Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 2
Framhaldsskólanemendur sýndu kennurum samstöðu í kjarabaráttu sinni í vikunni með
því að koma saman á Austurvelli. Kennarar í framhaldsskólum fóru í verkfall hinn 7. nóv-
ember árið 2000 og þá sýndu nemendur þeirra einnig stuðning sinn í verki með því að
efna til setuverkfalls í fjármálaráðuneytinu eins og sést á myndinni að ofan. Þannig vildu
nemendurnir hvetja ráðamenn til að binda enda á verkfallið. Því lauk reyndar ekki fyrr
en tveimur mánuðum síðar en kennsla hófst í framhaldsskólum að nýju 8. janúar 2001.
AUGNABLIKIÐ
Morgunblaðið/RAX
NEMENDUR
STYÐJA SÍNA
KENNARA
ÞÁ OG NÚ
Morgunblaðið/Þórður
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.2. 2014
Ævintýrin enn gerast segir í lag-
inu. Engu er líkara en Ívar Páll
Jónsson söngleikjahöfundur hafi
haft það að leiðarljósi þegar hann
fór af stað í þá vegferð að fá söng-
leik sem íslensk leikhús höfðu
hafnað settan upp í sjálfri New
York-borg. Hann gafst ekki upp
og nú er fjármagn til að setja upp
sýningu í einni af höfuðborgum
söngleikjamenningar í heiminum
tryggt. Ævintýrið getur hafist. Ív-
ar Páll og samstarfsmenn hans
segja okkur sögu verksins í
blaðinu í dag.
Tónleikahald stærstu popp-
stjarna veraldar jafnast á við
stærstu söngleiki í umfangi. Ung-
ar popptónlistarkonur virðast
vera undir sífellt aukinni pressu
að koma fram nánast naktar og
reyna að ögra með klámfengnum
tilburðum. En hvaðan kemur
þessi pressa? Hver biður eig-
inlega um þetta? Rýnt er í þessi
mál í úttekt í blaðinu í dag. Í
fréttaskýringaþættinum 60 mín-
útur var nýverið fjallað um tón-
listarkonuna Taylor Swift, en hún
er ein þeirra sem taka ábyrgð sína
sem fyrirmynd ungra stúlkna al-
varlega og hefur tekið fyrir það að
koma fram nakin á myndum eða
vera með ögrandi framkomu á
sviði. Hún telur sig einfaldlega
ekki þurfa á því að halda. Sem er
rétt hjá henni því aðeins 21 árs
gömul hefur hún selt á annan tug
milljóna platna og er eitt stærsta
nafnið í heimi popp- og kántrí-
tónlistar í Bandaríkjunum. Samt
fækkar hún ekki fötum. Hvers
vegna ætli aðrar hæfileikaríkar
tónlistarkonur á borð við Rihönnu
finni sig knúnar til að ganga sífellt
lengra í sinni framkomu og fækka
fleiri spjörum? Biðjum við – neyt-
endur – um þessa nekt? Og ættum
við þá kannski að hætta því?
Ævintýri eru skemmtileg og
vonandi endar ævintýri hins al-
íslenska söngleiks sem nú er kom-
inn í útrás vel. Og vonandi haldast
spjarirnar á flestum þátttak-
endum líka.
RABBIÐ
Nekt og ævintýri
Eyrún Magnúsdóttir
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Útgefandi Óskar Magnússon
Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hvað? Námskeið í lifandi hlutverkaleik.
Hvar? Hótel Square á Hlemmi.
Hvenær? Laugardag kl. 16.
Nánar: Frítt námskeið í lifandi hlut-
verkaleik. Þátttaka er frjálst val.
L.A.R.P.-námskeið
Hvað? Listasmiðjur fyrir
fjölskylduna.
Hvar? Menningar-
miðstöðinni Gerðubergi.
Hvenær? Laugardag kl.
13-16.
Nánar: Fjölskyldum boðið að taka þátt í
fjölbreyttum og spennandi listasmiðjum.
Andlitsmálning, skuggaleikhús, bún-
ingasmiðja og fleira. Aðgangur ókeypis.
Heimsdagur barna
Í fókus
VIÐBURÐIR HELGARINNAR
Hvað? Flóamarkaður.
Hvar? Hinu húsinu.
Hvenær? Laugardag kl. 13-17.
Nánar: Ungt fólk selur af sér spjarirnar
ásamt alls kyns smávöru. Heitt á könn-
unni.
Markaður Hins hússins
Hvað? Styrkt-
artónleikar.
Hvar? Hörpu.
Hvenær? Sunnudag
kl. 20.
Nánar: Tónleikar til
styrktar rannsóknum
á arfgengri heilablæðingu. Fram koma
Bubbi Morthens, Þórunn Antonía, Ka-
leo og fleiri. Verð 3.900 kr.
Ég á líf
Hvað? Klassík í Salnum.
Hvar? Salnum, Kópavogi.
Hvenær? Sunnudag kl. 16.
Nánar: Ný klassísk kammertónleika-
röð þar sem margir af bestu listamönn-
um landsins koma fram. Verð 3.300.
Kammermúsík
Hvað? Matarfjör.
Hvar? Ikea.
Hvenær? Alla helgina
milli 13 og 17.
Nánar: Ikea kynnir nýj-
ar heimapítsur, brauð-
stangir og fleira. Boðið upp á smakk og
kennslu við handbrögðin.
Smakk í Ikea
* Forsíðumyndina tók Golli.