Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.02.2014, Blaðsíða 41
Þ
að er alltaf meiri og meiri
krafa um að þekkja til upp-
runa vörunnar, að það séu
heiðarlegir viðskiptahættir
og framleiðslan sé í lagi og grænir
viðskiptahættir eru í rauninni eitt
af þeim atriðum sem við leggjum
mikla áherslu á,“ segir Sigrún
Halla Unnarsdóttir, fatahönnuður
og einn af stofnefndum IIIF, sem
sérhæfir sig í framleiðslu á fatnaði,
fylgihlutum og innanstokksmunum.
Fyrirtækið samanstendur af tveim-
ur íslenskum fatahönnuðum, þeim
Sigrúnu Höllu og Öglu Stef-
ánsdóttur ásamt Thibaut Allgayer,
sem er franskur vöruhönnuður. Það
að þau séu öll úr ólíkum áttum seg-
ir Sigrún vera samstarfinu til fram-
dráttar.
„Við kynntumst þegar okkur var
boðið að taka þátt í verkefni fyrir
austan, Norð austan 10, sem var
styrkt af Nýsköpunarmiðstöð Ís-
lands. Þar var hugmyndin að vinna
með staðbundna framleiðslu og
hráefni. Okkur fannst þetta mjög
spennandi, að kynnast framleið-
endum og vera meira með í ferlinu
en venjulegt er og hugsa um að
nýta hráefnin og leyfa þeim að
njóta sín. Í kjölfarið ákváðum við
að halda samstarfinu okkar áfram.“
Fyrsta lína IIIF var unnin að
stórum hluta úr hreindýraleðri og
hreindýrahornum í samstarfi við
einyrkja á Austfjörðum. „Við vild-
um leyfa hráefninu og einfaldleik-
anum að njóta sín. Það
hefur oft tíðkast með íslensk
hráefni, að það verður svo mikið
skraut og mikið af öllu. Við vorum
því með það á bak við eyrað að
gera vörur sem eru klassískar og
eiga eftir að endast lengi.“
Áskorun að byrja á nýju
verkefni
IIIF hlaut nýverið sex mánaða
styrk úr Launasjóði hönnuða og
segir Sigrún það hafa gífurlega
mikla þýðingu fyrir hönn-
unarteymið.
„Það er alltaf ákveðin áskorun að
byrja á svona verkefni. Við erum í
annarri vinnu og það hefur verið
þannig að við förum í vinnuna eftir
vinnuna. Þetta gefur okkur þar af
leiðandi ótrúlega mikið ráðrúm til
að sinna verkefninu af fullum
krafti. Einnig er þetta ótrúlega góð
viðurkenning fyrir okkur sem hönn-
uði, að við séum að gera eitthvað
rétt. Við erum mjög ánægð með
það.“
IIIF stendur fyrir orðið „if“, eða
ef á íslensku. Í hönnunarferlinu
koma upp mörg augnablik þar sem
spurt er „hvað ef?“ IIIF leitast við
að spyrja eins margra „hvað ef“-
spurninga og hægt er til þess að
kanna alla möguleika áður en
ákvörðun er tekin. Einnig vísa bók-
stafirnir I í Ísland og F í Frakk-
land, en IIIF leggur mikla áherslu
á uppruna sinn og vörunnar.
Vinna með gler
IIIF vinnur nú hörðum höndum að
nýrri línu sem verður framleidd í
Frakklandi í sumar í lítilli glerverk-
smiðju. Sigrún segir teymið fag-
urfræðilega séð á sömu bylgjulengd
og þau ætli sér að vinna úr því sem
berst upp í hendurnar á þeim. Með
samstarfinu fara hönnuðirnir svolít-
ið út fyrir þægindarammann.
„Við sem fatahönnuðir, ég og
Agla, hefðum ekkert endilega
stokkið út í það að búa til glervöru-
línu ef við hefðum ekki verið að
vinna með vöruhönnuði og öfugt.“
Hvað ætlið þið að vinna úr gleri?
„Það er mjög góð spurning,“
segir Sigrún og hlær. „Við ætlum
allavega að nota Ísland á einhvern
hátt sem innblástur. En hvað
þetta verður er ekki alveg komið í
ljós. Þetta er ekki að fara að verða
skúlptúrar heldur söluvænlegar
vörur sem var líka hugsunun á
bak við hreindýralínuna. Stefna II-
IF er að gera söluvænlegar vörur
og að vera með sanngjarnt verð,
og miðað við hráefni sem við not-
um og framleiðslustaði þá hefur
okkur tekist það hingað til. Þetta
verður allavega einhver snilld.“
Vörur frá IIIF eru meðal annars
fáanlegar í verslunum Epal í Hörpu
og Leifsstöð og í Listasafni Íslands.
Sigrún Halla Unn-
arsdóttir, fata-
hönnuður hjá IIIF.
GEFUR OKKUR RÁÐRÚM TIL AÐ SINNA VERKEFNINU AF FULLUM KRAFTI
Leyfa einfaldleikan-
um að njóta sín
IIIF ER ÍSLENSK-FRANSKT FATA- OG VÖRUHÖNNUNARFYRIRTÆKI SEM HLAUT
NÝVERIÐ SEX MÁNAÐA STYRK ÚR LAUNASJÓÐI HÖNNUÐA. IIIF LEGGUR
ÁHERSLU Á AÐ VINNA MEÐ STAÐBUNDNA FRAMLEIÐSLU OG HRÁEFNI.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Í hreindýralínu IIIF
er einfaldleika og
hráefni leyft að
njóta sín.
Ljósmyndir/Magnús Andersen
* IIIF leggurmiklaáherslu á upp-
runa sinn og
vörunnar.
Lampi unninn úr
áli og steini frá
Borgarfirði eystra.
9.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41
Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími: 534 9600 · heyrn.is
Hvernig heyrir þú?
1. Ef kliður er, áttu þá erfitt með að ná því sem er sagt?
2. Hváirðu oft?
3. Hækkarðu oft það mikið í sjónvarpi eða útvarpi að öðrum finnst það óþægilegt?
4. Finnst þér aðrir muldra?
5. Hefurðu són í eyrunum?
6. Biðurðu aðra stundum um að segja þér hvað var sagt á fundum sem þú varst á?
7. Áttu erfitt með að skilja það sem er sagt við þig síma?
8. Áttu erfitt með að heyra sömu hljóð og aðrir heyra, svo sem fuglasöng?
9. Hefurðu verið að staðaldri í miklum hávaða og þá sérstaklega í vinnunni?
10. Heyrirðu varla þegar dyrabjallan eða síminn hringir?
11. Finnst þér auðveldara að skilja raddir karla en kvenna?
Hafirðu svarað játandi einhverjum af þessum spurningum þá getur ástæða þess verið
heyrnarskerðing. Til að fá úr því skorið er mælt með því að þú farir í greiningu hjá heyrnarfræðingi.
Sími 534-9600
Netfang heyrn@heyrn.is
HEYRNARÞJÓNUSTA
Komdu í
greiningu
hjá faglæ
rðum
heyrnarf
ræðingi
Ert þú
farin/n að
forðast að vera í
margmenni vegna
þess að þú
heyrir illa?