Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 53
9.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Nýjasta kvikmynd hinna bandarísku Cohen-bræðra, Inside Llewyn Davis, hef- ur verið tekin til sýninga hér á landi. Bræðurnir hafa gert margar góðar kvikmyndir, sem margir halda upp á, og þessi er sögð ein sú besta. 2 Í safni Ásgríms Jónssonar, sem er á heimili listamanns- ins á Bergstaðastræti 74, hefur verið opnuð sýningin „Húsafell Ásgríms“. Er hún aðeins opin á sunnudögum til vors, frá kl. 14 til 17. Fáir þekkja þetta litla safn en full ástæða er til að líta þar inn og njóta fagurra verkanna. 4 Búast má við því að Eyja- menn og vinir hittist á Eyja- kvöldi á Spot í Kópavogi á laugardagskvöld. Þekktir tón- listarmenn úr Vestmannaeyjum koma fram, þar á meðal Logar, sem eiga nú hálfrar aldar starfsafmæli, Dans á Rósum og Bjartmar Guðlaugsson. 5 Um helgina gefst gestum á leiksýningum í Tjarnarbíói kostur á að ræða við leikara og aðstandendur sýninganna að þeim loknum, um verkin og upplif- unina. Leikrit Guðmundar Steins- sonar, Lúkas, er sýnt á laugardags- kvöld en Eldklerkurinn á sunnudagskvöld. Hefjast sýningarnar klukkan 20. 3 Landsmenn eru hvattir til að sækja sér ljós og andlegan yl í Vetrarhátíð næstu daga. Viðburðir eru mýmargir. Safnanótt er afstaðin en til að mynda verða ljósalistaverk lýst upp til mið- nættis um helgina. MÆLT MEÐ 1 Strokkvartettinn Siggi kemur fram á tón-leikum í Salnum á sunnudag kl. 16. Áefnisskrá tónleikanna er frumflutningur á nýju verki, „Serimoníu“, eftir Hauk Tóm- asson. Kvartettinn flytur einnig eldra verk eftir Hauk, „Langan skugga“, sem upphaflega var samið fyrir strengjaseptett en verður nú flutt í útsetningu fyrir kvartett. Verk Hauks verða römmuð inn af strengjakvartettum eftir Joseph Haydn og Sergei Prokofiev. Strokkvartettinn Sigga skipa Una Svein- bjarnardóttir og Helga Þóra Björgvinsdóttir á fiðlur, Þórunn Ósk Marinósdóttir á víólu og Sigurður Bjarki Gunnarsson á selló en þau starfa öll hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Kvartettinn kom fyrst fram á UNM-hátíðinni árið 2012. „ Það hafði verið draumur okkar allra að leika í kvartett sem þessum,“ segir Una. „Þegar Siggi kom fyrst fram á UNM lékum við ný verk eftir norræn tónskáld og það var ljóst að við vildum halda áfram. Það er tals- verð skuldbinding að vera í föstum kvartett sem þessum en það gengur vel.“ Hún segir afar spennandi að fá að frum- flytja þennan nýja kvartett eftir Hauk, sem hefur getið sér gott orð fyrir tónsmíðar og meðal annars hlotið Íslensku tónlistar- verðlaunin í þrígang. „Okkur finnst gaman að vinna með tón- skáldum og við höldum því áfram, en við vilj- um bara sérhæfa okkur í því að vera strengjakvartett,“ segir Una þegar spurt er hvort þau leggi áherslu á nýja tónlist. „Og það er ekki hægt án þess að leika verk eftir Haydn. Við sökkvum okkur því í eldri tónlist um leið og við lærum ný verk, en við viljum nálgast eldri verkin eins og þau séu ný. Það felst visst frelsi í því að vinna með verk sem ekki hafa verið flutt áður, og vitaskuld felst ábyrgð í því líka, en við erum spennt fyrir því að nálgast eldri verkin einnig með því hug- arfari. Það hefur verið stórskemmtilegt.“ TÓNLEIKAR STROKKVARTETTSINS SIGGA Í SALNUM Á SUNNUDAG „Draumur að leika í kvartett“ STROKKVARTETTINN SIGGI FRUM- FLYTUR VERK EFTIR HAUK TÓM- ASSON EN LEIKUR EINNIG VERK ELDRI TÓNSKÁLDA. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Strokkvartettinn Siggi. Félagarnir leggja jafnt rækt við nýja sem eldri tónlist. „Nei, alls ekki.“ Agnes segir raunar að það virki í hina átt- ina, hún sé harðari við sonardóttur sína en aðra söngvara. „Hún er ekkert barn lengur. Agnes Tanja hefur marga góða kosti og einn sá albesti er að aldrei þarf að segja henni neitt tvisvar.“ Spurð hvort þær séu líkar svarar Agnes Tanja hiklaust játandi. „Ég segi það. Ég hef skapið en amma er svolítið rólegri.“ Amma hennar kinkar kolli. „Maður verður yfirvegaðri með árunum.“ Þær hlæja. „Við erum að minnsta kosti líkar í tónlist- inni,“ segir Agnes. „Hún ólst líka upp undir minni handleiðslu. Ég fór með hana á sinfón- íutónleika og fleira.“ „Já, núna,“ svarar Agnes Tanja spurð hvort hún sé þakklát fyrir það. Agnes segir það aldrei gera börnum illt að kynnast klassískri tónlist snemma. Ekki sé nóg að lesa bara Andrés Önd. Spurð hvort pottur sé brotinn í þessum efnum hér á landi svarar hún játandi. „Við erum ekki nógu dugleg við tónlistaruppeldið og menningaruppeldið yfir höfuð. Einhvers staðar höfum við gert eitthvað rangt. Nú er það bara popp og meira popp. Klassísk tón- list er komin út í horn.“ Menningarsjokk að koma heim Agnes Tanja tekur undir þetta. „Það er menningarsjokk að koma heim. Í Vínarborg get ég farið í óperuna á hverju kvöldi, kæri ég mig um. Hér þarf hins vegar að gera dauðaleit að áhugaverðum klassískum tónlist- arviðburðum.“ Amma hennar segir þá helst að finna í há- deginu. „Hvað segir það okkur?“ spyr hún. Tja. „Þeir eru ætlaðir eldri borgurum.“ Í þessu ljósi þarf ekki að koma á óvart að Agnes Tanja stefni að því að starfa erlendis að námi loknu. „Ég er orðin of sein að syngja í Metropolitan 21 árs en ætli ég geri það ekki bara 31 árs í staðinn. Nú eða 41 árs.“ Hún hlær. „Annars gæti ég alveg hugsað mér að syngja í Vínaróperunni líka. Ég hef staðið á sviðinu þar, kom þangað með skólanum, og það var góð tilfinning. Heim kem ég bara til að hitta fjölskylduna og anda að mér fersku loftinu,“ bætir Agnes Tanja við. „Það er ekki nema tvennt í boði hér,“ seg- ir amma hennar, „að vinna á leikskóla eða syngja í jarðarförum.“ Agnes Löve og sonardóttir hennar, Agnes Tanja Þorsteinsdóttir, ná vel saman í tónlistinni enda líkar að upplagi. Amman hlífir stelpunni hvergi. Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.