Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 27
É
g held að stílinn endurspegli að ég hafi alltaf
haft gaman af gömlum hlutum og ég vil helst
að hlutir hafi sál og sögu. En á sama tíma er
heimili ekki safn. Fullkomið heimili fyrir mér
er heimili sem endurspeglar íbúana og þróast með
þeim,“ segir Linda sem er fatahönnuður að mennt og
hefur mikinn áhuga á innanhússhönnun og tísku.
Linda og Rúnar, sem eiga synina Ísak og Nóel, segja
mikilvægt að heimilið sé ákveðinn rammi utan um
heimilislífið og að þar líði öllum vel. „Ég vil að heimilið
endurspegli okkur og uppfylli þarfir okkar ásamt því
auðvitað að það sé fallegt umhverfi sem gaman er að
vera í.“ Linda verslar mikið til heimilisins á mörkuðum
erlendis og segir jafnframt að fólk þurfi að vera með-
vitaðra um það sem það kaupir og gera kröfur um að
hlutirnir endist. „Það fara allt of miklar auðlindir í það
að framleiða dót sem fólk hendir svo bara. Þannig eyð-
ast upp auðlindirnar okkar og jörðin fyllist af rusli.“
Linda og Rúnar fjárfestu í íbúðinni árið 2005 og
breyttu öllu skipulagi í samráði við arkitekt og bættu
við svölum. Þau rifu niður alla veggi þannig að íbúðin
var meira en fokheld. Kvistina smíðuðu þau síðan á
Baðherbergið er rúmgott og bjart.
Herbergi Ísaks, fimm ára, er skemmtilega innréttað. Rúmfötin eru frá Ferm living.
Stofan er hlýleg. Svefnsófinn er í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni og þar kúra þau gjarnan saman við sjónvarpið.
Rammi heimilislífsins
LINDA JÓHANNSDÓTTIR OG RÚNAR KARL KRISTJÁNSSON GERÐU UPP FALLEGA
RISÍBÚÐ Í HLÍÐUNUM. HEIMILIÐ ER EINSTAKLEGA PERSÓNULEGT OG BJART ENDA
HAFA ÞAU MIKLA ÁSTRÍÐU FYRIR ÞVÍ AÐ GERA FALLEGT Í KRINGUM SIG.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
VIL HELST AÐ HLUTIR HAFI SÁL OG SÖGU
íbúðina en þeir eru fimm talsins, enda íbúðin einkar
björt. „Svalakvisturinn og eldhúsið er sennilega sá
staður sem við erum mest á. Það besta við íbúðina
okkar, fyrir utan alla gluggana, er hvað hún er opin og
allir sjá alla,“ bætir Linda við að lokum. Hillan, sem er úr IKEA, var nýlega úðuð neonbleik.
Iittala-vasarnir geyma hluta af listasafni Lindu.
9.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27
– fyrir lifandi heimili –
OG D a l s b r a u t 1 • A k u r e y r i OP I Ð V i r k a d a g a k l 1 0 – 1 8 o g l a u g a r d a g a 1 1 - 1 6 E I T T S Í M ANÚME R 5 5 8 1 1 0 0
VERTU MEÐ OKKUR Á KOMDU Í HÖLLINA EÐA HEIMSÓTTU OKKUR Á HUSGAGNAHOLLIN.IS
RIALTO
La-Z-boy
sjónvarpssófi.
Svart leður á slitflötum.
205 x 90 H:105 cm.
359.990
Fullt VeRð: 459.990
LA-Z-BOY RIALTO – SJÓNVARPSSÓFI