Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2014
Vodafone
Góð samskipti bæta lífið
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
INTERNET
10 GB
50 GB 100 GB
INTERNET
50 GB
150 GB
INTERNET
100 GB
250 GB
INTERNET
150 GB
UM ALLT AÐ 400%
GAGNAMAGN
MIKLU MEIRA
VIÐ HÖFUM AUKIÐ
INNIFALIÐ ERLENT GAGNAMAGN
Nánar á vodafone.is
VERÐ HÆKKAR EKKI
OG ÁSKRIFTARLEIÐIN UPPFÆRÐIST SJÁLFKRAFA 1. FEBRÚAR
ER NÚ
ER NÚ
ER NÚ
ER NÚ
500 GB
INTERNET
250 GB
ER NÚ
Í gær skrifaði Hamborgarafabrikkan undir samning
við Kringluna um opnun nýrrar Hamborgarafabrikku
í Kringlunni á vormánuðum. Nýja Hamborg-
arafabrikkan verður á slóðum gamla Hard Rock Café
þar sem veitingastaðurinn Portið er starfræktur í dag.
Það var stór dagur í lífi þeirra Fabrikkubræðra,
Simma og Jóa, í gær því fyrir utan að innsigla samn-
ing við Kringluna munu þeir félagar bjóða upp á fer-
kantað kjöt. Frá opnun Hamborgarafabrikkunnar
hefur brauðið verið ferkantað en kjötið hringlaga.
Þetta ósamræmi hefur nú verið leiðrétt.
Þeir félagar fóru skemmtilega leið til að kynna
hornrétta máltíð. Fengu þeir bæjarstjóra Horn-
arfjarðar, Ásgerði Gylfadóttur, til vígsluathafnar á
Fabrikkunni og tók hún fyrsta bitann. Hornaleikarar
úr Sinfóníuhljómsveit Íslands léku á horn sín og sér-
stakur heiðursgestur var svo frændi framkvæmda-
stjórans, maður að nafni William Horn.
STÓR DAGUR HJÁ SIMMA OG JÓA
HamBorgaraKringlan
Fulltrúar Reita, Kringlunnar og Fabrikkunnar innsigluðu sam-
starfið á Hamborgarafabrikkunni undir íslenskri tónlist.
Morgunblaðið/Golli
Ferkantaða
kjötið var ekki
eina frétt dags-
ins því að á
sama tíma var
tilkynnt opnun
nýrrar
Fabrikku í
Kringlunni.
José Salvador Alvarenga, sem seg-
ist hafa verið á reki um Kyrrahafið
í 13 mánuði, mætti á blaðamanna-
fund í vikunni og sagði heims-
byggðinni sögu sína. Alvarenga
dvelur nú á Marshall-eyjum en
þangað rak hann á vélarlausum
bát sínum.
Hann er 37 ára gamall og frá El
Salvador en fór á hákarlaveiðar frá
smábæ í Mexíkó í desember 2012.
Vonskuveður skall á og hann og fé-
laga hans tók að reka á haf út. Sér-
fræðingar hafa sagt að mögulegt
sé að lifa ferð sem þessa af en aðrir
trúa ekki sögu hans. Búið er að
reikna út strauma hafsins og þeir
standast. Á blaðamannafundinum
kom fram að enn væri ekki hægt
að hrekja sögu Alvarenga.
Sjálfur segist Alvarenga hafa
veitt sér til matar, m.a. skjaldbök-
ur, fiska og fugla. Félaga hans hafi
hins vegar ekki tekist að melta
skjaldbökublóðið og hráa fiskinn
og látist úr ofþornun. Hann hafi
losað sig við líkið í hafið. Ættingjar
mannsins vilja fá svör við ýmsum
spurningum. Meðal annars af
hverju hann hafi farið með Alvar-
enga á veiðar því svo virðist sem
þeir hafi ekki þekkst neitt. Alvar-
enga þjáist enn af ofþornun en er á
góðum batavegi.
FURÐUR VERALDAR
Saga
Alvarenga
José Salvador Alvarenga hefur verið á sjúkrahúsi á Marshall-eyjum frá því
honum skolaði á land fyrir viku, í rifnum nærbuxum einum fata.
AFP
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Ugur Tütüneker
knattspyrnuþjálfari.
Ari Kristinsson
kvikmyndagerðarmaður.
Eggert Þór Bernharðsson,
prófessor við Háskóla Íslands.