Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 18
FENEYJAR Önnur Evrópuborg sem mælt er með að skoða í ár er Feneyjar. Sígildur áfangastaður en gistináttaverð þar hefur lækkað um 7% frá í fyrra. Svo þeir sem hafa látið sig dreyma um siglingu á gondólum ættu að drífa sig í ár til að geta merkt við það á listanum. Í Feneyjum er vitaskuld margt annað markvert að sjá og gera, t.d. að skoða Piazza San Marco þar sem hið glæsilega Sansovino-bókasafn stendur á aðra hönd og Ducal-höllin á hina. Fjöldi lista- safna er í Feneyjum, þ.á m. Peggy Gug- genheim-safnið þar sem málverk úr einkasafni hennar eru til sýnis, og engin smávegis nöfn um að ræða heldur; Pi- casso, Dali og Pollock svo dæmi séu tekin. Mælt er með hóteli í 18. aldar stíl, Hotel Al Ponte Mocenigo, þar sem nóttin kostar frá um 13.000 krónum. Austurströnd Kanada liggur við Atl- antshafið og á sumrin er magnað að ferðast um þetta svæði. Þarna eru litlu héruðin fjögur: New Brunswick, Prince Edward Island, Nova Scotia og Ný- fundnaland og Labrador. Þarna er margt að sjá og mikil saga á bak við, en ekki má gleyma matnum! Sjávarréttirnir ger- ast vart ferskari en þarna er löng fisk- veiðihefð og einn af áhugaverðari stöð- unum til að skoða er sjávarútvegssafnið Fisheries Museum of the Atlantic í bæn- um Lunenburg í Nova Scotia. Þarna er alltaf frekar lágt verðlag, sérstaklega á veitingastöðum, en vefsíðan mælir sér- staklega með gistingu á hinu krúttlega Smugglers Cove Inn í Lunenburg. FLÓRÍDA Flórída er klassískur áfangastaður fyrir sólþyrsta, og Orlando þá sérstaklega ef börn eru með í för. Þar eru nefnilega þrír af flottustu skemmti- görðum heims: Disney World, Uni- versal Studios og SeaWorld. Í ár hafa gistinætur í Orlando lækkað um 7% og áðurnefndir skemmtigarðar einmitt allir nýlega opnað glæsilegar viðbætur; í Uni- versal Studios er það Transformers-þrí- víddarrússíbaninn, Fantasíuheimurinn í Disney World og Keisaraveldi mörgæsanna í Sea World. En það fleira en skemmtigarðar í Orlando, t.d. skemmtilegir veitingastaðir og í miðbænum var nýlega opnaður stað- urinn Rusty Spoon þar sem hægt er að fá alls kon- ar rétti úr „héraðinu“ og hráefnið er allt af svæð- inu. BudgetTravel mælir með gistingu á Rosen Inn International-hótelinu, sem er sérstaklega fjöl- skylduvænt. Þaðan ganga fríar skutlur í SeaWorld, Universal Studios og Wet’n Wild-garðana og börn yngri en níu ára fá frítt að borða af hlað- borði veitingastaðarins á hótelinu. Verðið á herbergjunum er frá um 7.000 krónum. RIGA Þeir sem vilja halda sig innan Evr- ópu ættu að líta til Lettlands en höfuðborgin Riga var í byrjun árs- ins valin „Menningarborg Evrópu“ . Í Riga er sérlega fjölbreytt leik- húslíf og fjöldi nýlistarbygginga til að skoða og er miðbær Riga t.d. á heimsminjaskrá UNESCO. Gamli borgarhlutinn er gersemi fyrir þá sem hafa gaman af flottum arki- tektúr og fyrir þá sem vilja kíkja út fyrir borgina er stutt að ganga niður á strönd, en Riga stendur við Eystrasaltið. Á vefsíðunni er mælt með Gistiheimili Jakob Lenz, þrátt fyrir að það sé í 15 mínútna göngufæri frá gamla mið- bænum. Ódýrustu herbergin þar eru ekki með sérbaði en verðið byrjar í tæplega 4.000 kr. nóttin. 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.2. 2014 Ferðalög og flakk HAGSTÆTT HEIM AÐ SÆKJA Tíu staðir til að skoða árið 2014 UPP ER RUNNINN ÁRSTÍMI TOGSTREITUNNAR. VIÐ HÖFUM RÉTT NÝLOKIÐ VIÐ AÐ BORGA UPP JÓLASPREÐIÐ OG ÁRA- MÓTAHEITIÐ UM AÐ SPARA MEIRA ER MJÖG SVO FERSKT Í MINNI. EN ÞAÐ ER FEBRÚAR, ENN LANGT Í VORIÐ OG OKKUR FARIÐ AÐ DREYMA SÓL OG HITA OG SPENNANDI FRÍ Á FRAM- ANDI STÖÐUM. EN VERÐLAG GENGUR Í BYLGJUM OG HEFUR BANDARÍSKA FERÐASÍÐAN BUDGETTRAVEL.COM TEKIÐ SAMAN LISTA YFIR TÍU ÁFANGASTAÐI SEM ER HAGSTÆÐARA AÐ HEIMSÆKJA Í ÁR EN OFT ÁÐUR. Ingibjörg Rósa Björnsdóttir ingibjorgrosa@gmail.com *Ef marka má ferðavenjur Ís-lendinga undanfarin ár máætla að að minnsta kosti annar hver maður hér á landi fari í ut- anlandsferð á árinu 2014. Varsjá í Póllandi er einnig á listanum yfir evrópskar borgir sem sérstaklega er vert að skoða árið 2014. Þessi sögu- fræga höfuðborg er algjör gullmoli fyrir ferðamenn og í ár hafa gistinætur þar lækkað um 20% í verði. Ferð til Varsjár er eins og kennslustund í Evrópusögu; hún hefur staðið af sér fjölmörg stríð en ávallt risið úr rústum á ný, fögur og full af áhugaverðum stöðum og stórkostlegum byggingum. Lazienki-garðurinn er svo sannarlega eitt- hvað fyrir augað, bæði í byggingarlist og garðlist. Á sumr- in eru þar haldnir ókeypis píanótónleikar við styttuna af Chopin á hverjum laugar- og sunnudegi. Þrátt fyrir mikla eyðileggingu í seinni heimsstyrjöldinni hefur tekist vel til að endurbyggja gamla borgarhlutann í Riga, svo vel að hann er nú á heimsminjaskrá UNESCO. Gamli bærinn iðar nú af lífi, með kaffihúsum, galleríum og veit- ingastöðum. Ibis Budget Reduta-hótelið býður sennilega ódýrustu gistinguna, þar eru herbergin mjög lítil en vel búin og verðið er frá rúmlega 5.000 kr. nóttin. VARSJÁ AUSTURSTRÖND KANADA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.