Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.2. 2014
V
etrarólympíuleikarnir eru hafnir í
Sotsjí við Svartahaf með pomp og
prakt. Umræðurnar á Vest-
urlöndum um leikana, ekki síst síð-
ustu mánuðina, hafa farið úr bönd-
unum.
Plássfrek umræða
Með fullri virðingu fyrir vetraríþróttum er þessi vett-
vangur þeirra eins konar „litlu Ólympíuleikar“ og að
jafnaði fá þeir miklu minni athygli en þeir stóru. Síð-
ustu einn til tvo áratugina hefur verið nær ómögulegt
að ræða um trúmál og kirkju eða stefnu einstakra
kristinna safnaða án þess að málefni samkynhneigðra
tróni þar í fyrsta sæti og yfirskyggi allt annað. Það
kann að vera alvarlegur glæpur gegn rétttrúnaði að
nefna þetta, en þá verður að hafa það. Auðvitað er það
ekki að ástæðulausu að slík mál hafi verið rædd innan
kirkjunnar og af þeim sem utan hennar standa. En við-
urkenna ber að staðan er öll önnur en fyrir örfáum ár-
um og er Ísland í tiltölulega fámennum hópi ríkja hvað
þetta varðar. Innan og utan safnaða er margt annað
sem ræða þarf og þeir sem vilja taka þátt í þeirri um-
ræðu eiga rétt á að fá að gera það ótruflaðir af öðru,
þótt engri umræðu skuli úthýst.
Málefni samkynhneigðra hafa einnig verið langfyrir-
ferðarmest í fréttum, fyrirsögnum og mótmælum í að-
draganda Ólympíuleikana í Sotsjí og ýmsir málsmet-
andi menn hafa krafist þess að leikarnir væru
hundsaðir eingöngu vegna nýlegra laga um samkyn-
hneigð sem rússneska Dúman hefur samþykkt.
Hverju er nákvæmlega
verið að mótmæla?
Stjórnarandstæðingar í Rússlandi nefna fyrir sitt leyti
meinta spillingu og einræðistilburði Pútíns þegar þeir
leitast við að ná athygli fyrir sín sjónarmið í tengslum
við leikana.
Nýlegur vandaður fréttaþáttur í norrænni sjón-
varpsstöð fjallaði um þessi mál og virtist vera meira
jafnvægi í þeirri umfjöllun en víða annars staðar. Þar
voru til að mynda heimsóttir tveir glæsilegir skemmti-
staðir í miðbæ Sotsjí, sem einkum höfða til samkyn-
hneigðra og skemmtiatriði þeirra tóku mið af því.
Rætt var við gesti og skemmtifólk á stöðunum. Fram
kom að yfirvöld hefðu aldrei gert athugasemd við
starfsemina. Því var haldið fram í þessum þætti að hin
umdeildu lög þings Rússlands bönnuðu eingöngu að
börn undir 18 ára aldri væru frædd um samkynhneigð
eða „jákvæðum áróðri“ fyrir henni væri beint að börn-
um undir þeim aldri. Ekki er líklegt að það bann skili
miklu. Þeir Íslendingar, sem komnir eru yfir miðjan
aldur, minnast þess ekki að þeir hafi nokkru sinni
fengið opinbera kynfræðslu í skólakerfinu þótt það
hafi sjálfsagt alls ekki verið bannað og sá skortur hafi
ekki komið verulega að sök. Það má vera að það sé
ekki rétt mat hjá þeim, enda hefur síðan nokkuð verið
bætt úr. Íslendingar telja sig með réttu í fremstu röð í
löggjöf um að kynhegðun skuli ekki draga fólk í dilka.
Pussy Galore þá
og Pussy Riot núna
* En sjálfsagt þykir að þrengja aðRússum í tengslum við alþjóðlegaíþróttahátíð, vegna laga þeirra sem
snerta samkynhneigð. Þau lög virðast
þó hrein hátíð hjá þeim sem gilda á
Indlandi, víða í Afríku og löndum sem
falla undir réttlæti Múhameðs.
Reykjavíkurbréf 7.2.14