Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 16
Þ rátt fyrir aukna athygli umheimsins í kringum íþróttahátíðina nú, umræðu um spillingu stjórn- valda og slæman aðbúnað gesta verður ekki af íbúum Sotsjí tekið að þeir eru þaulvanir umferð ferðamanna. Til þessa hefur hún þó einkum verið bundin við landa þeirra. Meðal þeirra hefur borg- in m.a. verið þekkt sem „rússneska rivíer- an“, „perlan við Svartahafið“ og „sumar- borgin“. Á sömu breiddargráðu og Nice Í Sotsjí búa að staðaldri tæplega 400 þús- und manns, þótt þessa dagana dvelji þar þúsundum fleiri í tengslum við leikana. Samkvæmt ferðasíðum sækja ríflega tvær milljónir ferðamanna svæðið heim að sum- arlagi ár hvert, enda þekkt meðal Rússa fyrir mikla veður- og gróðursæld. Sotsjí liggur á sömu breiddargráðu og hin suðurfranska Nice, Toronto og Gobi- eyðimörkin. Hinir þekktu rússnesku fimb- ulkuldar að vetrum eiga því síst við á þessum slóðum og því ekki nema von að áhyggjur af snjóleysi á leikunum að þessu sinni hafi gert vart við sig í aðdraganda þeirra (þess má geta að keppnisstaðir „snjóþyngri“ keppnisgreina, s.s. skíða- og snjóbretta- íþróttanna, eru allir í um klukkustundar akstursfjarlægð frá miðborginni, í átt til Kákasusfjallanna). Frá maí til október ár hvert flykkist fólk að til að flat- maga í sólinni einhvers staðar á hinni 145 km strand- lengju borgarinnar. Pálmatré ramma inn breiðgötur, urm- ul veitinga- og skemmtistaða og verslana er þar að finna og úti á vatninu má oftar en ekki sjá snekkjur auðkýfinga og skemmtiferðaskip. Eftirlæti stjórnarherra og grísk goðafræði Sotsjí hefur löngum heillað rússneska ráðamenn. Stalín stuðlaði m.a. að mikilli uppbyggingu staðarins á sinni tíð og reisti sér m.a. sumarhús þar, sk. „dacha“ sem hann sótti óspart. Þar er nú safn þar sem m.a. er hægt að virða fyrir sér vaxmynd af einræðisherranum. Stytta af Lenín, óvenju kæruleysislegum með hönd í vasa, stendur einnig í einum garða borgarinnar og ljóst að Pútín er langt í frá fyrsti stjórnarherrann sem kunni vel við sig á þessum slóðum. Auk þess að flatmaga á ströndinni á sumrin er ýmislegt að skoða í Sotsjí að sumarlagi samkvæmt ferðasíðum. Rís grasagarðurinn Dendrarium þar einna hæst en þar kennir ýmissa grasa í orðsins fyllstu; Agura-fossarnir, vinagarður Ottos Schmidts, tónleikastaðir, sædýrasöfn, vatnsrennibraut- argarðar og fleira. Ýmsir áhuga- og fræðimenn um gríska goðafræði telja Sotsjí sögusvið Ódysseifskviðu þar sem hetjan á að hafa hitt fyrir kíklópana. Þá tengja ýmsir fjallasvæðið Krasnaya Polyana, þar sem keppt verður á vetrarleikunum, sögunni af því þegar Seifur refsaði Prómeþeusi fyrir að ræna eldi frá guðunum. Eitt er víst að það er ýmislegt áhugavert við Sotsjí sem áfangastað. Hvort rússneskum stjórnvöldum tekst hins vegar að gera þennan sumardvalarstað að alþjóðlegri vetrarparadís í kjölfar leikanna verður hins vegar tíminn að leiða í ljós. VETTVANGUR VETRARÓLYMPÍULEIKANNA Rússneska rivíeran AUGU HEIMSINS BEINAST MÖRG AÐ RÚSS- NESKU BORGINNI SOTSJÍ NÚ UM STUNDIR, ÞAR SEM 22. VETRARÓLYMPÍULEIKARNIR FARA FRAM. STAÐARVALIÐ FYRIR LEIKANA KOM VÍÐA Á ÓVART, ENDA SOTSJÍ LÖNGUM ÞEKKTARI FYRIR SÓLBÖÐ OG SVAML AÐ SUMARLAGI. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Sotsjí er afar gróðursæl eins og sjá má, og loftslagið milt þar. Í grasagarðinum Dendrarium kennir ýmissa grasa og margra hverra víða að. Vaxmynd af Stalín, í sumarhúsi hans. Tennisdísin Shara- pova er frá Sotsjí. Horft til Sotsjí og Kákasusfjallanna í fjarska.*Mælt er með tíu spennandi áfangastöðum sem hagstætt er að heimsækja árið 2014 »18Ferðalög og flakk „Australia Day“ var fagnað þann 26. janúar sl., en þann dag minnast Ástralir komu fyrsta flota Breta til Ástralíu árið 1877. Deginum er vanalega fagnað með alls kyns uppákomum, s.s. íþrótta- viðburðum, tónleikum og risastórri flugeldasýningu. Einnig eru strendurnar einstaklega vinsælar á góðum sumardegi og var ferð minni heitið á Coogee-ströndina. Steikjandi hitinn gaf góða ástæðu til að skella sér í sjóinn til kælingar. Þar sem ég lét mig fljóta í tærum sjónum blasti við mér hvít ströndin, blár himinn og þúsundir ánægðra strand- gesta. Þetta er sjón sem ég fæ aldrei leiða á og gat ég ekki annað en hugsað hversu mikil forréttindi það væru að hafa búið hér síðustu 4 ár- in. Um ágæti Sydney-borgar hugsaði ég í dágóða stund, eða allt þar til hákarlaviðvörunarflautan á ströndinni byrjaði að óma. Ljóminn af strandarstemningunni dofnaði þá fljótt og var ekkert ann- að í stöðunni en að rölta heim á leið. Kær kveðja, Margrét Jóna Íslendingar að njóta lífsins við höfnina. Óperuhúsið þekkta. Sumarstemning í Sydney Í Darling Harbour.PÓS TKORT FRÁ Á STRALÍU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.