Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.2. 2014 Menning Á árunum 1930 til 32 kom út í Danmörku ein- staklega falleg útgáfa Íslendingasagnanna í þremur bindum, að undirlagi rithöfundanna Gunnars Gunnarssonar (1889-1975) og Johann- esar V. Jensen (1873-1950) sem þýddu úrval sagnanna á dönsku. Þessi rómaða útgáfa félaganna hefur síðan verið endurútgefin nokkrum sinnum og ævinlega með upphaf- legum myndskreytingum danska listamannsins Johannesar Larsen (1867-1961). Sýning á 37 af hinum stórmerkilegu teikn- ingunum sem hann vann fyrir verkið verður opnuð í norrænu menningarmiðstöðinni Bryggen í Kaupmannahöfn í dag. Johannes Larsen vann að teikningum sínum á söguslóðum Íslendingasagnanna sumrin 1927 og 1930 og er afrakst- urinn einstakt og heildstætt listaverk, sem helst má jafna við vatnslitamyndirnar sem breski myndlistarmað- urinn, fagurfræðingurinn og rithöfundurinn William Gershom Collingwood skap- aði á mörgum þessum sömu sögustöðum árið 1897, í sama tilgangi; að sýna les- endum Íslendingasagnanna landið og staðina þar sem sögurnar gerast, á hlut- lægan og óupphafinn, en þó agaðan og listrænan hátt. Í raun er furðumargt sambærilegt með verkum þessara tveggja listamanna, Larsens og Collingwoods – til að mynda sköpuðu báðir milli 300 og 330 myndir í ferðum sínum. Larsen vann þó einkum pennateikningar, þótt hann hafi gert nokkrar vatns- litamyndir, en Collingwood vann aðallega vatnslitamyndir og lét eitt sumar nægja í verkið. Hófstillt hlutlægni og einfaldleiki Johannesar Larsens er einkum minnst fyrir listilegar myndir af fuglum og landslagi, myndskreytingar í bókum og ljúfar náttúrustúdíur. Málverk, vatnslitamyndir og grafíkmyndir. Safn helgað minningu hans er starfrækt í húsinu þar sem hann bjó í Kerteminde á Fjóni. Teikningarnar sem fylgdu Ís- lendingasögunum mynda mikilvægan og merkan þátt í höfund- arverki hans. Þær eru aðdáunarverðar á margar hátt, en ekki hvað síst fyrir hina hófstilltu hlutlægni, og einfaldleika, en þó næmi fyrir smáatriðum í landslaginu. Þá eru tökin á miðlinum meistaraleg, hvernig ský lifna á himni, þýtur í grasi og þúfur sem og hraun virðast áþreifanleg – allt skapað með öruggum dráttum með pennanum. Markmiðið með myndunum var að sýna sögusviðið, gefa tilfinningu fyrir söguheiminum; drama- tíkin og persónurnar lifnðuðu síðan í textanum og lesandinn áttaði sig betur á öllum aðstæðum með því að horfa á mynd- irnar. Í bókunum þremur gefur að líta 188 af teikningunum sem Larsen dró hér upp, einstaklega jafnar að gæðum og hrífandi í þessum einfaldleika. Af einu sögusviði á annað Eins og fyrr segir kom Larsen í tvígang hingað að vinna að myndunum og fór þá ríðandi með vinum og leiðsögumönnum milli sögustaðanna. Í fyrra skiptið kom hann til landsins um miðjan júní sumarið 1927. Fyrstu dagana dró hann upp mynd- ir af ýmsum gripum í Þjóðminjasafninu en þá lá leiðin til Þing- valla, þar sem hann naut leiðsagnar Sigurðar Nordal og teikn- aði margar myndir á einni viku. Þaðan lá leiðin að söguslóðum Njálu, þar sem Larsen dvaldi í Múlakoti og kynntist syni bóndans, Ólafi Túbals, sem einnig var myndlistarmaður og átti eftir að vera fylgdarmaður Larsens um landið. Larsen hélt merkar dagbækur, með litríkum færslum um ferðirnar og fjölda skissa, til að mynda af fuglum, og eru þær varðveittar í Konuglega bókasafninu í Kaupmannahöfn. Ólafur Túbals hélt einnig dagbók þessi sumur og varpa þær forvitnilegu ljósi á vinnu danska myndlistarmannsins. Eftir að hafa dregið upp myndir af helstu sögustöðum Njálu á Suðurlandi, gekk Larsen á Heklu og reið síðan sem leið lá aftur til Reykjavíkur og sigldi þaðan til Borgarness, á vit þeirra sagna sem gerast í Borgarfirði, á Snæfellsnesi og í Döl- unum. Ferðaáætlunin breyttist hinsvegar dag einn, þegar hann var í Stykkishólmi; þá barst honum skeyti þar sem greint var frá því að eiginkona hans, Alhed, hefði veikst alvarlega. Lista- maðurinn sneri strax til Reykjavíkur og tók sér far með fyrsta skipi heim. Á miðri leið mætti skipið öðru þar sem sonur Lar- sens var um borð og flutti þær sorgarfréttir að eiginkonan væri látin. Fyrsta bindi dönsku sagnaútgáfunnar kom út árið 1930, með myndum Larsens, og það sama sumar kom hann aftur hingað út að ljúka verkinu. Eftir að hafa dvalið nokkra daga með Ólafi í Múlakolti lá leiðin til Víkur og þaðan til baka til Þing- valla, þar sem Larsen var viðstaddur Alþingishátíðina miklu. Þá héldu þeir félagar til Stykkishólms og þaðan í Dali, og alls staðar teiknaði Larsen af kappi. Úr Dölum var haldið áfram norður, að þessu sinni akandi og þótti listamanninum það slæm skipti. En hann vann á söguslóðum Grettis sögu, Vatns- dælu og Kormáks sögu, og áfram lá leiðin til Eyjafjarðar, á slóðir Víga-Glúms sögu, og austur að Mývatni. Áður en Larsen hélt heim heimsótti hann Þingvelli að nýju og kynntist þar kollega sínum, Jóhannesi Kjarval, sem hann fékk miklar mæt- ur á. Í Larsensafninu má í dag sjá málverk eftir Kjarval af bláberjalyngi. En þeir sem eiga leið um Kaupmannahöfn næstu mánuði ættu að koma við á Bryggen og skoða merkar teikningar Larsens af íslenskum sögustöðum. Larsen teiknaði blótsteininn við Þingvelli á Þórsnesi 22. ágúst árið 1927. W.G. Collingwood málaði mynd af steininum árið 1897. SÝNING Á ÚRVALI TEIKNINGA JOHANNESAR LARSENS FRÁ ÍSLANDI OPNUÐ Í KAUPMANNAHÖFN Sögustaðir teiknarans DANSKI MYNDLISTARMAÐURINN JOHANNES LARSEN DRÓ Á TVEIMUR FERÐUM SÍNUM UM ÍSLAND, SUMRIN 1927 OG 1930, UPP EINSTAKAR MYNDIR AF SÖGUSTÖÐUM. ÞÆR VORU GERÐAR FYRIR DANSKA ÚTGÁFU ÍSLENDINGASAGNANNA EN LIFA SJÁLFSTÆÐU LÍFI SEM MERK MYNDLISTARVERK. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Teikninguna í Surtshelli gerði Larsen 13. ágúst árið 1927. Teikning frá 17. júlí árið 1927 sýnir Knafahóla og Eyjafjallajökul. Listamaðurinn Johannes Larsen á ströndinni við Kerteminde á Fjóni. Sverðshjölt í Þjóðminjasafni Íslands, 1927.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.