Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.2. 2014
líklega hvor annan upp. Gunnlaugur er snill-
ingur.“
Snjall Íkorni
Þegar formið lá fyrir beið Ívar Páll ekki
boðanna, gerði beinagrind að handriti og
safnaði saman lögum sem hann átti, samdi
við þau nýja texta í anda verksins, og bætti
við fleiri lögum. Tók upp demó. Því næst
hringdi hann í Stefán Örn Gunnlaugsson,
tónlistarmann og upptökustjóra. Þann er
hefur aukasjálfið Íkorni. „Ég þekkti Stefán
ekkert á þessum tíma og veit ekki hvað hann
hefur haldið. Ég var blaðamaður á Morg-
unblaðinu og kynnti mig þannig. Eflaust
hefði ég alveg eins getað sagst vera fótaað-
gerðafræðingur á Sauðárkróki.“
Hann hlær.
Eftir að hafa kynnt sér efnið var Stefán til
í samstarf, Ívari Páli til ómældrar gleði.
„Stefán Örn er mesti tónlistarsnillingur sem
ég hef komist í tæri við. Hann bjó til hljóð-
heim og útsetti lögin áður en þau voru tekin
upp með hljómsveit. Þetta var mikil törn, ég
vaknaði oft klukkan fjögur eða fimm á
morgnana og sinnti þessu áður en ég mætti í
vinnuna á Morgunblaðinu.“
Þegar handritið og tónlistin voru tilbúin
var næsta skref að koma verkinu á fram-
færi. Ívar Páll komst snemma að þeirri nið-
urstöðu að Revolution ætti meira erindi á
erlendan markað en innlendan. Fyrir því
eru einkum tvær ástæður. „Annars vegar er
það stíllinn. Þetta er indie-tónlist sem höfð-
ar til ákveðins markhóps og þess vegna er
betra að vera á stóru markaðssvæði. Hins
vegar er það umfangið. Verkið er stórt í
sniðum og þar sem söngleikjamarkaðurinn
er lítill hér heima er vænlegra að freista
gæfunnar erlendis.“
Fyrst var stefnan sett á Lundúnir og fyrir
atbeina Óskars Eiríkssonar, framleiðanda
hjá Theater Mogul, komst Ívar Páll í sam-
band við leikhúsmenn þar í borg og efnt var
til smiðju, workshop, þar sem unnið var með
verkið. Hann segir þá vinnu hafa verið
ánægjulega og upplýsandi.
Ólst upp við ást og frið
Við nánari athugun komust Ívar Páll og fé-
lagar að þeirri niðurstöðu að New York væri
jafnvel ennþá hentugri markaður en Lund-
únir. Var skónum þá stefnt þangað.
Tónlistin úr Revolution hefur aðeins einu
sinni verið flutt opinberlega en Eyþór Ingi
Gunnlaugsson og Jana María Guðmunds-
dóttir sungu fáein lög fyrir útvalda gesti á
Kex hosteli síðastliðið sumar. Ívar Páll segir
viðbrögðin hafa verið vonum framar. „Þetta
var mjög ánægjuleg stund. Ég sá í andlitum
gesta að þeir kunnu að meta það sem þeir
heyrðu.“
Eitt er að semja söngleik, annað að frum-
sýna hann í New York. Einhver gæti spurt
hvort Ívar Páll sé brjálaður.
„Ég myndi svara því játandi,“ segir hann
kíminn. „Ég veit yfirleitt ekki hvar ég enda
og ruglið tekur við. Ætli þetta eigi ekki ræt-
ur í uppeldinu. Faðir minn er mikill hippi í
eðli sínu og við systkinin ólumst upp við ást,
frið, reykelsi og tarotspil. Pabbi er mikið á
móti staðalmyndum um hlutverk kynjanna
Alþjóðlega framleiðslufyrirtækiðTheater Mogul, sem er með höf-uðstöðvar í Reykjavík, er meðfram-
leiðandi að sýningunni. Fyrirtækið er með
skrifstofu í New York sem koma mun að
ráðningu listrænna stjórnenda og leikara,
auk þess að annast daglegan rekstur sýning-
arinnar þegar þar að kemur.
Óskar Eiríksson, framkvæmdastjóri
Theater Mogul, segir verkefnið leggjast
mjög vel í sig. Fyrir því eru einkum tvær
ástæður. Í fyrsta lagi er vöntun á frumlegum
söngleik af þessu tagi. „Menn hafa lengi tal-
að um skort í nýju söngleikjaefni, bæði í New
York og London. Það er eins og menn þori
ekki að gera neitt nýtt. Einmitt þess vegna á
Revolution mikla möguleika á því að vekja
athygli. Ég er gríðarlega spenntur að sjá
hvað verður úr þessu,“ segir Óskar.
Í öðru lagi hefur áhugi á Íslandi sjaldan
verið meiri í Bandaríkjunum. „Ég er nýkom-
inn heim úr þriggja vikna ferð um Bandarík-
in og man varla eftir öðrum eins áhuga á
landi og þjóð. Við erum hálfgerðar baráttu-
hetjur í hugum fólks vegna þess hvernig við
höfum tekið á bankahruninu. Hvort sem það
viðhorf er rétt eður ei. Fyrir vikið er mikið
talað um okkur vestra og mikill áhugi á öllu
sem er íslenskt. Svo er fólk vant því að frá-
bær tónlist komi frá Íslandi, Björk, Sigurrós
og Of Monsters and Men. Revolution gæti
því varla komið inn í betra umhverfi. Þessi
uppfærsla á eftir að kalla á mikla umfjöllun í
pressunni.“
Óskar Eiríksson framleiðandi hjá Theater Mogul er gríðarlega spenntur fyrir verkefninu.
Morgunblaðið/Eggert
Á eftir að kalla á mikla umfjöllun
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
14
03
90
Skipuleggðu
skrifstofuna
með ritföngum frá Rekstrarlandi
afsláttur a
f öllum
ritföngum
30%
Hafið samband við sölumenn Rekstrarlands eða næsta útibú Olís. Rekstrarland er byggt
á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf.