Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.2. 2014
Matur og drykkir
H
ópurinn sem hittist þetta kvöld
samanstendur af æskuvinkonum
mínum og mökum þeirra en við
stelpurnar erum úr Hólahverfinu í
Breiðholti,“ segir Hrefna Lind Ásgeirsdóttir
sem efndi til matarboðs föstudagskvöld eitt í
austurbæ Reykjavíkur. Þemað var steik og
frábært meðlæti.
„Við hittumst um það bil 6 sinnum á ári og
reynum að miða við að sem flestir geti mætt
en það er aldrei alveg þannig því við erum
svo mörg. Við miðum við að hafa alltaf eitt-
hvert þema. Þannig höfum verið með ind-
verskt þema, asískt eldhús, tapas, sérstakt
jólaþema og núna langaði okkur í steik svo að
það var steikarþema. Allir útbúa einhvern rétt
eða meðlæti þannig að þetta er ekki mikið
mál.
Við erum í matarklúbbi og hittumst svona
annan hvern mánuð eða bara þegar flestir sjá
sér fært að mæta og við reynum að rótera á
milli hvar við hittumst.“
Hópurinn ákveður hvað hver útbýr með því
að ráðfæra sig á Facebook-síðu sem hann
heldur úti í kringum matarklúbbinn. Meðlætið
var einkar veglegt þetta kvöld og margar nýj-
ungar á boðstólum.
„Ég held að við höfum toppað okkur í þetta
skiptið og þetta var frábært kvöld. Kjötið var
svo vel heppnað og safaríkt og það lögðu allir
sig hundrað prósent fram við meðlætið og
gerðu eitthvað svolítið öðruvísi. Ég og mað-
urinn minn vorum sammála um að af mörgu
góðu hefði aspasinn verið bestur enda klár-
aðist hann fyrst. Við sjálf vorum með kúrbíts-
franskar og þá má sérstaklega nefna að Dag-
mar vinkona mín kom með sósu sem er
uppskrift frá tengdamóður hennar, svokölluð
Stekkjarbólssósa, sem er eins konar ættarsósa
þeirra. Hún passaði mjög vel með frönskunum
og öllu grænmetinu og kom á óvart því hráefnið
er ekki eitthvað sem manni dettur í hug að
setja saman.“ Chimicurry-sósan er bragðmikil
steikarsósa sem passaði vel með kjötinu og auð-
vitað bernaise-sósan.
Pitsur og súpur klikka ekki
með stóra hópa
Hrefna Lind er alla jafna dugleg að halda mat-
arboð. Fyrir utan þennan hóp býður hún gjarn-
an vinum og fjölskyldu í mat og þá ekki endi-
lega flókið borðhald heldur heimilismat og
pitsur eru þar vinsælar. Hún hefur skoðað mat-
reiðslubækur og horft á matreiðsluþætti frá því
að hún var krakki en er þó ekki á því að fara
mikið eftir uppskriftum heldur notar hún það
sem hún veit sem grunn í að gera eitthvað upp
úr sjálfri sér.
„Þegar ég er með mjög stóra hópa er ég allt-
af með súpu og alltaf þá sömu, beikon- og tóm-
atsúpu því hún klikkar aldrei. Heimatilbúnar
pitsur er líka svo þægilegt að útbúa því maður
getur undirbúið allt áður og á þá ekkert eftir
nema skella þeim í ofninn. Ég lærði það af
móður minni að vera alltaf með matinn tilbúinn
á réttum tíma þannig að maður geti sinnt gest-
unum. Það er því líka sniðugt að hafa til dæmis
mexíkóska veislu þar sem allt þarf ekki að vera
hundrað prósent heitt. Við í matarklúbbnum er-
um þó yfirleitt með matinn hálftilbúinn þegar
við mætum og klárum eldamennskuna í eldhús-
inu þar sem boðið er haldið.“
Vinkonurnar úr Hólahverfinu ásamt eiginmönnum, frá vinstri: Dagmar Ýr Sigurjónsdóttir, Eva Björk Sigurjónsdóttir, Hildur Guðbjörnsdóttir, Selma Gunnarsdóttir, Gunnella Hólmarsdóttir, Bjarni Már
Magnússon, Hrefna Lind Ásgeirsdóttir, Eðvarð Atli Birgisson, Birgir Steinarsson, Atli Már Sigurðsson, Fjölnir Freyr Haraldsson, Björn Ingvarsson og Þórhalla Austmann Harðardóttir.
Morgunblaðið/Ómar
ALLS KYNS SÓSUR OG GÓÐGÆTI
Meðlætisveisla með steik
HANN ER STÓR MATARKLÚBBURINN SEM HITTIST FÖSTUDAGSKVÖLD EITT Í LAUGALÆKJARHVERFINU.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Hrefna Lind stingur steikunum inn í ofninn. Það er jafnan mikil stemning í eldhúsinu hjá
hópnum þar sem lögð er lokahönd á eldamennskuna.
Húsbóndinn; Bjarni Már Magnússon opnar rauðvínsflöskurnar.
*Ég held að við höfum toppað okkur í þetta skiptið ogþetta var frábært kvöld. Kjötið var svo vel heppnaðog safaríkt og það lögðu allir sig hundrað prósent fram
við meðlætið og gerðu eitthvað svolítið öðruvísi.