Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 50
Viðtal 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.2. 2014 N Hildur Lilliendahl Viggósdóttir segist ekki muna til þess að hún hafi sem barn eða ung- lingur haft mótaða hugmynd um hvað hún ætlaði að verða þegar hún yrði stór. „Ég held þó að ég hafi alltaf séð fyrir mér að ég myndi skrifa. Það hefði getað verið skáldskapur, akademía eða blaðamennska en ég held að skrif hafi verið það sem mér datt helst í hug. Ef einhver hefði sagt mér þá að ég yrði í eldlínunni í ein- hverri kvennabaráttu hefði það ekki komið mér nokkurn skapaðan hlut á óvart. Það er nokkuð sem ég hef alltaf verið meðvituð um. En ég hef líka alltaf verið óhrædd við að tak- ast á við ríkjandi viðhorf í kringum mig. Alltaf verið óhrædd við að skora á hólm hugmyndir sem eru kannski viðteknar en ég kaupi ekki.“ Hildur er alin upp í Bökkunum í Breiðholt- inu í Reykjavík en gekk í Langholtsskóla. Ástæðan var sú að sem barn var hún á dag- heimili á vegum Ríkisspítalanna í nágrenni við Klepp þar sem móðir hennar starfaði á þeim tíma. Stærstur hluti krakkanna fór í skóla í því hverfi, Langholtsskóla, og hún fylgdi hópnum þangað þrátt fyrir að búa áfram í Bakkahverfinu. „Ég átti eiginlega tvöfalt félagslíf á ung- lingsárunum. Stundum hékk ég úti í sjoppu eða á einhverjum róluvelli í Bökkunum og stundum fór ég í strætó í mitt skólahverfi á kvöldin ef eitthvað var að gerast þar. Hildur fæddist árið 1981. Hún á tvö eldri systkini samfeðra sem eru tíu og tólf árum eldri en hún og einn albróður sem er þremur árum yngri. Að loknu skyldunámi lá leiðin í Fjöl- brautaskólann í Breiðholti. Þar kynntist Hild- ur barnsföður sínum. „Við byrjuðum saman þegar ég var sautján og ég varð strax ólétt. Eftir hálfa meðgöngu missti ég barnið. Það hafði mikil áhrif á mig og ég hægði verulega á náminu í kjölfarið.“ Hildur fæddi barnið, lítinn dreng, andvana eftir 20 vikna meðgöngu. „Líf- ið eiginlega bara stoppaði og ég stóð varla upp í nokkra mánuði. Ég varð aftur ófrísk 18 ára og þá fékk ég einhvern hvata til að halda áfram. Ég fór aftur í skólann og fæddi son minn Sævar í ágúst árið 2000 þegar ég er rétt orðin 19 ára. Svo kláraði ég FB með fæðing- arorlofi og svona í rólegheitum. Ætli ég hafi ekki verið 22 ára þegar ég útskrifaðist.“ Brjálæðislega gaman í vinnunni Sambandið við barnsföðurinn slitnaði stuttu fyrir útskrift og Hildur hóf nám við Háskóla Íslands sem einstætt foreldri. Hún tók þar ís- lensku með kynjafræði sem aukagrein, en vantar einhverjar einingar upp á að klára það nám. Eftir að hafa um skeið púslað lífi sínu saman kringum einstaka kúrsa í háskólanum og ýmis hlutastörf, meðal annars við að skúra gólf, þjóna á veitingastöðum og kenna útlend- ingum íslensku, ákvað hún skömmu fyrir bankahrun að hún þyrfti að finna sér fasta vinnu. Hildur starfar á skrifstofu borgar- stjórnar hjá Reykjavíkurborg og hefur gert það frá sumrinu 2008. „Ég er verkefnastjóri og er með puttana í alls konar verkefnum. Stærsta verkefnið mitt er að stýra öllum al- mennum kosningum sem haldnar eru í Reykjavík. Ég sé um að halda utan um allt það ferli, sem er stærra og umfangsmeira en við sem kjósendur gerum okkur grein fyrir. Það þarf að láta útbúa kjörgögn, skipuleggja talningu, setja upp kjörklefa, koma út kjör- skrá, ráða starfsfólk, kaupa mat og svo fram- vegis. Það er alveg brjálæðislega gaman í vinnunni hjá mér.“ Hildur sér einnig um vef- mál skrifstofunnar, er jafnréttisfulltrúi auk þess sem hún aðstoðar kjörna fulltrúa og vinnur náið með formanni borgarráðs. Hildur hefur gengið í gegnum heilmiklar væringar í borgarmálum frá því hún hóf störf en þá var Ólafur F. Magnússon borgarstjóri. Sama ár tók Hanna Birna Kristjánsdóttir við og síðan Jón Gnarr árið 2010. Hildur er mikil baráttukona og skrif hennar um femínisma og kvenfyrirlitningu hafa vakið athygli, en er hún sjálf pólitísk? „Ég er ekk- ert flokkspólitísk, ekki hið minnsta. En það er erfitt að ætla sér að vera meðvitaður um óréttlæti án þess að vera pólitískur. Mannrétt- indabarátta er pólitísk en ég er mjög fráhverf þátttöku í flokkapólitík.“ Hefur verið reynt að fá þig í pólitík? „Já, það kemur alltaf reglu- lega upp. En það kemur ekki til greina. Ég er líka í þeirri aðstöðu í vinnunni að ég sinni trúnaðarstörfum fyrir kjörna fulltrúa úr öllum flokkum.“ Búin að blogga í tíu ár Hildur varð ekki femínisti á einni nóttu. „Ég er alin upp sem femínisti. Foreldrar mínir eru femínískt þenkjandi fólk og kenndu mér það fyrsta sem ég lærði í þessum bransa. Þau töl- uðu opinskátt um verkaskiptingu á heimilinu og ólu mig upp við sögur af kvennafrídeg- inum. Mamma spilaði fyrir mig Áfram stelpur og fékk tár í augun og með tímanum fór ég líka að fá tár í augun þegar ég hlustaði á þennan glæsilega baráttusöng.“ Hildur segir að þeim sem þekktu hana sem barn og ungling komi sennilega ekki sérstak- lega á óvart að hún skuli nú standa í fem- ínískri baráttu. „Í lok 10. bekkjar var gefin út nokkurs konar árbók. Þar skrifuðu vinkonur mínar texta um mig og tóku sérstaklega fram að ég væri „mikil kvenréttindakona“. Þetta var alltaf vitað. Ég byrja að láta skoðanir mínar meira og meira í ljós eftir því sem ég fékk greiðari aðgang að nettengingu. Byrjaði að blogga 2004 eða þar um bil. Þar fékk fem- ínistinn í mér að komast upp á hið opinbera yfirborð,“ segir Hildur. Hún tók einnig virkan þátt í umræðum á póstlista femínista sem var starfræktur um árabil og stundaði spjallborðið á Barnalandi. Skrif hennar náðu svo athygli fjölmiðla og almennings þegar hún bjó til hið margfræga myndaalbúm Karlar sem hata konur í byrjun árs 2012. Viðbrögðin voru blendin, sumir fögnuðu hugrekki hennar en aðrir fordæmdu athæfið. Gaf sjálfri sér loforð um að halda þetta út En hvaða viðbrögðum bjóst hún sjálf við á sínum tíma? „Ég hélt satt að segja ekki að ég fengi nein viðbrögð við þessu. Ég hafði verið að gera litla feminíska gjörninga árum saman fyrir þá 300 vini sem ég átti á Facebook og þessar hræður sem lásu bloggið mitt. Karlar sem hata konur var aldrei hugsað sem neitt stærra en það. Síðan er ég að tína inn í þetta albúm í nokkra daga og allt í einu er komin flennistór frétt á dv.is og þetta varð að risastóru máli. Daginn eftir var ég komin í viðtal í Kastljósið. Allt í einu sáu þetta allir. Það hvarflaði aldrei að mér að neinn myndi taka eftir þessu. Það var bara algjörlega klikkað. Ég var svo hissa á þessu öllu. Hverja mínútu hvers dags var ég bara steinhissa á að þetta væri að gerast. Þetta var ofboðslega mikið álag,“ segir hún. Síðan, sem setti þetta allt af stað, er ennþá virk og má skoða á vefslóðinni karlarsemhata- konur.tumblr.com. Hildur segist aldrei hafa sett síðuna upp í þeim tilgangi að vekja athygli á sjálfri sér. „Tilhugsunin um að fólk úti í bæ væri að tala um mig og hafa skoðanir á mér var rosalega erfið. Mér fannst líka mjög erfitt þegar fólk fór að horfa á mig á götunni og í strætó og alls staðar sem ég kom. En um leið og ég átt- aði mig á því hversu mikil athyglin var orðin gaf ég sjálfri mér loforð um að ég myndi halda þetta út. Ég myndi taka þá slagi sem mér stæðu til boða á meðan þetta gengi yfir. Meðan þjóðin nennti að tala um þetta. Þá gerði ég ráð fyrir að það yrðu í mesta lagi sjö til tíu dagar, ég mundi ekki í svipinn eftir máli sem íslenska þjóðin hafði nennt að tala um lengur en það. En nú eru liðin tvö ár og ég er enn að tala um þetta.“ „Skilaðu til þessarar tussu að hætta þessu kjaftæði“ Hún viðurkennir þó að sér þyki erfitt að tala við fjölmiðla. „Mér finnst þetta ennþá óþægi- legt. Ég hef sjóast heilmikið í því, en þetta er ennþá eitthvað sem tekur á taugarnar. Það er tiltölulega algengt í þessari umræðu að ég sé að tala um mjög persónulega hluti og per- sónulegar upplifanir. Mér finnst mikilvægt að gera það og ég hef komið fram í fjölmiðlum og talað opinskátt um ýmiss konar ofbeldi sem ég hef orðið fyrir. Mér finnst það vald- eflandi og gott en á sama tíma taugatrekkj- andi að bera sig svona mikið. Ef það birtast viðtöl við mig líður mér stundum eins og ég sé allsber daginn sem blaðið kemur út. En það fylgir þessari baráttu að vera sýnileg,“ segir hún en viðurkennir þó að suma daga komi hún úrvinda heim og langi mest að grenja í fangi eiginmanns síns. Hildur er gift Páli Hilmarssyni. Sjálf á hún son á fjórtánda ári og Páll á soninn Hrapp Birki sem er á sjötta ári. Synirnir eru hjá þeim aðra hvora viku. Hafa barátta þín og skrif haft áhrif á fjöl- skylduna? „Það hefur stundum gerst. Einu sinni hringdi heimasíminn okkar um kvöld og mað- urinn minn svaraði. Á hinni línunni var ókunnugur maður sem bað Palla að „skila til þessarar tussu sem hann byggi með að hún ætti að hætta þessu kjaftæði“ annars myndi hann eyðileggja bílinn okkar. Bíllinn var svo- sem ónýtur fyrir en það er mjög óþægilegt þegar ég verð vör við að fjölskyldan mín sé að upplifa þetta. Maðurinn minn hefur annars mikið langlundargeð, það er sjaldan sem allur þessi hasar kemur illa við hann. En það kem- ur fyrir að hann verður reiður og tekur þetta inn á sig. Unglingurinn er búinn að vera al- gjörlega mergjaður. Hann var 11 að verða 12 þegar þetta fór af stað allt saman. Eftir nokkra daga af tiltölulega stanslausum blaða- viðtölum settist ég niður með honum og ræddi við hann um hvort honum þætti þetta óþægi- legt og hvort krakkarnir væru að tala um þetta. Hann sagði að umsjónarkennarinn og einn strákur í bekknum hans hefðu minnst á að hafa séð mig í sjónvarpinu. En aðallega væri það hann sjálfur sem væri að segja öll- um frá því að mamma hans væri fræg. Þetta er merkilegur tími, mikill mótunar- tími milli 11 og 13 ára og hann er alltaf að verða femínískari í hugsun. Án þess að ég sé mikið að ota þessu að honum heima þá er hann bara að verða að flottum og feminískt meðvituðum ungum manni. Sá yngri upplifir þetta svo sem ekki að neinu öðru leyti en að hann sér mig í blöðum og sjónvarpi. Hann finnur aðallega fyrir öf- und, vill fá smábita af þessari köku og fá að koma með í sjónvarpið. En ég hef ekki gert neina tilraun til að setja hann inn í þessi mál, hlífi honum við því ennþá.“ Lýsti upplifun sinni af ógnvaldi Hildur skrifaði nýlega grein á femíníska vef- ritið knuz.is þar sem hún lýsti því þegar mað- ur sem vann í sjoppu í hverfinu hennar í æsku bauð henni og vinkonu hennar pening fyrir að fara úr buxunum þegar þær voru 11 ára. Þær komust frá ofbeldismanninum en síðar var sami maður ákærður og dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Hún fékk mikil viðbrögð við greininni, en í henni reifar hún líka þegar hún og fleiri stóðu fyrir því að mótmæla ráðningu Jóns Baldvins sem stunda- kennara við Háskóla Íslands. „Það kom mér mjög ánægjulega á óvart að greinin talaði mjög sterkt til þolenda. Fólk sem hefur upp- lifað og þjáðst fyrir kynferðislegt ofbeldi eða áreitni tók greininni af meiri hrópandi fögnuði en margir aðrir. Ég talaði við allnokkra þol- endur sem sögðu mér að það væri valdeflandi að lesa þetta, að vita að öðrum liði svona. Það var eitt af því sem vakti fyrir mér með því að skrifa þetta. Vildi láta þolendur vita að við er- um ótrúlega mörg sem höfum verið þarna og hefur liðið svona. Hitt sem vakti fyrir mér var svo að útskýra fyrir hinum fjölmörgu varð- mönnum mannréttinda Jóns Baldvins hvers vegna þetta mál snýst um mannréttindi ann- arra en hans. Mig langaði að sýna fólki fram á hvaða áhrif það getur haft fyrir þolendur að þurfa að umgangast kvalara sína eða tákn- myndir kvalara sinna.“ Hildur telur að samfélagið hafi ekki lært nægilega vel að takast á við sögur þolenda kynferðisofbeldis eða ofbeldis yfirhöfuð. „Við höfum búið til ákveðið rými fyrir þolendur til að stíga fram og segja frá en við erum ekki nógu sjóuð ennþá í að sýna þeim öll þá virð- ingu að sitja þögul og hlusta þegar fólk kem- ur fram og segir sögu sína af ofbeldi eða mis- rétti. Svo höfum við líka rekist á stóra og erfiða hindrun í að leyfa fólki að segja frá því hver beitti ofbeldinu. Við megum koma í for- síðuviðtal og segja „ég varð fyrir þessu of- beldi“. En ef við segjum „ég varð fyrir þessu ofbeldi og þetta er sá sem beitti því, hann heitir þetta, gegnir þessari stöðu og bjó í þessu bæjarfélagi“, þá kemur upp öflug mót- mælaalda sem klifar á því í sífellu að menn séu saklausir uns sekt er sönnuð. En langfæstir þeirra sem beita kynferðis- ofbeldi eru nokkurn tímann sakfelldir og mér finnst fráleitt að halda því fram að þar með séu þeir saklausir. Þetta er mjög mikilvæg regla í réttarríki en hún gildir ekki um það sem gerist í huga fólks eða í almennings- álitinu og hreint og beint alls ekki um það sem gerist í hinum fýsíska heimi. Af því við erum ekki saklaus eftir að við höfum framið glæp,“ segir Hildur. Samfélagsleg undirmeðvitund sem kann ekki að tala um ofbeldi Blaðamaður biður hana að skýra þessi orð nánar. „Það er mikilvægt að við teljumst sak- laus uns sekt er sönnuð gagnvart hinu op- inbera, að ríkið geti ekki beitt okkur refs- ingum fyrr en dómstólar hafi komist að niðurstöðu um að við séum sek. En mennirnir sem nauðguðu mér þegar ég var 15 ára, þeir gerðu það. Þeir eru sekir um að hafa gert það þótt þeir hafi aldrei verið dæmdir. Á nákvæm- lega sama hátt og ég er sek um að hafa keyrt Alin upp sem femínisti NAFN HILDAR LILLIENDAHL VIGGÓSDÓTTUR VARÐ SKYNDILEGA ÞEKKT Í ÁRSBYRJUN 2012 ÞEGAR HÚN BIRTI HIÐ UMDEILDA MYNDAALBÚM KARLAR SEM HATA KONUR. ATHYGLIN KOM HENNI Í OPNA SKJÖLDU OG HENNI FINNST ENNÞÁ ERFITT AÐ VERA UMTÖLUÐ. HÚN HEFUR FENGIÐ LÍFLÁTSHÓTANIR VEGNA SKRIFA SINNA Á NETINU EN FÁIR ÞEKKJA KONUNA Á BAK VIÐ SKRIFIN. HILDUR ER ALIN UPP Í BREIÐHOLTINU OG VARÐ MÓÐIR AÐEINS 19 ÁRA EFTIR AÐRA MEÐGÖNGU SÍNA, EN 17 ÁRA FÆDDI HÚN ANDVANA BARN. HÚN STARFAR SEM VERKEFNASTJÓRI Á SKRIFSTOFU BORGARSTJÓRNAR OG HEFUR UMSJÓN MEÐ FRAMKVÆMD SVEITARSTJÓRNARKOSNINGA FYRIR HÖND REYKJAVÍKUR. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.