Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 49
9.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 og við vissum ekki hvers kyns ég var fyrr en í fermingarveislunni.“ Hann brosir. Þess má geta að faðir Ívars Páls er Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæsta- réttardómari. „Í uppeldinu lögðu foreldrar mínir alltaf áherslu á að við systkinin yrðum það sem við vildum verða og allt mitt líf hefur verið bar- átta gegn því að vera steyptur í sama mót og aðrir. Það er mjög sterkt í eðlisávís- uninni. Samt hef ég hikað við að fylgja köll- un minni öll þessi ár. Verið listamaður í lík- ama aumingja. Nú er því lokið.“ Brjálæðisleg samkeppni Revolution er að verða að veruleika. Spurður um væntingar viðurkennir Ívar Páll að hann renni blint í sjóinn. Það sé samt frekar kostur en galli að koma ferskur inn á þennan markað. „Það er brjálæðisleg samkeppni í leik- húsheiminum í New York en á móti kemur að markaðurinn er mjög stór. Við munum reyna allt sem í okkar valdi stendur til að láta þetta virka og meira getum við ekki gert. Ég hef tröllatrú á þessu verki og er reiðubúinn að setja undir mig hausinn eins og þarf. Þetta er maraþonverkefni og ég hef mörgum sinnum tekið eitt skref aftur á bak til að geta svo tekið tvö skref áfram. Ekki kemur til greina að gefast upp núna.“ Hann þagnar en botnar svo pælinguna: „Lífið snýst um að njóta augnabliksins og það ætla ég svo sannarlega að gera þegar ég sit á þriðja bekk á generalprufunni í New York í sumar.“ Morgunblaðið/Golli Ívar Páll segir það kost frekar en galla að koma nýr inn á markaðinn í New York. Mostly Human Entertainment vinn-ur að uppsetningu á Revolution inthe Elbow of Ragnar Agnarsson Furniture Painter í New York og fer jafn- fram með sýningarréttinn á verkinu. Fram- kvæmdastjóri þess og framleiðandi sýning- arinnar í New York er Karl Pétur Jónsson. Karl Pétur viðurkennir að það sé meira en að segja það að setja upp söngleik í New York. „Við settum upp ítarlega kostnaðar- áætlun og hittum í kjölfarið nokkra fjárfesta. Sumir höfðu áhuga, aðrir ekki. Eins og geng- ur. Fjármögnun er að fullu lokið og það er hópur sextán fjárfesta sem stendur að upp- færslunni í New York,“ segir Karl Pétur. Miðað við stærð og umfang sýningarinnar segir Karl Pétur að verkefnið gæti borgað sig á tíu vikum, miðað við átta sýningar á viku og fullan sal. „Þetta teljum við raunhæft. Og miðað við 360 sæta sal þá þurfum við ekki nema tæplega hálfan sal til að hvert kvöld borgi sig.“ Nauðsynlegt er að hafa vaðið fyrir neðan sig og að sögn Karls Péturs er fyrirtækið í stakk búið til að sýna fyrir tómum sal í sex vikur. „Nýjar sýningar taka ekki alltaf strax við sér, stundum þarf langa flugbraut fyrir góða sýningu. Auðvitað vonum við að New York-búar kveiki strax á ágæti Revolution en taki það tíma höfum við bolmagn til að mæta því.“ Revolution hefur að geyma tegund tónlist- ar sem lítið hefur heyrst í söngleikjum til þessa og segir Karl Pétur að markvisst verði hamrað á sérstöðunni. „Við erum ekki að fara inn á túristamarkaðinn. Það er alveg ljóst. Þetta verk höfðar miklu frekar til fólks sem vill uppgötva eitthvað nýtt og ferskt. Þess vegna er New York einmitt rétti vettvang- urinn.“ Tónlistin brýtur ísinn Þróun söngleiksins hefur tekið um þrjú ár, en nú er eiginleg framleiðsla sýningarinnar haf- in. Mikið starf er framundan og ber Karl Pét- ur hitann og þungann af skipulagningu þess. Nú er lögð áhersla á að festa leikhús fyrir uppfærsluna í New York og ráða listræna stjórnendur. „Fyrirfram gæti maður haldið að erfitt væri að ná eyrum hæfileikafólks í þessum bransa í New York en það hefur ekki verið raunin. Leikhúsmógúllinn sem fram- leiðir sýninguna með okkur hefur gott orð- spor í New York og hefur komið okkur í sam- band við úrvalsfólk sem allt á að baki fjölda Broadway og Off-Broadway sýninga. Það kveikir í mörgum að taka þátt í verkefni sem er nýstárlegt,“ segir hann. „Teymið sem við erum að koma saman er fyrsta flokks.“ Það sem brýtur iðulega ísinn er tónlist Ívars Páls. „Við sendum hana út á undan okkur og viðbrögðin eru alls staðar þau sömu. Fólk fílar hana undir eins.“ Karl Pétur reiknar með að meira verði lagt upp úr kynningu í fjölmiðlum og samfélags- miðlum en auglýsingum og nefnir hann í því sambandi plötuna með tónlistinni úr sýning- unni, sem tekin verður upp í þessum mánuði. Hún verði komin út og orðin aðgengileg vestra með vorinu, áður en hefðbundin kynn- ing hefjist í fjölmiðlum, sem hjálpi tvímæla- laust til. Hann segir framboð á vönduðum söng- leikjum Off-Broadway sé ekki eins mikið og ætla mætti, innan við tíu ný verk af stærð- argráðu Revolution séu frumsýnd á ári hverju þótt leikhúsmarkaðurinn sé gríð- arstór að öðru leyti. Í umfangi er Revolution með stærri Off-Broadway sýningum ársins. „Við eigum að geta komið af krafti inn á þennan markað.“ Broadway/Off-Broadway Margir telja að Broadway leikhús séu ein- faldlega leikhús sem standa við samnefnda götu á Manhattan. Svo er ekki. Skilgrein- ingin á því sem telst Broadway og Off- Broadway felst í sætafjölda leikhússins. Broadwayleikhús eru þau sem eru með 500 sæti og fleiri, Off-Broadway eru leikhús sem hafa 100-499 sæti. Samkvæmt þessari skil- greiningu væru Þjóðleikhúsið og Borgarleik- húsið Broadway-leikhús, væru þau bara á Manhattan. Karl Pétur Jónsson framleiðandi Revolution. Morgunblaðið/Golli Gæti borgað sig á tíu vikum www.rekstrarland.isRekstrarland | Skeifunni 11 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.