Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 57
9.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Ansi margir láta sig dreyma um að vinna í lottó. Óskalistinn, skáldsaga Grégoire Delacourt, fjallar einmitt um það þegar konu gefst tækifæri til að gjör- breyta lífi sínu eftir að hún vinnur í lottó. Jocelyne er 47 ára gömul og rekur vefn- aðarvöruverslun í litlum bæ. Hún er gift og á tvö börn með manni sínum. Líf hennar er fremur hversdagslegt en svo kemur stóri vinningurinn og hún fær tækifæri til að láta drauma sína rætast. En vita- skuld fer ýmislegt allt öðruvísi en til stóð. Þetta er önnur skáldsaga De- lacourt sem rekur auglýs- ingastofu í París. Bókin hefur verið þýdd á fjölda tungumála. Draumar og lottó Stórleikkonan Cate Blanchett leikstýrir kvikmynd sem gerð er eftir bók Hermans Koch, Kvöldverðinum. Þetta er í fyrsta sinn sem leikkonan leik- stýrir kvikmynd en hún er ekki óreynd sem leikstjóri sviðsverka. Blanchett er, eins og kunnugt er, orðuð við Óskarinn þetta árið fyrir frábæran leik sinn í mynd Woody Allen, Blue Jasm- ine, en hún hefur verið að sanka að sér verðlaunum fyrir leik sinn í myndinni. Ekki er enn ljóst hvaða leikarar fara með aðal- hlutverk í Kvöldverðinum og hvort Blanchett verði einn þeirra. Hin magnaða bók Kvöld- verðurinn kom út í íslenskri þýðingu Jónu Dóru Óskarsdóttur árið 2010 og hlaut frábæra dóma auk þess að vera valin bók árs- ins í Hollandi 2009. Bókin hefur verið þýdd á fjölda tungumála. Þess má geta að Koch var gestur á Bókmenntahátíð í Reykjavík síðast- liðinn september. Það verður fróðlegt að sjá hvað Cate Blanchett gerir við Kvöldverðinn. CATE LEIKSTÝRIR KVÖLDVERÐINUM Skáldsaga Yrsu Sigurðadóttur Brakið er komin út í Bretlandi og fékk nýlega afar góða dóma í Sunday Times. Gagnrýnandinn segir bókina, sem á ensku heitir The Silence of the Sea, vera grípandi og lesandinn fái nánast innilokunarkennd við lest- urinn. Endinum er svo sérstaklega hrósað og sagt að þar sé ein mesta dramtíska vending sem sést hafi und- anfarið í glæpasögum. Skáldsaga Yrsu, Ég man þig, lík- lega besta bók hennar, kemur út í Ameríku í lok mars en þar hafa þegar birst dómar sem afar afar lofsamlegir. „Yrsa hefur hér skrifað frábæra og hrikalega ógnvekjandi glæpasögu sem blandast saman við hið yfirnáttúrulega,“ segir Library Journal. „Glæsilega ofinn yfirnáttúrulegur tryllir,“ segir Publishers Weekly. „Það standast fáir norrænum glæpasagnahöfundum snúning í því að framkalla gæsahúð og Yrsa sýnir hér að hún er meðal þeirra bestu,“ segir Booklist. Þessar umsagnir sem koma áður en bókin fer á mark- að lofa sannarlega góðu um framhaldið. Hér á landi varð Ég man þig ein mest selda bók ársins, bæði 2010 og 2011. Ungt fólk sem er að gera upp hús á Hesteyri fer að gruna að þau séu ekki einu gestirnir í þessu eyðiþorpi. Á sama tíma dregst ungur læknir á Ísafirði inn í rannsókn á sjálfsmorði eldri konu. HRÓSI RIGNIR YFIR YRSU Yrsa Sigurðardóttir getur sannarlega verið sæl og ánægð því hrósi rignir yfir hana. Ljóðstafaleikur er ljóðaúrval gefið út í tilefni af sjötugsafmæli höfundarins, Ragnars Inga Að- alsteinssonar. Ragnar Ingi er einn af kunnustu hagyrðingum landsins og margir munu taka því fagnandi að fá nú þetta úr- val ljóða hans. Auk þess að geyma úrval af skáldskap Ragn- ars Inga er hér grein um ljóða- gerð hans, skrifuð af Þórði Helgasyni, en þar fjallar hann meðal annars um viðtökur ljóðabóka höfundarins. Ljóðaúrval Ragnars Inga Ljóð, Óska- listi og Fiskar í kilju NÝJAR OG NÝLEGAR BÆKUR LJÓÐASAFN RAGNARS INGA AÐALSTEINS- SONAR, LJÓÐSTAFALEIKUR, ER KOMIÐ ÚT. NÝ ÞÝDD SKÁLDSAGA HOLLENSKRAR SKÁLDKONU, ÓSKALISTINN, FJALLAR UM LOTTÓVINNING. FISK- ARNIR HAFA ENGA FÆTUR, SKÁLDSAGA JÓNS KALMANS, ER KOMIN ÚT Í KILJU. BÓK UM SÝN- INGAGERÐ ER EINNIG Á MARKAÐI. Fiskarnir hafa enga fætur eftir Jón Kalman Stefánsson var ótvírætt ein af skáldsögum ársins 2013, seldist afar vel og hlaut einkar lofsamlega dóma gagnrýnenda og var vitaskuld tilnefnd til Íslensku bókmennta- verðlaunanna. Nú er bókin komin út í kilju og þeir sem eiga ekki þegar eintak ættu að hlaupa út í bókabúð og ná sér í góðan skáldskap fyrir lít- inn pening. Rómaður Kalman í kilju Sýningagerð er bók eftir Björn G. Björnsson, leikmynda- og sýningahönnuð, en þar sýnir hann aðferðir, gefur hollráð og miðlar fróðleik um hönnun og uppsetningu sýninga. Í bókinni eru um 300 myndir af raunverulegum vettvangi og hún tekur alfarið mið af íslenskum aðstæðum. Frá árinu 1993 hefur höfundurinn fengist við hönnun og uppsetningu sýninga í setrum og söfnum um land allt. Hollráð um sýningagerð * Ég held að í öllum fyrirtækjum sé aðminnsta kosti einn einstaklingur semer smám saman að missa vitið. Joseph Heller BÓKSALA 30. JAN.-5. FEB Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 HHhHLaurent Binet 2 5:2 MataræðiðUnnur Guðrún Pálsdóttir 3 Í tilefni dagsinsYesmine Olsson 4 SandmaðurinnLars Kepler 5 TímakistanAndri Snær Magnason 6 MánasteinnSjón 7 Hvar er Valli? HollywoodMartin Handford 8 Gulur, rauður, grænn og saltBerglind Guðmundsdóttir 9 BúkollaHuginn Þór Grétarsson 10 Vísindabók VillaVilhelm Anton Jónsson Kiljur 1 HHhHLaurent Binet 2 SandmaðurinnLars Kepler 3 Fiskarnir hafa enga fæturJón Kalman Stefánsson 4 LygiYrsa Sigurðardóttir 5 ÓlæsinginnJonas Jonasson 6 Skugga-BaldurSjón 7 SkuggasundArnaldur Indriðason 8 SnjókarlinnJo Nesbø 9 FrelsarinnJo Nesbø 10 InfernoDan Brown MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Fötin skapa manninn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.