Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 37
9.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 starfsteymi eru alltaf tveir sem fá lélega einkunn, óháð frammistöðu. Það þarf einfaldlega einhver að vera undir meðallagi kúrfunnar. Þessi aðferðafræði hefur bitnað á samstarfi starfsmanna sem reyna að tryggja eigin stöðu innan hópsins öðru fremur. Þá hefur lengi ríkt talsverð tortryggni á milli deilda fyrirtækisins sem bitnað hefur á vöruþróun. Þriðja endurkoma Gates Samhliða því sem Satya Nadella tekur við daglegum rekstri Micro- soft eru miklar væntingar bundn- ar við aukna þátttöku Bill Gates í rekstri fyrirtækisins. Hann hefur undanfarin ár verið í hlutverki stjórnarformanns, en mun nú starfa við hliða Nadella sem tæknilegur ráðgjafi. Það er talið næsta víst að hann muni hafa meira að segja um vöruþróun og framtíðaráætlanir fyrirtækisins á því sviði en áður. Að sögn Gates er það fyrst og fremst fyrir til- stuðlan Nadella sem hann hefur ákveðið að taka meiri þátt í rekstri fyrirtækisins. Það hafi verið Nadella sem bað hann um að taka að sér hlutverk tæknilegs ráðgjafa, en hann mun fyrst og fremst einbeita sér að þróun nýrrar tækni og hugbún- aðarlausna. Með skipun Nadella í starf forstjóra er stjórn Microsoft að senda ákveðin skilaboð til hlut- hafa og viðskiptavina. Hann hefur unnið hjá fyrirtækinu síðan 1992, og þekkir þar vel til. Það er því ólíklegt að hann muni umbylta starfsemi fyrirtæk- isins á einni nóttu, líkt og Marissa Meyer hefur reynt að gera hjá Yahoo. Það er ljóst að hann muni leggja meiri áherslu á vöruþróun en sölustarf og reyna að þétta raðirnar innan fyr- irtækisins með því að auka samvinnu. Skilaboð stjórn- arinnar eru því fyrst og fremst að framkvæmda- stjórn fyrirtækisins verði að nýta betur þau tækifæri sem felast í breytingum í tengslum við snjalltækjavæðingu og ský- þjónustu til að keppa við Apple og Google þegar fram í sækir. Microsoft hefur fengið nýjan forstjóra sem er meiri tæknimaður en rekstrarmaður. AFP Hampað í indverskum miðlum „India Makes a Power Point,“ hljómaði fyrirsögn í dagblaðinu Times of India þegar tilkynnt hafði verið að Nadella myndi taka við starfi forstjóra Microsoft. Orðaleikurinn í fyrirsögn- inni snýr nafni á einni af mest notuðu vörum Microsoft upp í upphrópun um velgengni ind- verskra stjórnenda, en Nadella er einn úr sí- stækkandi hópi forstjóra stórfyrirtækja sem fæddir eru í Indlandi. Má þar nefna Indra Nooyi hjá PepsiCo, Ajay Banga hjá Mastercard, og Anshu Jain hjá Deutsche Bank.Velgengni indverskra stjórn- enda hefur verið umfjöllunarefni í þarlendum fjölmiðlum undanfarið. Þar hefur verið fjallað um ráðningu Nadella sem fjöður í hatt landsins, sem hefur verið áberandi í tækni- geiranum öðru fremur, í krafti vel menntaðs starfsfólks úr fjöl- mennri millistétt, góðrar ensku kunnáttu og hagstæðs launa- umhverfis. En fjölmiðlar hafa einnig spurt hvort sá mikli fjöldi námsmanna og menntaðs starfsfólks leiti tæki- færa erlendis og árangur þeirra þar endurspegli ekki öðru fremur ind- verska fyrirtækjamenningu, þar sem fjölskyldutengsl skipta oft meira máli fyrir aðgang að námi og framgang í stafi heldur en hæfileikar. Vetrarólympíuleikarnir í Sotsjí hafa verið settir og snjallsíma- og tölvuvæddir jarðarbúar geta að sjálfsögðu nálgast ýmis smáforrit sem gera leikana skemmtilegri áhorfs og auðvelda öllum að fylgj- ast með þeim. Fyrir það fyrsta má nefna smá- forritið Tripomatic sem hægt er að nálgast fyrir iPhone. Forritið er notað til að fá upplýsingar um alla viðburði Ólympíuleikanna og nákvæma staðsetningu þeirra. Annað smáforrit, sem kallast einfaldlega Sochi 2014, gefur ná- kvæmar upplýsingar um eftirlæt- isíþróttamennina og hvernig þeim gengur í keppninni, gefur upp nýj- ustu met þeirra og tölur sem og hvort þeir vinna til verðlaunasæta að lokum. Smáforritið er hægt að fá ókeypis í gegnum iTunes, Go- ogle Play og Windows Phone App Store. Alþjóðaólympíunefndin hefur þá búið til smáforritið Olympic Athlete’s Hub sem heldur utan um allar færslur ólympíufara á netinu. Á það jafnt við um færslur á Facebook, Twitter og Instagram. Bæði er hægt að fletta færslum upp eftir nöfnum einstakra íþróttamanna, liðum, löndum og íþróttagreinum. Skemmtileg leið til að fylgjast með daglegu lífi íþróttamannanna í Sotsjí, æf- ingaplönum, máltíðum og keppn- unum að sjálfsögðu. Smáforrit fyrir Sotsjí Fjölmörg smáforrit hafa verið búin til í kringum Vetrarólympíuleikana í Sotsjí. AFP Smáralind | Sími 512 1330 Opið Sunnudaga 13-18 iPadmini Nettur ogflottur Verð frá:54.990.- SmartCover Fyrir iPad, flottir litir Verð frá:7.990.- iPadAir Kraftmikill og léttur Verð frá:89.990.- iPad hvarsemer, hvenærsemer iPad leiðarvísir Allt um iPad í einni bók Verð:4.490.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.