Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.2. 2014 „Síðustu sjö ár“ kallar Hanna Pálsdóttir sýn- ingu sem hún opnar í Anarkíu, listasalnum í Hamraborg 3 í Kópavogi kl. 14 í dag, laug- ardag. Segir hún þetta vera yfirlitssýningu á verkum sínum. Hanna hóf myndlistarnám eftir að hún fór á eftirlaun fyrir 14 árum, eftir 38 ára starf í Búnaðarbankanum. Hún hefur stundað nám í Myndlistaskólanum í Reykjavík og síðar í Myndlistaskóla Kópavogs og hjá Bjarna Sig- urbjörnssyni. Hanna málar með olíu og er myndlist hennar óhlutbundin, hún kveðst tjá sig með djörfum litum. Tíminn, andstæður í tilver- unni og fegurð náttúrunnar, allt þetta virðist hafa áhrif á myndsköpun hennar. HANNA SÝNIR Í ANARKÍU VERK SJÖ ÁRA Hanna Pálsdóttir við eitt verkanna sem hún sýnir í listasalnum Anarkíu í Kópavogi. Kristrún Helga Björnsdóttir og Þröstur Þor- björnsson halda tónleika í Norræna húsinu. Duo verum, sem þau Kristrún Helga Björns- dóttir flautuleikari og Þröstur Þorbjörnsson gítarleikari skipa, heldur tónleika í 15:15 tón- leikasyrpunni í Norræna húsinu á sunnudag kl. 15.15. Á tónleikunum flytja þau verk frá ýmsum tímabilum tónlistarsögunnar. Byrjað verður á Ítalíu við lok 17. aldar og leikið verk eftir Co- relli. Þaðan liggur leiðin fram um eina öld, í klassíkina, og flutt verður verk eftir gítarsnill- inginn Giuliani. Skref er þá stigið til Argent- ínu fram á 20. öld og flutt verk eftir Piazzolla. Þá eru ótalin verk Austurríkismannsins Ta- kács og Ítalans Locatelli, frá fyrri tíð, en hann var nemandi Corellis. TÓNLEIKAR Í 15:15 SYRPUNNI DUO VERUM Á sunnudag klukkan 18 hefst í Nýlistasafninu við Skúlagötu dagskrá sem kallast „Leikur/ Play“ og er samhliða rennsli mynd- bandsverka í Nýló og sýn- ingarýminu Soloway í New York. Í tilkynningu segir að listamenn muni mætast í leik, og það sé „vettvangur til þess að prófa sig áfram og æfa sig fyrir eitthvað sem er kannski miklu stærra og alvarlegra en leik- urinn sjálfur, galdurinn felst í því að hann býður alltaf upp á óvæntar og ófyrirséðar niðurstöður. Í leik má gera mistök og vitleys- ur, taka áhættu …“ Listamennirnir sem taka þátt hafa myndbandsmiðilinn sem sameig- inlegan útgangspunkt.“ Meðal þátttakenda eru Irina Arnaut, Theresa Himmer, Hreinn Friðfinnsson, Curver Thoroddsen, Ragn- heiður Gestsdóttir, Styrmir Örn Guð- mundsson og Gjörningaklúbburinn. REYKJAVÍK OG NEW YORK LEIKUR Í NÝLÓ Hreinn Friðfinnsson Úr iðrum jarðar“ er heiti sýningar Hildar Ásgeirsdóttur Jóns-son sem verður opnuð á Kjarvalsstöðum í dag, laugardag,klukkan 16. Hildur hefur í rúm fimmtán ár sameinað mál- aralist og vefnað með því að búa til málverk ofin úr handlituðum silkiþráðum. Efniviðinn sækir hún í íslenskt landslag sem hún brýtur upp í flóknu og tímafreku vinnuferli. Hún nam við bandaríska lista- skóla, er búsett í Cleveland og er virk á sýningarvettvangi í Banda- ríkjunum. Hildur hefur hlotið ýmsar viðurkenningar, meðal annars eftirsótt listaverðlaun Cleveland-borgar og styrki frá Ohio Arts Co- uncil. Flest verkanna á sýningunni á Kjarvalsstöðum voru á einka- sýningu Hildar á Tang-safninu í New York í haust. „Ég held áfram að vinna út frá íslenskri náttúru. Verkin á þessari sýningu eru aðallega unnin út frá ljósmyndum sem ég hef tekið af steinum, af hraungrýti,“ segir Hildur. „Steinarnir eru aðeins byrj- unarreitur sex stærstu verkanna á sýningunni en ég vinn öll verkin með mínu lagi, mála þræðina áður en ég vef þá. Það er sérstakt við mitt verklag að ég mála þræðina, bæði ívafið og uppistöðuna, áður en ég vef þá saman.“ Hildur dvelur á Íslandi lungann úr sumrinu og kemur aftur um jólaleytið, í ferðunum hingað safnar hún myndefni sem hún vinnur síðan úr á vinnustofu sinni í Cleveland þar sem hún er með stóran vefstól. „Ég vinn alltaf úr myndefni sem ég safna hérna,“ segir hún. „Ég er ekki með vinnustofu hér heldur fer út á land, mynda og upplifi náttúruna. Hér sæki ég mér hráefni.“ Hildur segir mikilvægt fyrir sig að koma hingað heim með verkin að sýna. „Mér finnst það mjög gaman og það er mikill heiður fyrir mig að fá að sýna á Kjarvalsstöðum. Ég er líka spennt að sjá hver viðbrögðin verða við verkunum hér.“ efi@mbl.is ÚR IÐRUM JARÐAR Á KJARVALSSTÖÐUM Ofið út frá ís- lenskri náttúru „Það er sérstakt við mitt verklag að ég mála þræðina, bæði ívafið og uppistöðuna, áður en ég vef þá saman,“ segir Hildur. Morgunblaðið/RAX „HÉR SÆKI ÉG MÉR HRÁEFNI,“ SEGIR HILDUR ÁSGEIRS- DÓTTIR JÓNSSON UM NÁTTÚRU LANDSINS. Menning S nóker Reynisson tekur dindil- sperrtur á móti mér. Smáhundur af tegundinni möltugrefill. Í hon- um eru gestalæti. „Svona, svona,“ segir húsfreyjan, Agnes Löve. „Langar þig að syngja fyrir gestinn, Snóker minn? Jæja, við skulum þá bara klára það.“ Hún sest við flygilinn. Hundurinn fylgir eftir og stillir sér upp, eins og hver annar ljóðasöngvari. Ég sest, agndofa. Agnes gefur merki og um leið og fyrsta nótan streymir fram í stofuna hefur hundurinn upp raust sína. Hún er glettilega ómþýð. Svei mér ef öndunin er ekki sam- kvæmt kúnstarinnar reglum. Furðulegt. Eftir nokkrar línur missir Snóker áhugann og skundar fram á gang. „Hann er býsna lagviss en úthaldið er ekkert sérstakt. Hann snýr sér fljótt að öðru,“ segir Agnes. Í þeim orðum töluðum vindur ömmustelp- an sér inn úr dyrunum, Agnes Tanja Þor- steinsdóttir, mezzósópransöngkona. Saman koma þær fram á tónleikum í Norræna hús- inu á laugardaginn eftir viku kl. 16. Um er að ræða debúttónleika hinnar 23 ára gömlu Agnesar Tönju en hún leggur stund á söng- nám við tónlistarháskólann í Vínarborg. Boðið verður upp á blandaða efnisskrá á tónleikunum, íslensk, þýsk, frönsk og rúss- nesk sönglög og aríur eftir Mozart og fleiri. „Stelpan er hérna heima í vetrarfríi og okkur fannst upplagt að hún léti í sér heyra,“ segir amman og horfir stolt á nöfnu sína. „Ég er mjög glöð að geta tekið þátt í þessu með henni.“ Það sætir óneitanlega tíðindum að söngv- ari debúteri með ömmu sína við slaghörpuna. Hvorug þeirra hefur heyrt um slíkt áður og telja næsta víst að það hafi alltént aldrei gerst hér á landi. Agnes Tanja hlakkar til tónleikanna og viðurkennir að hún sé með fiðrildi í mag- anum. „Við vorum að klára að setja efnis- skrána saman í gærkvöldi og nú verður ekki aftur snúið. Ég hef komið fram við smærri tækifæri áður en aldrei sungið heila tón- leika.“ Agnes eldri fagnar því jafnframt á tónleik- unum að sextíu ár eru liðin frá því hún kom fyrst fram opinberlega, tólf ára að aldri. Það var í barnatíma útvarpsins og lék hún verk eftir Bach og Schubert. Tónleikarnir voru hljóðritaðir og hefur upptakan varðveist. „Ég hafði að vísu spilað eitthvað áður en þetta er fyrsta upptakan og gaman að halda upp á það,“ segir Agnes. „Þá um haustið réðst ég sem organisti í barnamessum í Laugarneskirkju svo starfs- ferill minn telur orðið sextíu ár. Það var mik- ið fjör í barnamessunum og þakið ætlaði hreinlega að rifna af kirkjunni þegar ég spil- aði „Áfram kristsmenn, krossmenn“ og troð- full kirkjan söng með. Þar eignaðist ég líka mína fyrstu aðdáendur því það voru gjarnan tveir til þrír litlir gæjar sem fylgdu organist- anum heim eftir messu.“ Af annarri kynslóð tónlistarfólks Fjölmargar upptökur með píanóleik Agnesar eru varðveittar í safni Ríkisútvarpsins og hefur hún verið að fara yfir þær að und- anförnu með útgáfu í huga. Rúsínan í pylsu- endanum verða svo tónleikarnir á laugardag- inn en þeir verða hljóðritaðir. „Það verður að vera eitthvað nýtt á svona plötu, annað væri bara blöff,“ segir Agnes og brosir. Tónlist sem fag er ekki eldri á Íslandi en svo að Agnes heyrir til annarri kynslóð. Kennarar hennar voru fyrsta kynslóðin. Sumir hverjir komu meira að segja að utan, svo sem dr. Róbert Abraham Ottósson og dr. Victor Urbancic. Frábærir menn báðir tveir, að sögn Agnesar, sem við eigum margt að þakka. Hún lærði einnig hjá Rögnvaldi Sig- urjónssyni og hann ber eiginlega ábyrgð á því að hún lagði fyrir sig píanóleik. „Rögn- valdur var afburðaskemmtilegur maður og ég gaf mér að allir píanóleikarar hlytu að vera svona skemmtilegir.“ Hún hlær. Agnes lærði í Leipzig, í sama skóla og Jón Leifs og Páll Ísólfsson, og naut skólavist- arinnar. Hart gat þó verið í ári. „Ég fór utan 1960, átján ára gömul. Ári síðar kom múrinn og þá breyttist margt til hins verra. Á löngum köflum var hvorki til matur í búð- unum né kol til að hita húsin. Samt vorum við þarna í sjö ár og báðir synir mínir eru fæddir í Leipzig.“ Heimurinn er lítill og svo merkilega vill til að einn kennara Agnesar í Leipzig var faðir kennara Agnesar Tönju í Vínarborg. Regine Köbler heitir hún og er væntanleg til lands- ins til að vera viðstödd tónleikana. Af því til- efni mun Agnes Tanja syngja tvö lög eftir föður hennar. Agnes Tanja byrjaði í píanónámi en henn- ar ástríða var alltaf söngur. „Hún tilkynnti okkur sex eða sjö ára að hún ætlaði að verða óperusöngkona og syngja í stóru óperunni í New York þegar hún yrði 21 árs. Þetta var merkilegt í ljósi þess að barnið þekkti engan óperusöngvara,“ segir amma hennar. Agnes Tanja man ekki hvers vegna hún var svona ákveðin en það hljóti þó að tengj- ast því að tónlist var allt í kringum hana í æsku. Hún lauk framhaldsprófi frá Tónlistar- skóla Garðabæjar í bæði söng og píanóleik aðeins átján ára gömul og er nú á þriðja ári í söngnámi í Vínarborg. Var í hópi tíu nem- enda af 180 sem valdir voru inn í skólann. Agnes Tanja segir yndislegt að koma heim og vinna með ömmu sinni. „Píanóleikararnir úti eru fínir en þeir þekkja mig ekki eins og amma. Við náum afar vel saman. Ég held að það sé skapgerðin bak við nafnið. Það tengir okkur traustum böndum,“ segir Agnes Tanja. Spurð hvort amma hennar hlífi henni við æfingarnar skella þær báðar upp úr. MARGT ER LÍKT MEÐ SKYLDUM Eldskírn með ömmu AGNES TANJA ÞORSTEINSDÓTTIR MEZZÓSÓPRANSÖNGKONA HELDUR SÍNA FYRSTU EINSÖNGSTÓNLEIKA Í NORRÆNA HÚSINU UM NÆSTU HELGI. AMMA HENNAR, AGNES LÖVE, LEIKUR MEÐ HENNI Á PÍANÓ. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.