Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 42
Alltaf er eitthvað um að vera á skrifstofu SÍNE, Sambands íslenskra námsmanna er- lendis. Þar stendur Hjördís Jónsdóttir vaktina og leiðbeinir námsmönnum á leið út í heim. Hvað eruð þið mörg í heimili? Við erum fjögur: ég, synir mínir Magnús og Daníel og Ole pabbi þeirra. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Ég á alltaf til léttmjólk, smjörva, kaffijógúrt frá Bio Bú (algjört uppáhald!) og egg. Hvar kaupirðu helst inn? Yfirleitt versla ég í Bónus en stundum fer ég í Fjarðarkaup og Hagkaup. Við sem bú- um í Hafnarfirði og nágrenni erum svo heppin að hafa tvær mjög góðar sérversl- anir í hverfinu sem eru Kjötkompaní og Fiskbúðin Trönuhrauni 9. Þær heimsæki ég báðar reglulega. Hvað freistar mest í matvöru- búðinni? Halloumi-ostur. Ég er svo glöð að þessi dásamlegi kýpverski ostur er loksins fáan- legur á Íslandi. Einnig fersk ber, hindber, brómber og jarðarber. Hvernig sparar þú helst í heim- ilishaldinu? Ég reyni að kaupa bara inn það sem við þurfum hverju sinni og nýta það vel. Við búum líka til pitsudeig frá grunni og eigum alltaf í frysti. Hvað vantar á heimilið? Umhverfisvænan, sparneytinn fjöl- skyldubíl. Eyðir þú í sparnað? Já, en það mætti vera meira. Græddur er geymdur eyrir var markaðsherferð sem var keyrð af einhverjum bankanum í barn- æsku minni og ég mætti taka meira mark á þessum orðum. Skothelt sparnaðarráð? Að eiga fáa en fallega hluti á heimilinu. Kaupa frekar gæði en magn. Einnig er gott að fylgjast með vefsíðum sem halda utan um fjölbreytta afþreyingu sem kostar oft lítið sem ekkert, s.s. fyrirborn.is þar sem haldið er utan um skemmtilegar hug- myndir og viðburði fyrir barnafjölskyldur og tonleikar.net þar sem hægt er að finna tónleika sem í boði eru hverju sinni, stundum ókeypis. HJÖRDÍS JÓNSDÓTTIR Velur gæði umfram magn Hjördís segist eiga erfitt með að standast kýp- verska Halloumi ostinn úti í búð. Morgunblaðið/Þórður Nú þegar styttist í Valentínusardag er við hæfi að Aurapúkinn ræði um ást og peninga. Púkinn hefur komið víða við á viðburðaríkri ævi, og eftir margar misvel heppnaðar tilraunir í ást- armálum hefur það runnið upp fyrir honum hversu miklu peningar geta breytt fyrir ástarsamband. Það getur nefnilega verið afskaplega erfitt að byggja upp gott samband við manneskju sem ekki kann að fara með peninga, eða er ekki fjárhagslega sjálfstæð. Það getur haft skaðleg áhrif á heilbrigði sambandsins ef mikill efnahagslegur valdamunur er á einstaklingunum, og svo er það endalaus upp- spretta leiðinda og núnings ef annar aðilinn er gjarn á að sólunda fé í vitleysu. Aurapúkinn veit að ástin er blind og ekki hægt að ráðleggja lesendum að láta tilfinningar sínar stjórnast af því hvað stendur í bankayfirlitinu eða vanskilaskránni. En kannski er rétt að mæla með því að fólk komi fjármálum sínum í lag, því það ger- ir það að betra hráefni í gott og langlíft samband. púkinn Aura- Peningarnir og ástin *Fjármál heimilannaÞað er óskemmtileg lífsreynsla að lenda í slysi í nýju landi með engar tryggingar Í slendingar alast upp við sögur af forn- hetjum sem héldu óttalausar út í heim. Margir tileinka sér strax í barnæsku orð Egils Skallagrímssonar og stefna að því að „fara á brott með víkingum“ þegar tæki- færi gefst. En áður en haldið er af stað á vit tækifær- anna þarf að skilja að tryggingamál geta breyst mjög um leið og Ísland er yfirgefið. Verndar Tryggingastofnunar ríkisins nýtur alla jafna ekki lengur við þegar landið er kvatt og ferðatryggingar gilda yfirleitt ekki lengur en í 90 daga. Fyrir suma getur verið að tryggingahliðin setji svo stórt strik í reikninginn að það tak- marki mjög hvaða lönd koma til greina til að stofna heimili. Árni Reynisson, vátryggingamiðlari og eigandi Hagals, segir það fyrst og fremst vera læknatryggingu, sem greiðir sjúkra- kostnað vegna slysa og veikinda, og svo ör- orkutryggingu sem huga verður að. Aðrar tryggingar sem keyptar eru af íslenskum tryggingafélögum, s.s. líftrygging, gilda óháð búsetulandi hins tryggða. Veltur á landinu Árni segir tryggingaumhverfið mjög misjafnt eftir löndum, og eins geti breytt miklu á hvaða forsendum fólk er búsett á hverjum stað. „Bandaríkin hafa t.d. algjöra sérstöðu og eru tryggingar þar mjög dýrar, en líka vaninn að vinnuveitandinn greiði fyrir trygg- ingarnar sem hluta af launakjörum starfs- manna. Á meðan er það alla jafna reglan í Evrópu að Íslendingar ganga þar inn í al- mannatryggingakerfi landsins þar sem þeir taka upp búsetu.“ Utan Vesturlanda er svo allur gangur á hvernig heilbrigðis- og tryggingakerfi eru uppbyggð og eins hvaða gæði eru á þeirri þjónustu sem í boði er t.d. á almennum sjúkrahúsum. Árni segir viðunandi trygg- ingar ekki svo dýrar. „Algengt verð á sjúkrakostnaðartryggingu er um 160.000 kr. á ári, og er það þá trygging sem gildir um allan heim að Bandaríkjunum undanskildum, og ákvæði í tryggingunni um sjúkraflutning til heimalandsins. Algengt verð á ör- orkutryggingu getur verið á bilinu 100- 200.000 kr. fyrir starfstryggingu, þar er örorka miðuð við starf eða sérgrein hins tryggða.“ Haraldur Thorlacius, tryggingasérfræð- ingur hjá Tryggingamiðlun Íslands, bendir á að fólk með slæma sjúkrasögu hafi lent í því að vera neitað um tryggingu. „Ef langvinn krónísk veikindi eru til staðar má eiga von á að tryggingin verði dýrari, eða viðkomandi sjúkdómur er undanskilinn tryggingavernd- inni, eða að trygging er hreinlega ekki í boði,“ útskýrir hann. „Ef fólk glímir við kostnaðarsaman sjúkdóm gæti því verið mjög dýrt að setjast að í landi þar sem ekki er hægt að stóla á góðar almannatryggingar, því kostnaðurinn af læknis- og lyfjakostnaði vegna sjúkdómsins lendir annars væntanlega allur á einstaklingnum sjálfum.“ Iðgjöldin fyrir alþjóðlegar tryggingar seg- ir Haraldur að eigi að vera vel viðráðanleg fyrir einstaklinga með ágætar tekjur. „Dæm- ið getur þó horft öðruvísi við ef öll fjöl- skyldan er með í för. Tryggja þarf hvern og einn fjölskyldumeðlim á n.v. sömu kjörum og getur verið dýrt ef fyrirvinnan er aðeins ein og börnin mörg.“ Verður að skoða smáa letrið Guðmundur Hafsteinsson hjá Consello starf- aði á sínum tíma sem skrifstofustjóri hjá flugfélaginu Atlanta og þekkir vel hvað að- stæður geta verið breytilegar eftir löndum. Hann varar við því að í mörgum heims- hornum geti verið skelfilegt að vera ekki með góðar tryggingar ef slys eða veikindi ber að höndum. Hann minnir líka á að á meðan TR annast kostnað vegna hvers kyns atvika og slysa á Íslandi séu alþjóðlegar sjúkra- og örorkutryggingar oft með mörg- um undaþáguákvæðum. „Fólk þarf að lesa samningana vel og skilja til hlítar hvaða verndar það nýtur eða nýtur ekki. Það getur t.d. verið að slys sem hendir vegna gáleysis tryggingataka séu undanskilin, eða ef hinn tryggði slasast við áhættusama iðju á borð við fallhlífarstökk og mótorhjólaakstur.“ Loks þarf að nefna að þegar snúið er aft- ur heim til Íslands virkjast réttindi í al- mannatryggingakerfinu alla jafna ekki að nýju fyrr en eftir sex mánaða búsetu. Þarf því að kaupa tryggingu fyrir fyrsta hálfa ár- ið eftir heimkomu. BÍÐA TÆKIFÆRIN Í ÚTLÖNDUM? Ekki sigra heim- inn ótryggður MARGIR LANDSMENN VELJA AÐ VERJA STUTTUM EÐA LÖNGUM HLUTA ÆVINNAR ERLENDIS. ÞEGAR ÚT ER KOMIÐ GETUR VERULEIKINN Í TRYGG- INGAMÁLUM VERIÐ ALLT ANNAR EN FÓLK Á AÐ VENJAST FRÁ ÍSLANDI Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það getur verið gaman að lifa og starfa erlendis, a.m.k. um skeið. Frá Indlandi. AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.