Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.2. 2014
Heilsa og hreyfing
„Krossstig flokka sumir undir fallega
hneigingu og ballerínur eru sérstaklega
duglegar við þetta,“ segir Fannar Kar-
vel, íþróttafræðingur hjá Spörtu
heilsurækt.
„Stóri rassvöðvinn sem við notum
flest sem hlífðarpúða milli setbeina og
stólsins nýtist vel í þessari æfingu og
þið munið vel eftir mér og þessari æf-
ingu nokkra daga eftir að þið hefjist
handa.“
Æfingin reynir mest á rassvöðva en
tekur einnig á lærum, baki og kálfum
að sögn Fannars. Kláraðu annan fótinn
í einu og gerðu a.m.k. 10-20 endur-
tekningar á hvorn fót í hvert sinn og
endurtaktu það 1-3 sinnum.
„Þetta er einnig hin fínasta jafnvægis-
æfing, semsagt margar flugur í einu
höggi!“
ÆFING VIKUNNAR
Krossstig
1Stattu upprétt/-ur með axlabreidd á milli fóta. 2Stígðu með vinstri fót afturfyrir þann hægri ogreyndu að tylla honum í gólfið nærri því við
hliðina á þeim hægri, ekki fara langt aftur á bak.
3Beygðu þig eins vel í hnjám og þú mögulegagetur og passaðu þig á að beygja bakið ekki
mikið. Komdu aftur í grunnstöðu.
Morgunblaðið/Rósa Braga
V
innufíkn er frábrugðin annarri fíkn
að mati Hildar þar sem ekki er um
að ræða neina beina efnisnotkun
sem hægt er að fjarlægja úr lífi
fólks. Hildur segir algengt að vinnufíklar leiti
sér ráðgjafar vegna afleiðinga vinnufíkn-
arinnar en ekki vegna sjálfrar vinnufíkn-
arinnar.
„Þessi fíkn er mjög oft fal-
in þar sem þetta snýst um
að gera mikið af einhverju
sem annars telst fullkomlega
eðlilegt að gera.
Vinnufíkn er ekki ólögleg
og því er ekki sama fé-
lagslega pressa á fólk til að
leita sér hjálpar og þegar um
annars konar fíkn er að
ræða. Margir vinnufíklar eru í afneitun og
þeir eiga líka erfitt með að finna tíma til að
leita sér ráðgjafar vegna tímaskorts, þeir eru
nefnilega alltaf í vinnunni,“ segir Hildur.
Um 22% starfsmanna eru með mikla vinnu-
fíkn hér á landi samkvæmt rannsókninni en
það er sambærilegt við nágrannalönd okkar.
Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna
að vinnufíkn sé neikvæð fyrir vinnustaðinn
vegna þess hve miklar líkur eru á því að
vinnufíklar kulni í starfi.
Ungar konur líklegastar
Kulnun í starfi er tilfinningalegt, hugarfars-
legt og líkamlegt ástand sem lýsir sér í hjálp-
arleysi og vonleysi starfsmanna. Ungar konur
í sölu- og afgreiðslustörfum eru líklegastar til
að kulna í starfi samkvæmt niðurstöðum úr
rannsókn Capacent.
„Kulnaðir starfsmenn eru oft aðframkomnir
af þreytu og afkasta þ.a.l. minna í vinnunni.
Þeir eru oft þjakaðir af langvarandi streitu og
telja sig ekki metna að verðleikum. Slíkir
starfsmenn geta verið mjög móðgunargjarnir
og jafnvel kaldhæðnir,“ segir Hildur.
Ástæður fyrir kulnun í starfi geta verið af
margvíslegum toga að hennar mati. Dæmi um
vinnutengdar orsakir eru t.d. takmörkuð
stjórn í vinnunni, lítið um viðurkenningu fyrir
vel unnin störf, illa skilgreindar eða jafnvel of
miklar kröfur, einhæf störf og of mikil pressa.
Félagslega einangraðir vinnufíklar
Setningin „ég kemst því miður ekki, ég þarf
að vinna“ er algeng setning hjá vinnufíklum,
segir Hildur. Hún segir algengt að vinnufíklar
eigi sér ekki gott félagslíf fyrir utan vinnuna.
„Ólíkt því sem kannski margir halda eru
bestu starfsmennirnir þeir sem ná að halda
jafnvægi á milli vinnu og einkalífs.
Vinnufíklar nota oft vinnuna sem afsökun til
að sleppa frá félagslegum skyldum sínum á
meðan helgaðir starfsmenn eiga oft gott fé-
lagslíf utan vinnunnar. Helgaðir starfsmenn
vinna oft mikið en passa betur upp á jafnvægi
milli vinnu og einkalífs en vinnufíklar,“ segir
Hildur.
Rannsóknin sýndi fram á að eingöngu
18,9% vinnufíkla finnst alltaf skemmtilegt í
vinnunni, sem er mun lægra hlutfall en hjá
þeim starfsmönnum sem eru helgaðir starfs-
menn. Vinnufíklar telja sig ekki fá næga við-
urkenningu fyrir vel unnin störf og eru frekar
ósáttir við stjórnun og samstarfsfélaga sína en
aðrir. Þá eiga vinnufíklar mun erfiðara með
að hætta að hugsa um vinnuna eftir að vinnu-
tíma lýkur og þeir verða oftar örmagna af
þreytu.
„ÉG KEMST ÞVÍ MIÐUR EKKI, ÉG ÞARF AÐ VINNA“ ER ALGENG SETNING HJÁ FÓLKI SEM ER HÁÐ VINNUNNI
Vinnufíklar eru ekki endilega bestu
starfsmennirnir
Bestu starfsmennirnir eru þeir sem ná að halda jafnvægi milli vinnu og einkalífs segir Hildur
Jóna vinnusálfræðingur og ráðgjafi hjá Capacent.
Morgunblaðið/Rósa Braga
VINNUFÍKLAR ERU EKKI ENDILEGA BESTU STARFSMENNIRNIR SAMKVÆMT
NÝRRI RANNSÓKN CAPACENT Á ÍSLENSKUM VINNUMARKAÐI. VINNUSÁL-
FRÆÐINGURINN HILDUR JÓNA BERGÞÓRSDÓTTIR HJÁLPAR OKKUR AÐ
BERA KENNSL Á VINNUFÍKN OG GEFUR GÓÐ RÁÐ TIL AÐ KOMA Í VEG
FYRIR KULNUN Í STARFI.
Jón Heiðar Gunnarsson jonheidar@mbl.is
Hildur Jóna
Bergþórsdóttir
Flestir vita að gúrkur hafa hreinsandi áhrif á húðina en færri vita að þær geta komið í veg fyrir and-
remmu með því að drepa bakteríur í munni. Ef þú ert andfúl(l) þá er gott að þrýsta gúrkusneið upp
í efri góm með tungunni í 30 sekúndur til að hreinsa munninn. Gúrkur eru ekki eingöngu vatn eins
og margir halda því þar má finna ýmis efni á borð við A-, B- og C-vítamín, kalk og járn.
Gúrka gegn andremmu
… taka vinnuna með sér heim.
… mæta veikir í vinnuna.
… vinna um helgar.
… vera kulnaðir í starfi.
… vera undir mikilli streitu og álagi.
… hafa lítið jafnvægi á milli vinnu og
einkalífs.
… vera óánægðir með stjórnun á
vinnustað.
Þeir sem eru vinnufíklar
eru líklegir til að:
Byrjaðu daginn rólega og ekki sofa
fram á síðustu mínútu. Skapaðu hefð á
morgnana sem stuðlar að vellíðan, t.d.
hugleiðsla, teygjur o.s.frv.
Borðaðu hollt og reglulega, hreyfðu
þig og tryggðu þér góðan nætursvefn.
Segðu nei ef þú ert beðin(n) um að
taka að þér verkefni í eða utan vinnu
sem þú sérð ekki fram á að geta unnið,
þannig skapast tími til að vinna að því
sem þig langar til að gera og ert góð(ur)
í.
Slökktu á símanum, tölvupóstinum
eða öðrum samfélagsmiðlum sem taka
óþarfa tíma þó ekki sé nema í smástund
á hverjum degi.
Gerðu eitthvað skapandi og skemmti-
legt, málaðu mynd, farðu í göngutúr með
myndavélina, farðu út að róla.
Góð ráð til að fyrirbyggja
kulnun í starfi