Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 12
Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver Lágkolvetnabrauð Kolvetnasnautt & prótínríkt Lágkolvetnabrauð er sérlega bragðgott og skemmtileg viðbót í brauðaúrvalið okkar. KOMDU OG SMAKKAÐU 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.2. 2014 T ónlistarmyndbönd popp- stjarna í dag verða sí- fellt djarfari og kynlífs- væddari. Rihanna, Miley Cyrus, Beyoncé og fleiri eru oftar en ekki afar fá- klæddar í sínum myndböndum og sumar koma þar jafnvel naktar fram. Í einhverjum tilfellum þykja myndböndin ekki við hæfi barna og unglinga, sem eru þó gjarnan aðal- áhorfendur og aðdáendur um- ræddra stjarna. Arnar Eggert Thoroddsen tón- listarspekúlant segir þetta stafa af ákveðnu ójafnvægi í samskiptum kynjanna. Það sé nóg að horfa til þeirra sem fara með völdin í tónlist- arbransanum, en honum er nánast einhlítt stýrt af karlmönnum. Bransinn er gríðarlega karllægur. „Þetta er fullkomið ábyrgðarleysi en menn horfa bara í krónurnar. Er líklegra að fólk horfi á tónlistarkon- urnar allsberar eða ekki allsberar? Þetta er þó aðallega í þessari teg- und af tónlist, þetta vinsæla popp og R&B. Þetta er rosa bransi og er ljóst að þetta er ekkert nýtt. Madonna braut blað á sínum tíma með myndböndum við lagið Ero- tica og Justify My Love í byrjun 10. áratugarins. Guðbjörg Hildur Kolbeins, doktor í fjölmiðlafræði, segir ákveðna breytingu hafa orð- ið á siðferði í samfélaginu á und- anförnum árum. „Þetta nær ekki eingöngu til tónlistarmyndbanda heldur einnig til kvikmynda og sjónvarps.“ Lára Rúnarsdóttir tónlistarkona situr í stjórn Félags kvenna í tón- list eða KÍTÓN. Hún segir að klámvæðing í tónlistarmynd- böndum sé ein birtingarmynd brenglaðra staðalímynda í sam- félaginu. Gagnrýna þurfi samfélög fyrir að sofa á verðinum hvað þetta varðar. „Fjölmiðlar hampa þessu og vilja ekki bera neina samfélags- lega ábyrgð á því hvernig konur eru kynntar og settar fram. En það er ekki gott að benda á og saka konurnar sjálfar um. Þær hafa alist upp í samfélagi sem er gegnsýrt af þessum staðal- ímyndum. Ég get alveg skilið að þær haldi að þær þurfi að gera þetta og að þær þurfi að keppa hver við aðra. Miley Cyrus gerir eitthvað sem hneykslar fólk og vekur athygli og þá svarar Rihanna með einhverju öðru ögr- andi.“ Eintóm viðkvæmni? Ekki þurfa þó allar konur á því að halda að bera sig til að selja plötur enda er umrædd klámvæðing í tón- listarmyndböndum oft hallærisleg. „Mér finnst þetta vera að klofna, það eru konur sem eru að gera tónlist á sínum forsendum og þurfa ekkert á þessu að halda. Auðvitað er að verða meiri vakning gagnvart þessu og til dæmis hefði ég ekki fengið svona símtal fyrir tíu árum þegar þetta þótti bara vera hluti af bransanum,“ segir Arnar Eggert. „En þegar það er rætt um þetta koma alltaf sömu viðbrögð um að þetta sé viðkvæmni og eintómir femínistar að tjá sig en ég er bara svo ótrúlega ósammála því. Ég trúi Popptónlist ekki við hæfi barna? KLÁMFENGNIR TILBURÐIR OG FATALEYSI Í TÓNLISTARMYNDBÖNDUM VERÐUR SÍFELLT MEIRA. RANNSÓKNIR SÝNA FRAM Á AÐ BÖRN OG UNGLINGAR VERÐA FYRIR ÁHRIFUM OG UNGLINGAR SEM HORFA MIKIÐ Á KYNLÍFSTENGT EFNI ERU LÍKLEGRI TIL ÞESS AÐ BYRJA FYRR AÐ STUNDA KYNLÍF. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Söngkonan Rihanna held- ur um afturenda Shakiru í nýju myndbandi þeirra við lagið Can’t remember to forget. Myndbandið hefur vakið athygli. það er ekkert verið að velta því fyr- ir sér hvað konunni sjálfri finnst. Ef konu langar að ná langt þá eru henni settir ákveðnir afarkostir. Ef hún lítur sæmilega út og er sæmi- lega vel vaxin, þá er hún bara leidd þessa leið, sem er fáránlegt. Það er farið mjög grimmt í kerfinu, kerfinu sem kúgar konur, þó að einhverjir vilji mótmæla því.“ Ekkert nýtt af nálinni Í ljósi umræðu um hina villtu Mil- ey Cyrus og fleiri að undanförnu Kántrí-poppsöngkonan Taylor Swift er ein sú vinsælasta í heiminum um þessar mundir. Hún tekur ábyrgð sína sem fyrirmynd alvarlega og hefur sagt í fjölmiðlum að hún ætli ekki að af- klæðast fyrir frægðina, enda hafi hún engan áhuga á að gera slíkt. „Mér þykir afskaplega auðvelt að vera í fötunum vegna þess að mig lang- ar ekkert til að fara úr þeim. Sú löngun er ekki fyrir hendi hjá mér,“ sagði söngkonan í sam- tali við glanstímaritið Glamo- ur. Einnig var fjallað um hana í fréttaskýringaþætt- inum 60 mínútum en hún hefur selt á annan tug platna. Ætlar ekki að afklæð- ast eins og hinar stjörnurnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.