Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 45
Það er þó ekki neitt voðalega langt síðan að helstu áföngum þeirrar löggjafar var náð. Fyrst áður var vitnað til fólks sem komið er yfir miðjan aldur hljóta margir í slíkum hópi að við- urkenna, a.m.k. fyrir sjálfum sér, að hafa tekið þátt í að hafa „kynvillinga“ eins og það hét, í flimtingum og hafa slíka í „bröndurum“ eða í það minnsta hafa hlegið með. Þess háttar fyndni heyrist naumast lengur enda bann- helgin búin og fyndnin með. James Bond Bréfritari hraðaði sér í bíó, eins og flestir aðrir, þegar myndin Goldfinger var sýnd, en hún var ein af fyrstu myndunum um sérleyfishafa morða, James Bond, 007. Myndin var skemmtileg og þótt líklegt væri að nánast öll atriði myndarinnar sætu enn í minninu, var tæki- færið gripið sem gafst að horfa á myndina aftur eitt kvöldið. En í ljós kom að eitt atriði myndarinnar virk- aði allt öðruvísi núna. Öldin var orðin önnur hvað það atriði snertir sem hér er tekið til umræðu. „Bond- stúlkan“ í myndinni var þokkadísin Pussy Galore. Hún stjórnaði flugsveit Goldfingers og hún yrði í lykilhlut- verki þegar að hann legði til glæps ævi sinnar: Atlögu að Fort Knox, gullgeymslunni miklu í Bandaríkjunum. (Hún er raunar ekki stærsta gullgeymsla Bandaríkj- anna eins og fullyrt er í myndinni því mun meiri gull- birgðir er að finna í kjallara Bandaríska seðlabankans á Manhattan, en hann er byggður þar sem berg hinnar frægu eyju er sagt traustast). Í flugsveit Pussy Galore voru einvörðungu konur og þær auðvitað allar í laginu eins og seinasti viðkomu- staður þeirra allra hefði verið heimsfegurðarsam- keppnin á Langasandi. Það er upp úr miðri mynd sem leiðir þeirra James Bonds og Pussy liggja saman. Bond er þá kominn í vond mál og er fangi Goldfingers í einkaþotu hans á leið til Bandaríkjanna. Pussy Galore flýgur vélinni. Bond ákveður að fara á fjörur við Pussy, þótt erfitt sé að fara á fjörur í 30 þúsund feta hæð yfir sjávarmáli. En bæði er Pussy Galore óhemju álitleg kona og Bond hefur næmara auga fyrir slíku en flestir aðrir og er með lægri forgjöf í þeim leik en nokkur annar kvennabósi síðan Don Juan slíðraði vopn sitt. En jafnframt er hitt, að Pussy Galore er eini lykillinn að frelsi sem Bond kemur auga á, eins og á stendur. En Pussy Galore reyndist algjörlega ónæm fyrir heimsfrægum töfrum 007 og vísaði snuddi hans og snertingum frá sér með fyrirlitningu. Þótt að sjálf- sögðu væri ekkert dónalegt sagt upphátt í myndinni vissi hver einasti áhorfandi að Pussy Galore var ber- sýnilega „kynvillt,“ enda engin önnur skýring til á við- brögðum hennar við goðmagninu. Allt var þetta gott og blessað, eins og þar stendur. En þegar leikslok nálgast og hryðjuverk á heimsklassa er ekki langt undan, lenda þau Bond og Galore í júdóbardaga í hlöðu á hestabúgarði Goldfingers. Því myndskeiði lauk með því að hin frækna frauka varð undir í bardaganum. Það réði úrslitum. Kyntöfrar James Bonds og fær- leikur sem þeim fylgdu náðu að lækna Pussy Galore af „kynvillunni“ og saman björguðu þau heimsbyggðinni og hófu síðan ljúfan leik í sælureit sólar og pálmatrjáa. Ef einhver hefði hlegið í myndinni þegar hún var upp- haflega sýnd myndi bréfritarinn sennilega hafa munað eftir þessu atriði sérstaklega. Framleiðendur mynd- arinnar og flestallir áhorfendur hafa því sennilega trú- að því eins og páfinn að fengi samkynhneigð kona þeirrar náðar notið sem Pussy Galore fékk að lokum yrði hún „albata“ upp frá því. Og þetta er ekkert mjög langt síðan. Hæstiréttur Indlands lítur 153 ár um öxl Svo seint sem í desember á nýliðnu ári kvað Hæstirétt- ur Indlands upp þann dóm að kynlíf samkynhneigðra væri bannað. Vísaði rétturinn í dómi sínum til 153 ára gamalla laga sem Indverjar höfðu fengið frá sínum gamla nýlenduherra, Stóra-Bretlandi. Þessi dómur tekur til sjöttungs mannkyns! Hann er þó ekki endi- lega til marks um hversu fastir í fornöldinni dómarar í Hæstarétti Indlands eru. Dómararnir segja einfald- lega og réttilega að það sé ekki þeirra að setja lög og í gegnum niðurstöðu þeirra skín að það ætti indverska löggjafarvaldið einmitt að drífa sig í að gera í þessu til- viki. En það fylgdi fréttunum af málinu að árið 2014 væri kosningaár og lögunum yrði því örugglega ekki breytt á því ári, því slík breyting yrði ekki vinsæl. Hvers vegna þetta misræmi? Þrátt fyrir þetta hefur enginn heimtað að Indverjum verði þegar í stað bannað að sækja Ólympíuleika. Ekki frekar en Sádi-Aröbum, sem banna konum að fá öku- skírteini og láta höggva höfuðið af mönnum sem ganga af trúnni. Ekki heldur Írönum sem aðeins er þrengt að vegna þess að þeir reyna að koma sér upp kjarnorku- sprengju, en ekki er amast við því meira en þarf, að þeir hengi samkynhneigða, trúvillinga og dópsmyglara í hópum í snörur sem bundnar eru í trossur bygging- arkrana. Sum lönd Afríku láta samkynhneigða dúsa í sínum óhrjálegu fangelsum í áratugi á meðan elítan þar safnar þróunaraðstoð frá Vesturlöndum inn á reikninga sína í Sviss. En sjálfsagt þykir að þrengja að Rússum í tengslum við alþjóðlega íþróttahátíð, vegna laga þeirra sem snerta samkynhneigð. Þau lög virðast þó hrein hátíð hjá þeim sem gilda á Indlandi, víða í Afr- íku og löndum sem falla undir réttlæti Múhameðs. Æskilegt væri að menn gerðu betur grein fyrir því ósamræmi sem þarna virðist vera. En hvað um Berlín og leikana þar? Stundum er vísað til þess að þátttaka í Ólympíu- leikunum í Berlín 1936 hafi hjálpað Adolf Hitler og styrkt stöðu hans. Það er í besta lagi mjög hæpið. Hit- ler og hans nótar hefðu vafalítið haldið sínu striki þótt einhver ríki hefðu sleppt því að mæta á skrautsýningu hans. Og þá má ekki gleyma því að langflestar þjóðir heims stunduðu fullkomna friðþægingarstefnu gagn- vart Adolf Hitler og Þjóðlega félagshyggjuflokki hans löngu eftir árið 1936. Það gerði Stanley Baldwin, for- sætisráðherra Breta, og skoðanakannanir á þeim tíma sýndu að 90 prósent Breta studdu þá afstöðu hans og Nevils Chamberlains sem tók við af honum. Það er sjaldnar á það minnst að Franklin D. Roosvelt Banda- ríkjaforseti lýsti margoft yfir fullum stuðningi við frið- kaupastefnu Chamerlains, enda hefði hann ekki verið endurkosinn forseti Bandaríkjanna í þriðja sinn árið 1940 ef grunsemdir hefðu vaknað um að hann ætlaði að ana aftur út í evrópskan ófrið. Sú þröngsýna en skilj- anlega afstaða bandarísku þjóðarinnar breyttist á einni nóttu eftir árás Japana á Perluhöfn í árslok 1941. Það er því langsótt kenning að hunsun Berlínarleik- anna hefði einhverju breytt, enda óhugsandi í því frið- þægingarandrúmslofti sem ríkti. Það atvik sem situr þó best eftir í huga margra er þegar blökkumaðurinn Jesse Owens náði með afrek- um sínum á leikunum að gera það sem enginn annar þorði um þær mundir, að gefa Adolf Hitler langt nef er hann dró upp „í einu stökki“ (og reyndar með þrennum öðrum gullverðlaunum) leiftrandi mynd af furðukenn- ingunum um yfirburðakynþátt nasistísku níðinganna. Viktoría vissi betur Það má svo nefna í framhjáhlaupi, í framhaldi af hlaup- um Owens, að fréttir um indverska dóminn og tengsl við ensku löggjöfina um bann við kynlífi samkyn- hneigðra, sem sett voru um miðja 19. öld í Bretlandi, voru ekki nákvæmar. Og það er raunar mjög skilj- anlegt. Því lögin bönnuðu eingöngu kynlíf samkyn- hneigðra karlmanna! Það kom þannig til að ráð- herrann sem kom með málið til Viktoríu drottningar, til að fá undirritun hennar á lagafrumvarpið, svo það mætti ganga í gildi, lenti í óvæntum vandræðum. Vikt- oría drottning var mjög samviskusamur þjóðhöfðingi og hafði lesið lagatextann vandlega. Hún benti ráð- herranum móðurlega á að lagafrumvarpið virtist ekki aðeins taka til þess að banna körlum þessa óvið- urkvæmilegu iðju, að viðlagðri refsingu, heldur virtist textinn líka taka til kvenna. Þarna væru augljós mistök á ferð því konur hefðu „ekki neitt“ sambærilegt við karlana, til þess að styðja slíka ósiðsemi, jafnvel þótt svo ólíklega vildi til að þær hefðu til þess einhverja löngun. Þessi mistök í lagatexta yrði því að laga áður en „Vér“ gætum undirritað plaggið. Ráðherrann fór stamandi út af drottningarfundi og ráðgaðist við sína samráðherra. Niðurstaðan varð sú að enginn þeirra treysti sér til að útskýra málið fyrir Viktoríu drottningu í nauðsynlegum smáatriðum og því náði þetta tiltekna bann varðandi kynlíf samkyn- hneigðra aðeins til karla. Þannig stóð það mál allt til upphafs áttunda áratugar 20. aldar en hennar hátign hafði þá hvílt í steinkistu sinni í 70 ár. Án þess að það hafi verið kannað er líklegast að lög Indverja um efnið, sem Hæstiréttur landsins ítrekaði fyrir tveimur mánuðum, sé áþekkrar gerðar. Sé svo ná þau lög aðeins til um 600 milljóna manna en ekki helm- ingi fleiri eins og kalsað var hér fyrr í bréfinu. Morgunblaðið/Ómar 9.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.