Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 51
9.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 yfir hámarkshraða eða brotið einhver önnur lög þrátt fyrir að ég hafi aldrei verið tekin eða sektuð eða dæmd fyrir það.“ Hildur telur vandamálið liggja í einhvers konar samfélagslegri undirmeðvitund sem sé ekki tilbúin að taka á ofbeldi. „Þessi undir- meðvitund hefur ekki lært alveg að höndla það að við séum að tala upphátt og opinskátt um kynferðisofbeldi og hverjir beita því og hverjir verða fyrir því.“ Ráðlagt að fremja sjálfsmorð Hildur fær ekki alltaf sérlega góða útreið hjá svokölluðum netverjum og hún hefur þurft að sitja undir ýmsum ásökunum þegar hún hefur haft sig sem mest í frammi og verið kölluð ljótum nöfnum. Sjálf tekur hún oft sterkt til orða og vandar fólki ekki endilega kveðjurnar. En jafnvel þeir sem halda sig á jörðinni og sleppa dónaskapnum eiga það til að nefna öfg- ar í samhengi við femínisma og taka Hildi sem dæmi um svokallaðan öfgafemínista. „Ég held að þetta öfgatal sé ástæðan fyrir því að við þurfum á femínisma að halda. Það sem fólk kallar öfgakennt eru yfirleitt konur að ræða málin á netinu, leita að leiðum til að gera heiminn betri og gera þá sem beita of- beldi ábyrga fyrir því ofbeldi. Mínar leiðir eru kannski óhefðbundnari, hrista stundum upp í umræðunni og geta hugsanlega stuðað en það er alveg sama hvað ég reyni, ég get ekki komið auga á öfgar í þeim málflutningi. Ég myndi skilja að vera kölluð öfgakennd ef ég gengi um göturnar og sparkaði í punga eða sæti á Lækjartorgi og byggi til vúdúdúkkur af körlum. Hins vegar verða viðbrögðin við því sem femínistar leggja fram í umræðunni oft öfgakennd. Mér finnst öfgakennt þegar mér er hótað ofbeldi eða ráðlagt að fremja sjálfsmorð eða sagt að tilvera mín sé sóun á súrefni. Og er ekki líka öfgakennt hvernig komið hefur verið fram við konur í árþús- und?“ spyr hún á móti. Hefur margoft skipt um skoðun Það er ljóst að Hildur varð ekki baráttukona á einni nóttu þótt hún hafi mjög skyndilega komið inn í opinbera umræðu. Hún segist þó ekki hafa sérstök markmið eða vera búin að ákveða hvað hún gerir næst. „Ég vil bara taka einn dag í einu og ræða þau vandamál opinberlega og opinskátt sem ég rekst á á ráfi mínu um heiminn. Mér finnst þetta ótrúlega gefandi og merkilegt og ég er svo þakklát fyr- ir að hafa rödd og tækifæri til að koma þess- um hugsjónum mínum á framfæri. Mér finnst ég alveg óendanlega heppin. Á sama tíma finnst mér hvíla á mér ákveðnar skyldur. Mér finnst ég vera siðferðislega skyldug til að nýta þetta tækifæri meðan ég hef það. Tala máli þeirra sem telja sig misrétti beitt. Ég hef engin önnur áform en að halda því áfram eins lengi og ég get.“ Hún viðurkennir þó að ekki sé alltaf allt sem frá henni kemur í skrifum á netinu þaul- hugsað. „Ég hef alveg í gegnum tíðina misst út úr mér hluti sem ég hef síðar áttað mig á að hafi verið vanhugsaðir. Og ég hef auðvitað margoft skipt um skoðun. Hef bitið eitthvað í mig og hrópað skoðun mína hátt og áttað mig síðan á því að ég hefði þurft að hugsa aðeins lengra eða skoða málið frá öðrum hliðum. En ég reyni að hafa fyrir reglu að ritskoða mig ekki eftir á, eyða ekki af netinu einhverju sem ég hef skrifað heldur frekar árétta að ég viti betur núna.“ En hvað hvetur hana til að halda áfram? „Hvatning frá fólki, fyrst og fremst. Fólk hringir í mig og sendir mér tölvupóst og stoppar mig á götu til að þakka mér fyrir það sem ég geri. Það er eldsneytið mitt. Og þegar sterk réttlætiskennd og rík pexnáttúra koma saman, þá gerist auðvitað eitthvað svona. Það er svo skrýtið hvernig pexnáttúran virkar; ég er pínulítið haldin þeirri ævintýralegu rang- hugmynd að það sé hægt að finna einhverja endanlega uppröðun orða sem útskýrir vanda- málið fyrir öllum í eitt skipti fyrir öll. Ef ég reyni nógu mikið muni ég á endanum hitta á þá uppröðun orða sem virkar og ná að sann- færa fólk um að það ranglæti sem ég finn fyr- ir sé raunverulegt. Þetta er auðvitað ósk- hyggja, en hún heldur mér mikið til gangandi,“ segir Hildur.Morgunblaðið/Ómar * Ég hef alveg í gegnum tíð-ina misst út úr mér hlutisem ég hef síðar áttað mig á að hafi verið vanhugsaðir. En ég reyni að hafa fyrir reglu að rit- skoða mig ekki eftir á, eyða ekki af netinu einhverju sem ég hef skrifað heldur frekar árétta að ég viti betur núna „Það sem fólk kallar öfgakennt eru yfirleitt konur að ræða málin á netinu, leita að leiðum til að gera heiminn betri og gera þá sem beita ofbeldi ábyrga fyrir því ofbeldi,“ segir Hildur Lilliendahl Viggósdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.