölur Sýrlands eru
þó að verða úreltar, slíkur er fólksstraumurinn frá
landinu. Um síðustu áramót var tala flóttamanna
komin í þrjár milljónir og hafði þá tífaldast á rúmu
ári, eða frá því í október 2012, en þá voru flótta-
menn frá Sýrlandi enn undir 300 þúsundum.
Flóttamannastraumurinn yfir landamærin er þó
aðeins brot af þeim fólksflutningum sem eiga sér
stað vegna stríðsátakanna í landinu, en talið er að
4,25 milljónir, sem hrakist hafi frá heimilum sínum,
séu enn innan landamæra Sýrlands, hreinlega á
vergangi eða búi við illar bráðabirgðaaðstæður.
Fregnir berast af mikilli grimmd stríðandi fylk-
inga og verður, alla vega ekki úr fjarlægð, greint
hvor eða hverjar fylkingar (þær eru fleiri en tvær)
hafi á að skipa verstu böðlunum. Stríðsglæpadóm-
stólar framtíðarinnar munu skera úr um það.
Ástæður ófriðarins eru margþættar og hefur
landið um langt skeið verið pólitísk púðurtunna og
veldur margt; harðstjórn, illvígar pólitískar deilur
þar sem trúarbrögð og ættflokkar koma við sögu
og síðan liggja kveikiþræðirnir inn í átök í grann-
ríkjunum. Um þetta fjölyrði ég ekki í þessum fáu
línum, vil aðeins láta í ljósi þá von að vopna-
hlésviðræðurnar sem hófust í Sviss í lok síðasta
mánaðar beri árangur.
Stríðið í Sýrlandi hefur nú staðið sleitulaust und-
anfarin rúm tvö ár og farið stigvaxandi. Hér þurfa
margir að horfa í eigin barm, líka þau ríki sem séð
hafa stríðandi fylkingum fyrir vopnum, að ekki sé
minnst á eiturefnin sem Sýrlandsstjórn er talin
hafa notað í framleiðslu efnavopna. Þau eru sögð
hafa komið frá Bretlandi og Þýskalandi.
Óljósar fréttir hafa borist af hlutskipti fólks á
flótta innanlands í Sýrlandi. Fréttir af hinum, sem
eru utan landamæranna, eru skýrari. Öllum ber sam-
an um að álagið á grannríkin sé gríðarlegt. Tyrkir
hljóta almennt lof þeirra sem fylgjast með gangi
mála, fyrir hve þeir leggja sig fram um að búa vel að
fólkinu þótt fjöldi þess sé orðinn slíkur – hálf milljón
manna – að ástandið sé að verða þeim óviðráðanlegt.
Í Írak eru um 200 þúsund sýrlenskir flóttamenn,
margir þeirra Kúrdar, og er þetta sem olía á ófrið-
areld sem logar á þessum slóðum langt inn í Írak. Í
Líbanon er ástandið hrikalegt. Þangað streyma nú
að jafnaði á degi hverjum á milli tvö og þrjú þúsund
manns og er heildarfjöldi flóttamanna í landinu nú
orðinn ein milljón. Það er mikið álag fyrir þjóð sem
telur tæpar fimm milljónir og á sjálf við miklar erjur
og efnahagsþrengingar að stríða. Í Líbanon skortir
alla innviði til að takast á við vandann og er ástandið
eftir því. Sama gildir um Jórdaníu, þar er fjöldi sýr-
lenskra flóttamanna nú yfir hálf milljón.
Tilefni þessara skrifa eru umræður um Sýrland á
nýafstöðnu þingi Evrópuráðsins sem ég sat. Þar
kom hið sama fram og ég áður hef orðið vitni að:
Augljóst er að þau sem farið hafa á vettvang og
kynnt sér aðstæður í flóttamannabúðunum hafa
orðið fyrir taugalosti, svo slæmt er ástandið.
Meirihluti fólksins sem hrekst undan stríðinu í
Sýrlandi eru börn, og af fullorðnum eru konur í
meirihluta. Ofbeldi í þeirra garð mun vera yfir-
gengilegt, mansal og nauðganir hið daglega brauð.
Í umræðunni í Evrópuráðinu var kallað eftir
hjálp. Við Íslendingar þurfum að heyra það ákall og
ræða hvernig við getum best orðið að liði. Nokkrar
Evrópuþjóðir hafa rétt fram hjálparhönd. Svíar
skáru sig snemma úr með lofsverðu frumkvæði. En
miklu meira þarf til.
Sýrland
ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM
Ögmundur
Jónasson
ogmundur@althingi.is
Ómar Ragnarsson er útsjónar-
samur og hefur búið sér til góðar
æfingar með hlutum sem annars
þættu drasl. „Var
að koma úr „rækt-
inni“ minni, sem
er svo einföld,
stigar, steypu-
klumpar og stóll,
sem átti að henda
fyrir 14 árum. Var að henda inn
myndum í bloggpistil um það að
peningaleysi, léleg hné og samfallnir
hryggjarliðir þurfa ekki að vera
nein afsökun fyrir því að láta líkam-
ann drabbast niður.“ Það er mikil-
vægt að hreyfa sig og ljóst að ekki
þarf að hafa mikið fyrir sniðugum
aðferðum til þess.
Stórleikarinn Philip Seymor
Hoffman lést fyrir viku og margir
tjáðu sig um andlát hans á Face-
book. „Er eyði-
lögð yfir fréttum
af andláti Philip
Seymour Hoff-
man. Stórkostleg-
ur leikari, þvílíkur
missir! PSH var mín mælistika á
gæði kvikmynda. Ef hann var í henni
þá var hún þess virði að sjá,“ sagði
Ásta Andrésdóttir, aðstoðarrit-
stjóri Iceland Review, um leik-
arann.
Útvarpskonan Sirrý Arnar-
dóttir hampaði Google fyrir að
taka þátt í mótmælum gegn rúss-
neskum yfirvöldum og árásum
þeirra á samkynhneigða. „Gott hjá
Google að taka afstöðu með
mannréttindum samkynhneigðra.
Vona að rússnesk yfirvöld googli
sem mest og verði fyrir áhrifum.“
Bubbi Morth-
ens skrifar hlýleg
orð til Hrafnhildar
Hafsteinsdóttur,
eiginkonu sinnar, á
afmælisdegi henn-
ar á föstudag. „Hún á afmæli í dag
fallega ástin mín móðir og flotta
fyrirmynd dætra okkar með falleg-
ustu brúnu augu í heimi, tala nú
ekki um brosið hennar og hlátur. Á
þessu heimili er hún hjartslátt-
urinn.“
AF NETINU
Mest sótta vefsíða heims, leit-
arvélin Google, sendi netnot-
endum skýr skilaboð við upphaf
Vetrarólympíuleikanna með því
að hafa merki sitt í litum regn-
bogans og sýna þannig samstöðu
með baráttu samkynhneigðra.
Facebook, Youtube og Yahoo
koma næst á eftir Google í net-
umferð í heiminum en enginn
þessara vefrisa sá ástæðu til þess
að senda notendum sínum sömu
skilaboð.
Google er í góðri aðstöðu til að ná at-
hygli fólks enda stærsta vefsíða veraldar.
Skýr skilaboð
frá Google
Sælgætisbréf spila ákveðið hlutverk í leik-
mynd sýningarinnar Bláskjás sem frumsýnd
verður í Borgarleikhúsinu á laugardag. Að-
standendur sýningarinnar lýstu sérstaklega
eftir bréfum utan af Quality Street sælgæti
fyrir jólin og sendu þau boð út til vina sinna
gegnum samfélagsmiðla að geyma bréfin til
að hægt væri að nota þau í sýningunni, en þau
eru hluti af leikmunum, Heimturnar voru vel
umfram væntingar en heill svartur ruslapoki
af litríkum nammibréfum safnaðist.
Nammibréf á svið
Vettvangur
Leikurinn um Ofurskálina, Super Bowl, fór fram í síðustu viku. Enginn
auglýsingatími í sjónvarpi í heiminum kostar jafnmikið og auglýs-
ingaplássin í hálfleik á Super Bowl.
Tim Teabow, sem eitt sinn var umtalaðasti leikmaður NFL-deild-
arinnar en er nú án samnings, sló í gegn þetta árið í auglýsingum fyrir T-
Mobile fyrirtækið. Þar talaði hann mikið um hversu gott það væri að vera
án samnings. Í stuttu útgáfunni, sem rúllaði jafnt og þétt yfir allan leik-
inn, var reglulega minnst á hvalveiðar Íslendinga. „Ísland, ég er að horfa
á ykkur,“ sagði Teabow þegar hann átti að vera tala um heimsfrið og
hæfileika sinn að tala við hvali.
111 milljónir horfðu á Super Bowl þar
sem Tim Teabow birtist reglulega og
talaði gegn hvalveiðum Íslendinga.
Komu við sögu í Super Bowl
Það er oft hart
barist í leikjum um
Ofurskálina.