Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 32
1 eggaldin
2 egg, pískuð
1 stk hvítlauksrif
½ rauður chilipipar
2 msk af ferskri steinselju
2 dl af parmasanosti
saltvatn
hálf panna af djúp-
steikingarolíu
Skerið eggaldin í skífur og leggið í
bleyti í saltvatn í um það bil hálftíma.
Skolið það og þerrið. Skerið hvít-
lauk, chilipipar og steinselju smátt
og blandið pískuðum eggjum saman
við. Leggið eggaldinið í blönduna,
þekið með parmesanosti og djúp-
steikið. Kryddið með salti og pipar.
Djúpsteikt
eggaldin
1 stk sellerírót
1 stk steinseljurót
2 stk fennel
1 stk sæt kartafla
2 stk rauðrófur
4 stk skalotlaukar
4 stk hvítlauksrif
1 msk þurrkað timjan
1 msk þurrkað rósmarín
2 msk rauðvínsedik
2 msk olía
salt og pipar
Þvoið grænmetið og flysjið.
Skerið allt grænmetið í frekar
grófa bita og setjið í eldfast mót.
Blandið saman kryddjurtum,
salti og pipar, olíu og ediki og
blandið saman við grænmetið.
Bakið í ofni við 180°C í um 1
klukkustund.
Ofnbakað
rótargrænmeti
2 bollar steinselja
4 stórir hvítlauksgeirar
¼ bolli ferskt óreganó (eða 4
tsk þurrkað)
¼ bolli rauðvínsedik
½ tsk chiliflögur
½ tsk Maldon-salt
svartur pipar eftir smekk
1 bolli jómfrúarolía
Blandið öllu vel saman í mat-
vinnsluvél, best er að geyma sósuna
í kæli í sólarhring áður en hún er
borin fram en a.m.k. í 2 klst.. Hrærið
í sósunni áður en hún er borin fram.
Sósan geymist í um viku í kæli.
Argentínsk
chimichurri-sósa
1 hryggjarsneið (porterhouse-steik) á
hverja tvo gesti
ólífuolía eftir smekk
1 msk ferskt rósmarín
1 msk svartur pipar
1 pressað hvítlauksrif
sjávarsalt eftir smekk
Blandið ólífuolíu, rósmaríni, hvítlauk og
svörtum pipar saman og marínerið kjötið
blöndunni í nokkrar klukkustundir. Grillið
kjötið í nokkrar mínútur á hvorri hlið við
hæsta hita. Stingið kjötinu inn í ofn og hitið
við 225°C þar til kjötmælir sýnir kjarnhitann
54°C.
Þegar steikurnar koma úr ofninum eru þær
saltaðar vel með sjávarsalti.
Porterhouse-steik
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.2. 2014
Matur og drykkir
Meðlætisuppskriftir passa allar fyrir 4-5
Tvær öskjur portobellosveppir
1 box kastaníusveppir
1 dl tamarí sósa
2 dl sojasósa
2 msk sesamolía
1 tsk chilipipar
1 tsk hvítlaukskrydd
Skerið sveppi í bita og blandið öllum
hráefnum saman. Látið þá standa í tvo
klukkutíma og bakið þá í ofni við 180°C
í um hálftíma.
Blandaðir sveppir
350 g smjör
4 eggjarauður
2 msk hvítvínsedik
½ msk sterkt sinnep
karrí á hnífsoddi
cayenne-pipar á hnífsoddi
¼ nautakraftskubbur
½ msk þurrkað estragon
sjávarsalt og nýmalaður pipar
Bræðið smjörið í potti við vægan hita. Þeytið
eggjarauðurnar ásamt ediki, sinnepi, karrí og
cayenne-pipar þar til blandan verður ljós og
létt. Leggið pottinn á vinnuborðið og hellið
smjörinu smám saman út í og hrærið vel á
milli. Þegar 1/3 hluti af smjörinu er kominn í
blönduna er kjötkraftskubbi og estragoni
bætt við og síðan haldið áfram að bæta
smjörinu smám saman við þar til það er upp-
urið. Kryddið til með salti og pipar.
Bernaise-sósa Döddu
1 askja konfekttómatar, smátt
skornir
1 laukur, smátt skorinn
4 msk majónes
2 msk sýrður rjómi
karrí eftir smekk
smá chiliduft
salt eftir smekk
Hrærið öllu varlega saman í sósu.
Stekkjarbólssósa