Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.2. 2014
Græjur og tækni
er líka þung miðað við stærðina, 474 g án linsu. Húsið fyrir sjónglugg-
ann er skemmtilega gamaldags. Það þarf náttúrlega ekki að vera svo
stórt, en gefur vélinni skemmtilegan svip.
Nýjar linsur sem nýta myndflöguna voru kynntar um sama leyti og
vélin. Til viðbótar við þá sem fylgir eru líka fáanlegar tvær Zeiss-linsur,
annars vegar 55 mm, f/1,8 og hinsvegar 35 mm, f/2,8. Fleiri linsur eru á
leiðinni. Skjárinn á bakinu er 3", með fínni upplausn, 1,2
MP. Hægt er að taka hann út og velta til. Vélin tekur
fimm gerðir minniskorta, afbrigði af Memory Stick og
SD-kortum. Rafhlaðan er fín, en það fer óneitanlega
talsverð orka í að keyra skjáina tvo, annan á bak-
inu en hinn í sjónglugganum. Það er þó hægt að
slökkva á bakskjánum, til að spara rafmagn.
A7-vélin finnst mér frábær, og ég efast um að
til sé betri vél með 24 MP myndflögu, ekki síst
fyrir það hve örgjörvinn í henni er hraðvirkur.
Hún er þó ekki gallalaus; til að mynda finnst mér
hún fulllengi að ná fókus í lítilli birtu og svo heyr-
ist alltof hátt í henni þegar smellt er af. Eitt til, og
fyrirgefið þráhyggjuna: Af hverju er ekki snert-
iskjár á henni?
Sony A7 kostar 369.990 kr. í netverslun Nýherja. A7R kostar
439.990 kr. í sömu verslun.
Gæðavélar, vélar fyrir atvinnumenn og ákafa ljósmyndaáhuga-menn, eru flestar svonefndar SLR-vélar, en í þeim er sérstakurspegill sem sýnir myndefnið, en smellur svo til hliðar þegar
þrýst er á hnappinn. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar til að komast hjá
þessu, enda hægt að hafa vélar minni án spegilsins og einfaldari í þokka-
bót. Eitt af þeim fyrirtækjum sem gert hafa til-
raunir með slíkar vélar er Sony og nægir að
rifja upp þá prýðilegu vél Sony Alpha NEX-5N.
Tvær nýjar vélar frá Sony,
Alpha 7 og Alpha 7R, eða
bara A7 og A7R, sem
báðar eru speglalausar,
vöktu mikla athygli sl.
haust, enda eru þær ætl-
aðar atvinnumönnum í
ljósmyndun, báðar með
stórum myndflögum og
sérdeilis öflugum örgjörvum; flagan í A7 er 24,3
MP (6000 x 4000 dílar) og sú í A7R er 36,4 MP.
Það fyrsta sem maður tekur eftir er náttúrlega
hvað vélin er nett, nánast eins og vasavél með risa-
linsu að sjá; 12,7 x 9,4 x 4,8 sm. Boddíið á henni er
traust viðkomu, stamt gúmmí á því og fer vel í hendi. Hún
SPEGLALAUS MEISTARAVERK
SPEGLALAUSAR VÉLAR HAFA SÓTT Í SIG VEÐRIÐ OG ER SVO KOMIÐ AÐ ÞÆR STANDA JAFNFÆTIS
SLR-VÉLUM EINS OG SANNAST Á NÝJUM VÉLUM Í ALPHA-LÍNU SONY, ALPHA 7 OG ALPHA 7R.
Græja
vikunnar
* Myndflagan í A7 er 35 mmfull-frame, 24,3 MP. Ljósnæmið er
allt að ISO 25.600. Hún skilar 14
bita RAW myndum, tekur fimm
ramma á sekúndu. Hún tekur víd-
eó, nema hvað, 1080p á 60 eða
24 römmum á sekúndu. Ekki má
svo gleyma því að hún er með
innbyggt WiFi.
* Linsutengi á vélinni er SonyE-mount og hægt að nota slíkar
linsur á henni. Eldri gerðir af E-
mount-linsum eru þó ætlaðar fyr-
ir minni myndflögu, APS-C, og ná
því ekki að lýsa á alla full frame
myndflöguna í A7. Vélinni fylgir
28-70 mm F3.5-5.6 OSS linsa.
ÁRNI
MATTHÍASSON
* Myndflagan skiptir miklu máliog eins linsan og stillingar. Eitt
það mikilvægasta er þó örgjörvinn
sem vinnur úr upplýsingunum sem
berast frá myndflögunni. Í A7-
vélunum er Bionz X örgjörvi sem
er hraðvirkari en fyrri gerðir
Sony-örgjörva og skilar einnig
betri myndum.
T
ilkynnt var um nýjan for-
stjóra Microsoft í vik-
unni. Satya Nadella er
þriðji maðurinn til að
gegna forstjórastöðu þessa sögu-
fræga tæknirisa. Hann tekur við
starfinu úr höndum hins umdeilda
Steve Ballmer. Samhliða ráðning-
unni víkur Bill Gates úr sæti sínu
sem stjórnarformaður, en hann
mun í auknum mæli koma að
daglegum rekstri fyrirtækisins
sem tæknilegur ráðgjafi. Breyting-
unum hefur verið vel tekið af
starfsfólki Microsoft, og mark-
aðurinn hefur lýst trausti sínu
sömuleiðis, í formi hækkandi
verðs hlutabréfa í fyrirtækinu. Sa-
tya Nadella er fæddur í Indlandi
árið 1967. Hann er úr fjölskyldu
embættismanna og hlaut góða
menntun þar í landi. Hann út-
skrifaðist frá háskólanum í
Magnalore með gráðu í verkfræði.
Að því loknu hélt hann til frekara
náms í Bandaríkjunum þar sem
hann lauk meistaragráðu í tölv-
unarfræði frá háskólanum í Mil-
waukee, Wisconsin og MBA gráðu
frá háskólanum í Chicago. Fljót-
lega að námi loknu hóf hann störf
hjá Microsoft, en þar hefur hann
starfað í 22 ár.Á ferli sínum hjá
Microsoft hefur Nadella komið við
sögu flestra deilda fyrirtækisins.
Hann hefur í gegnum tíðina unnið
náið með bæði Bill Gates og
Steve Ballmer og unnið sér traust
samstarfsfólks síns. Hann hefur
undanfarin ár stjórnað þróun
Microsoft í skýinu og aukinni
áherslu fyrirtækisins á að bjóða
upp á viðskiptalausnir þar. Áður
var hann deildarstjóri rannsóknar-
og þróunardeildar Microsoft, og
síðar framleiðslu og þróunar net-
þjóna Microsoft.
Rólyndismaður með
gott tæknivit
Það er mál þeirra sem best
þekkja til Microsoft fyrirtækisins
að þótt Nadella hafi ágætan skiln-
ing á viðskiptum sé hann fyrst og
fremst valinn til starfsins vegna
góðrar tækniþekkingar. Hann er
að því leyti talsvert frábrugðinn
fyrri forstjóra fyrirtækisins, Steve
Ballmer, sem var fyrst og fremst
viðskiptamaður, með litla sýn þeg-
ar kom tæknimálum. Enda hefur
stjórnartíð Ballmer jafnan verið
kölluð „tapaði áratugurinn“ vegna
þeirra miklu tækifæra sem runnu
úr greipum fyrirtækisins á þeim
tíma, en það var í kjöraðstæðum
til að leiða snjallsímabyltinguna
eða tilkomu skýsins ef því hefði
verið að skipta. Steve Ballmer var
þekktur fyrir að vera skapstór
stjórnandi og það hafði talsverð
áhrif á stjórnunarstíl hans. Hann
er galgopi sem á það til að taka
mikil reiðiköst og hefur jafnan
komið klaufalega fram á opinber-
um vettvangi. Nadella gæti ekki
verið ólíkari Ballmer að þessu
leyti. Hann þykir þægilegur í við-
móti og á auðvelt með að fá fólk
til að vinna með sér. Hann er
dagfarsprúður maður og hefur að
eigin sögn áhuga á krikket og
ljóðalestri, milli þess sem hann
hleypur maraþonhlaup.
Hvert stefnir Microsoft?
Stjórn Microsoft taldi Nadella
kjörinn til þess að leiða fyrirtækið
í fremstu röð á nýjan leik í
bransa þar sem áherslan færist
sífellt meira á að nýta reiknigetu
í skýinu, og hugbúnaður sem
þjónusta en ekki söluvara verður
sífellt fyrirferðameiri í rekstri fyr-
irtækja. Þessa þróun hefur greini-
lega mátt merkja undanfarið í
starfsemi Microsoft, þar sem mik-
ið hefur verið lagt upp úr því að
auka þjónustuframboð í skýinu,
svo sem með nýrri útgáfu af Of-
fice 365 og Outlook hugbúnaðinum
sem er keyrð yfir netið sem og
tilkomu Skydrive. Þá má búast
við að eitt helsta verkefni Nadella
verði að gera Windows símtæki
og spjaldtölvur samkeppnishæf við
vörur frá Android og Apple. Í
viðtölum við fjölmiðla í Bandaríkj-
unum í kjölfar ráðningar sinnar
ítrekaði Nadella oft að framtíð
fyrirtækisins fælist í skýinu og
snjalltækjavæðingunni. Nadella
hefur einnig lagt mikla áherlsu á
það í viðtölum að fyrirtækið verði
að leggja meiri áherslu á skap-
andi starfsemi, og að hann muni
gera allt sem hann getur til að
ryðja úr vegi hindrunum sem
bitni á skapandi andrúmslofti hjá
fyrirtækinu. Það er freistandi að
líta svo á að með því sé hann að
vísa til fyrirtækjamenningar sem
ríkjandi hefur verið hjá Microsoft
í stjórnartíð Ballmers, þar sem
áhersla hefur verið lögð á símat
starfsfólks sem byggist á normal-
kúrfu. Það þýðir að í tíu manna
Gamalt vín
á nýjum
belgjum?
NÝR FORSTJÓRI MICROSOFT HEFUR UNNIÐ SIG
UPP HJÁ FYRIRTÆKINU Í 22 ÁR. HANS BÍÐUR MIKIÐ STARF
VIÐ AÐ RÉTTA KÚRSINN.
Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com
Nýr forstjóri Microsoft Satya Nadella þykir mikill ljúflingur og eins ólíkur forvera sínum Steve Ballmer og hugsast getur.
Hann er 46 ára og hefur starfað hjá Microsoft næstum hálfa ævina, eða í 22 ár.
AFP
* Stjórn Microsoft taldi Nadella kjör-inn til þess að leiða fyrirtækið ífremstu röð á nýjan leik í bransa þar
sem áherslan færist sífellt meira á að
nýta reiknigetu í skýinu, og hugbúnaður
sem þjónusta en ekki söluvara verður sí-
fellt fyrirferðarmeiri í rekstri fyrirtækja.